Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Side 21
 AÐVENTAN 3DV 20. NÓVEMBER 2020 Bollakökur með piparkökubotni og rjómaostskremi 300 g hveiti 3 egg 50 g sykur 50 g púðursykur 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. kanill ½ tsk. negull 1 tsk. vanilludropar 120 g smjör 1,5 dl mjólk Byrjið á því að bræða smjör í potti og leyfið því svo aðeins að kólna. Þeytið saman sykurinn (bæði hvíta og brúna) og eggin þar til blandan verður létt í sér. Blandið restinni af þurrefnunum saman við ásamt smjörinu, mjólkinni og vanilludrop- unum. Næst er komið að því að setja deigið í form, ég legg gjarnan pappaform ofan í eldfasta, muff- insforma pönnu svo að kökurnar fletjist ekki út, þær haldast stífari með þessu móti. Bakið kökurnar í ofni við 180 gráðu hita í um 15-20 mínútur. Látið kólna áður en kremið er sett á. Rjómaostskrem 400 g rjómi, léttþeyttur 200 g hreinn rjómaostur 100 g flórsykur ½ tsk. kanill Byrjið á að þeyta rjómann í skál, hafið hann léttþeyttan. Blandið rjómaostinum saman við rjómann og hrærið vel saman. Sigtið flórsykur og kanil saman við blönduna og blandið öllu vel saman með sleif. Ég set kremið í sprautupoka og nota krem stút til þess að sprauta kreminu fallega á kökurnar. Einnig er hátíðlegt að strá smá kökuglimmer yfir bollakökurnar eða muldum kanilstöngum til skreytinga. Jólaklattar með trönuberjum og hvítu súkkulaði Það jafnast ekkert á við góða hafraklatta. Ég ákvað að setja smá jólafíling í klassíska uppskrift og bæta við nokkrum af mínum uppáhaldshráefnum, kókosmjöli, trönu- berjum og hvítu súkkulaði. Útkoman var unaðsleg! 25-30 stk 200 g smjör, mjúkt 160 g púðursykur 160 g hveiti 160 g haframjöl. Ég nota tröllahafra 50 g kókosmjöl ½ tsk. matarsódi 1 tsk. lyftiduft 2 egg 1 tsk. salt 50 g hvítt súkkulaði 100 g trönuber, þurrkuð T.d. frá H-berg Byrjið á að stilla ofninn á undir/yfirhita, á 180 gráður. Setjið eggin og púðursykurinn saman í skál og hrærið vel. Blandið næst smjörinu (gott að skera það aðeins niður) setja það svo út í blönduna bita fyrir bita, næst er hveitinu bætt saman við og allt þeytt vel saman. Blandið næst höfrunum, kókosmjölinu, van- illudropunum,saltinu, matarsódanum og lyftiduftinu saman og hrærið allt vel saman. Saxið hvítt súkkulaði niður og setjið út í deigið ásamt trönuberjunum og blandið rólega saman. Myndið litlar kúlur úr deiginu (gott að miða við matskeið) á bökunarpappír, ættu að komast um 10 stk. á eina ofnplötu og bakið í ofni í um 10 -12 mínútur. Kókoskonfekt Þessir kókostoppar klikka aldrei, geymast vel í frysti og tilvalið að skella í tvöfalda uppskrift og eiga eitthvað gómsætt með kaffinu á að- ventunni. 500 g kókosmjöl 250 ml kókosrjómi 2 tsk. vanilludropar 1 tsk. möndludropar 30 g smjörlíki 300 g suðusúkkulaði Byrjið á að bræða smjörlíki og látið aðeins kólna. Setjið kókosmjöl í skál og hellið smjörlíkinu saman við og hrærið saman með sleif. Bætið kókosrjómanum saman við ásamt van- illu- og möndludropunum og passið að allt blandist vel saman. Myndið litlar kúlur úr deiginu á bökunarpappír, gott að miða við eina fulla teskeið. Bakið við 180 gráður í um 15 mínútur, eða þar til að kókostopparnir eru gullinbrúnir að ofan. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og dýfið hverjum og einum kókostopp ofan í og setjið þá á bökunarpappír, þannig að þeir standi á súkkulaðinu. Skreytið svo kókostoppana að- eins að ofan með bræddu súkkulaði. Setjið í kæli í um klukkustund og berið svo fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.