Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Qupperneq 4
MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Kastljós í kastljósi Einar Þorsteinsson fjölmiðlamaður tók viðtal við Má Krist- jánsson, yfirlækni smitsjúkdóma á Landspítala, í Kastljósi á mánudag. Gekk hann hart eftir svörum og var harðlega gagn- rýndur í kjölfarið, meðal annars af Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Líflegar umræður sköpuðust í kjölfarið um hlutverk fjölmiðla og um nauðsyn þess að finna sökudólg í stóra hópsmitinu á Landakoti. Margir kollegar Einars stigu fram honum til varnar sem og formaður Blaða- mannafélags Íslands. Allir í lagningu Hárgreiðslustofur máttu hefja starfsemi að nýju á miðviku- dag, landsmönnum til mikillar gleði enda margir komnir með sóttkvíar-makka sem engin prýði var af. Símalínur hjá hár- greiðslustofum voru rauðlogandi í aðdragandanum og ljóst að færri komust að en vildu. Eins geta nú sumir framhalds- skólanemar snúið aftur í skólann, íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri fór aftur af stað og grímuskylda nemenda í 5.-7. bekk var afnumin. Seðlabankinn lækkar vexti Seðlabanki Íslands lækkaði meginvexti sína um 0,25 prósent á miðvikudag og eru þeir nú lægstu sögulegu vextir hér á landi eða 0,75 prósent. Á sama tíma eru Íslandsbanki og Landsbanki búnir að boða vaxtahækkun sem hefur mætt nokkurri and- stöðu í samfélaginu, einkum vegna efnahagskreppunnar og COVID-19 faraldursins. Nýjar vendingar í togarasmitsmálinu Skipverjar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni, þar sem kom upp COVID-19 smit þegar skipið var í túr, hafa lýst yfir van- trausti á skipstjórann, Svein Geir Arnarsson. Sveinn greindi frá því um síðustu helgi að hann hefði stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmitinu og sakaði hann stéttarfélag sitt og áhöfn um að ætla að halda „sýndarréttarhöld“ yfir honum með sjóprófi. Skipið hélt áfram veiðum í þrjár vikur þátt fyrir að skipverjar hefðu farið að veikast fljótlega eftir að lagt var úr höfn. Bensínsprengja í Úlfarsárdal Bensínsprengju var kastað á svalir fjölbýlishúss í Úlfarár- dal og hefur myndband af atvikinu gengið manna á milli á netinu. Eigandi íbúðarinnar birti um helgina myndband af sér að ganga í skrokk á öðrum manni og fór það myndband einnig á mikið flug áður en það var fjarlægt. Maðurinn var handtekinn eftir að hann birti myndbandið af slagsmálunum um helgina en sleppt að lokinni skýrslutöku. Hann var þó ekki heima þegar bensínsprengjunni var varpað á svalir hans. Úr varð nokkur eldur en gekk slökkvistarf vel og lauk á innan við klukkustund. Tap gegn Englandi Íslenska landsliðið í knatt- spyrnu tapaði gegn enska landsliðinu á miðvikudag. Stað- an í leikslok var 4-0 fyrir Eng- landi. Nóvember hefur reynst íslenska liðinu erfiður en það missti af sæti á Evrópumeist- aramótinu þegar liðið tapaði á móti Ungverjum. Leikurinn á miðvikudag markaði tímamót hjá landsliðinu okkar þar sem Erik Hamrén er hættur sem þjálfari liðsins. 1 Halldór skammaðist sín þegar hann komst að því hver kærastinn var í raun og veru – „Síðan barst talið að því hvað hann gerði” Halldór Armand Ásgeirsson röflaði um söngleiki við mann sem hann hafði nýlega hitt. Seinna gerði hann sér grein fyrir að maðurinn var einn frægasti söngleikjahöfundur nútímans. 2 Þetta eru hæst og lægst launuðu störfin á Íslandi Hag- stofa Íslands uppfærir talnaefni um laun fullvinnandi launamanna árið 2019. DV tók saman það helsta. 3 Maður svaf úti á Laugaveg-inum í nístingskulda í vikunni – Mikið ofbeldi og þvinguð kynlífs- vinna Heimilislausir eru í hræðilegri stöðu í COVID-19 og hefur fjölgað mikið. 4 Hjúkrunarfræðingur undrast dýrar gjafir til starfsmanna ÁTVR – „Furða mig á í hvað skatt- peningar almennings fara.” Starfs- menn ÁTVR fengu veglega nóvem- bergjöf frá vinnuveitanda sínum. Hjúkrunarfræðingur furðaði sig á að vinnuveitandinn, ríkið, legði áherslu á starfsmenn vínbúða fremur en fram- línustarfsmenn. 5 Fyrrverandi heróínfíkill birti sláandi myndir – Svona lítur hún út í dag Það er ótrúlegt hvernig neysla getur breytt útliti fólks. Ung kona birti sláandi fyrir og eftir myndir af sér til að sýna hvernig hún leit út í neyslu og hvernig hún lítur út heil- brigð. 6 Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið! Á degi íslenskrar tungu skellti DV í skemmtilegt próf með gömlum íslenskum orðum og nokkrum dönskuslettum sem hafa ratað inn í tungumálið. 7 Þetta eru aukaverkanir bólu-efnisins við Covid-19 frá Pfizer – Líkir því við fyrri heimsstyrjöldina Aukaverkanir af væntanlegu bóluefni Pfizer geta haft nokkrar aukaverkanir, meðal annars aukaverkanir sem minna á timburmenn. Forlagið og Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka auglýsa eftir handriti að skáldsögu fyrir börn til að keppa um Íslensku barnabókaverðlaunin 2021. Skilafrestur er til og með 8. janúar 2021. Allar upplýsingar á www.forlagid.is 4 FRÉTTIR 20. NÓVEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.