Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Blaðsíða 24
6 AÐVENTAN 20. NÓVEMBER 2020 DV
Truflaðar vegan súkkulaði-
trufflur sem bráðna í munni
Matarbloggarinn og grænkerinn Þórdís Ólöf segir að leyndarmálið á bak við góðan
vegan-bakstur liggi einfaldlega bara í gleðinni og viljanum til að prófa sig áfram.
Þ órdís Ólöf Sigurjónsdóttir hefur verið grænkeri síðan 2016. Hún heldur úti vinsæla matarblogg-
inu Graenkerar.is og samnefndri In-
stagram-síðu.
Það er ekkert mál að njóta hátíðanna
og öllu því sem fylgir þó þú sért vegan.
Þú getur prófað þig áfram með nýjar
uppskriftir eða breytt gömlum upp-
skriftum svo þær séu vegan. Aðspurð
hvernig það er hægt, segir Þórdís að
það séu vanalega nokkur hráefni sem
þarf að skipta út til að „veganæsa“
uppskrift.
Prófaðu nýtt um jólin
„Nota má vegan smjör, vegan mjólk
og vegan rjóma í stað kúasmjörs,
kúamjólkur og kúarjóma. Eggjum
er almennt auðvelt að skipta út fyrir
banana, chia fræ eða hörfræjamjöl, en
ef uppskriftin kallar á þeyttar eggja-
hvítur er hægt að þeyta safann af
kjúklingabaunum í dós, en þannig má
til dæmis búa til vegan marengs. Svo
eru ýmis önnur hráefni sem koma á
óvart í bakstri og má til dæmis gera
súkkulaðikökur úr svartbaunum eða
sætum kartöflum. Nú orðið er hægt
að finna vegan útgáfur af langflestum
uppskriftum á netinu, en ég mæli líka
með að vera óhrædd við að prófa að
yfirfæra ykkar uppáhaldsuppskriftir
í vegan búning,“ segir hún.
„Flest höfum við alist upp við bakst-
ur sem kallaði á smjör, egg og mjólk,
en það er ekkert sem segir að það sé
rétta leiðin til að baka. Hvers vegna
ekki að prófa nýjar leiðir til að gera
sama hlutinn? Við sjálf, umhverfið og
dýrin njótum góðs af.“
Hvað finnst þér skemmtilegast að
baka í kringum hátíðarnar?
„Ég er mikið jólabarn og elska að baka
og elda fyrir jólin. Skemmtilegast
finnst mér að baka vegan sörur, en
ég nota þeyttan kjúklingabaunasafa í
botnana. Einnig er ég forfallinn súkku-
laðiaðdáandi og reyni að gera konfekt
fyrir hver jól, til að eiga og gefa. Í
lok nóvember sameinum við mamma
gjarnan krafta okkar og útbúum hnetu-
steik og vegan útgáfu af hangikjöti
fyrir jólin, en okkur finnst gott að vera
tímanlega í því,“ segir Þórdís. n
Guðrún Ósk
Guðjónsdóttir
gudrunosk@dv.is
Verið óhrædd að yfir-
færa ykkar uppáhalds-
uppskriftir í vegan
búning.
Vegan súkkulaðitrufflur
Truflaðar vegan súkkulaðitrufflur sem bráðna
í munninum. Frábærar til að eiga með kaffinu
yfir hátíðirnar, eða sem heimagerð jólagjöf
fyrir vini og ættingja. Í uppskriftina er notað
silken tófú sem er sérstök tegund af tófú og
gefur trufflunum silkimjúka áferð.
300 g suðusúkkulaði
100 g vegan smjör
1 dl kakósmjör má skipta út fyrir vegan smjör
300 g silken tófú Sérstök tegund af tófú sem
er mýkri en hefðbundið tófú
Salt eftir smekk
1 dl kakóduft
Bræðið suðusúkkulaði, vegan smjör og ka-
kósmjör í potti við vægan hita.
Setjið súkkulaðiblönduna í blandara ásamt
tófúinu og saltinu og blandið þar til silkimjúkt.
Setjið blönduna í lok-
að ílát og kælið inni í
ísskáp í 2-3 klst. eða
þar til blandan hefur
stífnað
Mótið litlar kúlur úr
blöndunni og veltið þeim
upp úr kakódufti. Raðið truffl-
unum í box og geymið í kæli eða
frysti.
Trufflurnar eru bestar ef þær hafa fengið að
mýkjast í smástund við stofuhita eftir að þær
eru teknar út úr kæli.
Prófið að bæta einu espresso-skoti út í blönd-
una fyrir dásamlegar súkkulaðitrufflur með
kaffibragði.
Þórdís Ólöf nýtur þess að baka og elda yfir hátíðirnar. MYND/SIGTRYGGUR ARI