Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Qupperneq 22
4 AÐVENTAN 22. NÓVEMBER 2020 DV
Sörur
Mitt uppáhald yfir hátíðirnar eru sörur. Ég
baka þær á hverju ári og hef útfært þær á
marga mismunandi vegu. Ég baka yfirleitt
frekar smáar kökur svona eins og konfekt-
mola og ég set gjarnan Baily‘s eða Grand í
kremið. Stundum hjúpa ég þær að utan með
appelsínusúkkulaði.
Endilega látið hugan reika og prófið að breyta
til og gera ykkar eigin útgáfu sem ykkur þykir
best.
Hérna kemur uppskrift að klassíkum góðum
sörum með venjulegri fyllingu og bailys fyll-
ingu.
Botnar
6 stk eggjahvítur
500 gr flórsykur
450 gr möndlumjöl
Krem
5 stk eggjarauður
250 gr smjör Mjúkt
200 gr flórsykur
3 msk kakóduft
50 ml bailys líkjör Val
400 gr Suðusúkkulaði til að hjúpa
Byrjið á að setja 6 stk eggjahvítur í skál og
þeytið þær þar til þær fara aðeins að freyða.
Bætið flórsykrinum saman við og hrærið fyrst í
um 1 mínútu á meðal hraða og setjið svo mik-
inn hraða í um 6 mínútur / þær eiga að verða
að nokkurskonar marengs.
Blandið möndlumjölinu saman við og hrærið
varlega með sleif, passið að blanda öllu vel
saman.
Leggið bökunarpappír á bökunarplötur og
myndið litlar kökur með deiginu, gott að miða
hverja köku við teskeið eða nota sprautupoka
og sleppa því að nota stút á hann.
Bakið við 165 gráðu hita í um 11-13 mínútur.
Takið úr ofninum og látið kólna.
Blandið saman eggjarauðum, mjúku smjöri
(mikilvægt að það sé mjúkt), flórsykrinum og
hrærið vel saman. Sigtið kakóduft út í blönd-
una og bætið einnig bailys saman við ef þið
viljið hafa það í kreminu.
Smyrjið kreminu á botnana og kælið.
Hjúpið næst kremið og kælið.
Marengs krans
Þennan mjúka marengs má útfæra á mismun-
andi vegu, til að mynda er hægt að hafa hann
svona eins og ég sýni hér á myndinni, einnig
er hægt að setja allskonar ber og ávext á milli
hæðanna nú eða kókosbollur svo eitthvað sé
neft. Látið hugann reika og töfrið fram fal-
legan og góðan hátíðareftirrétt !
4 stk eggjahvítur
2 dl sykur
1 tsk vanilludropar
1 peli rjómi
Askja af rifsberjum
150 gr after eight súkkulaði Brætt
Byrjið á að stífþeyta eggjahvíturnar og bætið
svo sykrinum rólega saman við í smá skömmt-
um.
Þegar sykurinn er uppleystur er vanillu-
dropunum bætt saman við og hrært varlega
í blöndunni.
Setjið marengsblönduna í sprautupoka, ég
nota krem stút frá Wilton 2D ( fæst í Hagkaup)
til þess að sprauta fallega tvo hringi jafna á
bökunarpappír. Mikilvægt er að hringirnir séu
jafnir áður en þeir bakast, því þeir leggjast svo
saman að lokum með rjómanum.
Bakið hringina í ofni við 150 gráður í um 45
mínútur, takið hringina úr ofninum og leyfið
þeim alveg að kólna og harðna aðeins í um
20 mínútur.
Leggið fyrri hringinn á kökudisk, sprautið
þeyttum rjóma á milli ásamt bræddu after
eight súkkulaði. Leggið seinni hringinn ofan
á, skreytið að ofan með rifsberjum og bræddu
after eight súkkulaði.
Geymið kökuna í kæli þangað til að hún er
borin fram.