Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Side 23
 AÐVENTAN 5DV 20. NÓVEMBER 2020 Jólagott Hérna kemur uppskrift af döðlugotti sem að ég ákvað að útfæra á jólalegan máta. 400 gr döðlur 250 gr smjör 125 gr púðursykur 2 bollar rice crispies 100 gr kókosflögur með karamellu og sjávar- salt (nýung frá H- berg) 100 gr trönuber 200 gr suðusúkkulaði til að hjúpa 30 gr kókosflögur krófar til að skreyta Gróft Maldon salt til að skreyta með Byrjið á því að skera dölurnar smátt. Setjið smjörið, döðlurnar og púðursykurinn saman í pott og blandið vel saman við vægan hita og þangað til að döðurnar eru farnar að mýkjast vel. Bætið rice crispies, trönuberjum og karamellu kókosflögum saman við blönduna. Blandan fer því næst í form með bökunarpapp- ír undir, þrýstið blöndunni vel niður í formið. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði, hellið yfir blönduna og stráið grófu salti og kókosflögum yfir súkkulaðið. Kælið, skerið niður í litla bita og berið fram. Jólaís með kaffi & After eight súkkulaði Þessi gamli góði klassíski heimagerði ís með kaffibragði & After eight súkkulaði. 500 ml rjómi 2 msk sykur 6 stk eggjarauður 1 tsk vanilludropar 5 msk kaffi 300 gr After Eight súkkulaði Byrjið á að þeyta rjóma og leggið til hliðar. Þeytið saman eggarauður og sykur, þannig blandan verður létt og ljós og blandið varlega saman við rjómann. Bætið vanilludropunum saman við ásamt kaffi, passið að kaffið sé kælt áður en því er bætt saman við. Saxið um 250gr After Eight súkkulaði og blandið varlega saman við rjómablönduna. Hellið í form og frystið í um 6-7 klst. Takið 50gr After Eight súkkulaði og bræðið yfir vatnsbaði, látið aðeins kólna. Takið ísinn úr frysti eftir 6-7 klst og hellið bræddu After Eight súkkulaði yfir hann. Njótið vel ! Jólaostakaka Þessi ostakaka sem inniheldur Bailey’s líkjör, ferskan appelsínusafa og börk, súkkulaði og kanil fullkomnar jólin að mínu mati. Bæði er hægt að útfæra ostakökuna í eitt stórt form eða setja hana í minni skalar eða glös. 260 gr hafrakex 60 gr smjör bráðið 400 gr rjómaostur 200 gr rjómi 100 gr flórsykur 50 ml Bailey’s 1 tsk kanill Safi úr ½ appelsínu Rifinn appelsínubörkur Fín saxað suðusúkkulaði Byrjið á því að setja hafrakex í matvinnsluvél og blandið saman við bráðið smjör. Þeytið rjóma, blandið saman við hann rjóma- osti, kanil, flórsykri. Hellið appelsínusafa og líkjörnum saman við. Saxið appelsínubörk og dreifið yfir með súkkulaðispænum. Ef þið setjið kökuna í eitt form er hafrakex- blandan sett á botninn, rjómablandan næst og að lokum er appelsínubörk og súkkulaði dreift yfir. Ef að setja á kökuna í skálar eða glös er flott að lagskipta kökunni þeas, hafra- kex, rjómablanda til skiptis og skreyta svo að lokum með appelsínuberki og súkkulaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.