Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Side 27
Uppáhaldsdrykk- urinn hennar Dom- inique frá Kom- bucha Iceland er glóaldinadrykkur- inn. Dominique er einnig afar hrifin af krækiber ja- dr y k k num f r á Kombucha Icel- and, en krækiberin gefa sæta, súra og beiska bragðtóna sem henni líka vel. KYNNING 9DV 20. NÓVEMBER 2020 E ftir að hafa búið í Noregi og Danmörku í tíu ár sneri Dom-inique aftur heim og tók þá ríkan þátt í að færa vínmenninguna á Íslandi upp á hærra plan. „Ég kom aftur árið 1993. Vínmarkaðurinn á Íslandi var að taka stakkaskiptum og það varð í raun alger sprenging. Stærsta breytingin var að veitinga- stöðum var nú heimilt að flytja inn vín án milligöngu ÁTVR. Því fórum við nokkur saman út í að stofna vínþjónasamtök á Íslandi,“ segir Dominique. Dominique hefur rekið Vínskólann í um 15 ár. „Skólann stofnaði ég vegna þess að menntunin sem þjónarnir fengu í þjónaskólanum dugði ekki á vínsviðinu. Um leið og þjónarnir voru orðnir vel að sér varð almenningur forvitinn og vildi fá fræðslu. Það fór því svo að ég bauð upp á námskeið fyrir almenning líka.“ Hreifst samstundis við fyrsta sopa Dominique hefur verið viðriðin vín- bransann í hartnær 20 ár og tekið að sér að þjálfa keppnislið í alþjóðlegum vínsmökkunarkeppnum. En þessi vínsérfræðingur ber ekki bara skyn- bragð á gott vín heldur er hún einnig hrifin af kombucha, þá sérstaklega af Glóaldin kombucha og Krækiberja kombucha frá íslenska fyrirtækinu Kombucha Iceland. „Ég man þegar ég smakkaði kom- bucha í fyrsta sinn fyrir um 3-4 árum á matarmarkaði í Hörpu. Manuel og Ragna voru að kynna vörurnar sínar frá Kombucha Iceland. Ég hafði smá heyrt af þessu tískufyrirbæri sem virtist vinsælt vestanhafs. Á þessum tíma var virkur hópur íslenskra fram- leiðenda að byrja ýmsa spennandi framleiðslu og þau Ragna og Manuel voru í þessum hópi með íslenskt kom- bucha. Þegar ég tók fyrsta sopann fann ég að þau voru alveg með þetta. Þetta var einstaklega vel gert hjá þeim og ég hreifst samstundis. Ég fann að þetta virkjaði bragðlaukana á skemmtilegan hátt. Manuel hljóp svo til mín hinum megin við kynningar- borðið, opnaði flösku með nýju bragði og beið fullur eftirvæntingar eftir að ég smakkaði nýja bragðið. Síðan þá hafa þau verið dugleg að leita til mín þegar þau þróa nýjar bragðtegundir.“ „Ég vil ekki ganga svo langt að segja að kombucha sé eins og vín, en get þó fullyrt að það séu ákveðnir samnefnarar. Líkt og vín þá virkjar kombucha frá Kombucha Iceland öll skynfærin. Þú drekkur það ekki bara með munninum heldur líka með augunum og nefinu. Sama gildir með sýrnina. Það verður að vera sýrni í víni til að jafnvægið rétt sé og það er eins í kombucha. Kombucha og vín eiga það líka sameiginlegt að það þarf að smakka nokkrum sinnum til þess að kunna að meta, og þegar það er komið þá er erfitt að snúa aftur. Sjálf trúi ég og tengi sterklega við allt sem er í nánd við mann, hvort sem það er matur, vín eða annað. Ég hef enga þörf á að sækja vín langar leiðir heldur vil ég helst að þetta komi úr moldinni sem maður stendur á. Ást og alúð í hverjum skammti Dominique Plédel Jónsson hefur starfað í vínbransanum í rúm 20 ár og er einn af frum- kvöðlum vínmenningar á Íslandi. Auk þess er hún mikil áhugamanneskja um kombucha. lifað án náttúrunnar og hún ver sig ekki gegn okkur. Því verðum við að hlúa að henni. Sjálf er ég langhrifnust af Glóaldin kombucha frá Kombucha Iceland. Drykkurinn er í súrari kantinum sem hentar mér vel, því ég sæki í súrt. Það er jafnvægi í bragðinu og ég elska líka nafnið, glóaldin. Einnig er ég hrifin af krækiberjadrykknum frá Kombucha Iceland. Bragðið er í fínu jafnvægi og krækiberin bjóða upp á flókna bragðpallettu af sætu, sýrni og beiskju.“ Getur ekki án þess verið Dominique segist hvorki vilja vera án kombucha né góðs súrdeigsbrauðs. „Ég sendist glöð milli bæjarhluta til þess að komast í bæði. Ég bý í Árbæ og hef nokkrum sinnum farið alla leið í Kópavog að ná mér í áfyllingu af kombucha. Sama gildir um uppáhalds- súrdeigsbrauðið, það gengur ekki hvað sem er á mínu heimili. Þetta snýst allt um að það sé ást og alúð í hverjum skammti og í hvert sinn sem ég fæ mér sopa af kombucha þá hugsa ég til Rögnu og Manuels. Því ég veit að þau framleiða drykkina sína af ein- lægni, metnaði og alúð.“ n Dominique Plédel Jónsson átti stóran þátt í að færa vínmenn- inguna á Íslandi upp á hærra stig á síðustu öld. Ásamt því að vera sér- fræðingur í víni þá er hún líka mikill aðdáandi kom- bucha frá Kom- bucha Iceland. MYND/SILJA RUT THORLACIUS Eftirfarandi aðilar í Reykjavík eru meðlimir í Kombucha Iceland-fjölskyldunni Krónan| Melabúðin| Fjarðarkaup| Heilsu- húsið| Matarbúðin Nándin| Brauð og co. og nú nýlega fáanlegt í Heimkaup. Einnig fæst Kombucha Iceland í BioBorgara| Kaffihúsi Vesturbæjar| Le Kock| Kaffi Laugalæk| Mr.Joy| Mamá| Te og Kaffi| Systrasamlaginu og á fleiri stöðum. Einnig eru nokkrir sölustaðir úti á landi: Vistvera á Selfossi| Ljómalind í Borgarnesi| Fisk kompaní á Akureyri| Hús handanna á Egilsstöðum og Kaja Organic á Akranesi. Kombucha frá þeim Rögnu og Manuel uppfyllir þessa nálgun því þetta er íslensk framleiðsla.“ Góð áhrif á heilsuna Dominique segir einnig forvitnilegt hvernig kombucha verður til. „Þetta er í raun gerjað te. Á meðan ég var í burtu frá Íslandi var mikið rætt á neikvæðum nótum um mansjúríu- sveppinn sem tröllreið öllu. Voru því margir fordómafullir í garð kom- bucha þegar það komst aftur í tísku. Ég missti sem betur fer af þessu tali og var fullkomlega fordómalaus þegar ég smakkaði kombucha fyrst. Svo hefur það komið á daginn að kombucha gerir mér afar gott hvað varðar heilsuna. Ég er með sykursýki og þarf að taka ýmis meðöl sem fara mörg hver illa með meltingarveginn. Eftir að ég byrjaði að neyta kom- bucha að staðaldri tók ég eftir því að meltingarvandamálin löguðust. Ég veit að ég er ekki ein um þetta og þetta er fullkomlega rökrétt, því það sem er gerjað með þessu móti, það fer vel í meltingarveginn, súrsað grænmeti, súrkál eða annað. Fyrri kynslóðir geymdu mat með þessu aðferðum og nutu góðs af gerlunum sem mynduðust við gerjun. Okkar kynslóð hefur smám saman gleymt þessu. Með því að taka þetta upp aftur komum við jafnvægi á kerfið okkar. Við uppfyllum eitthvað sem hefur vantað. Kombucha frá Kom- bucha Iceland uppfyllir þessa vöntun. Svo er þetta líka svo hentugt. Það er mun auðveldara að drekka tvö glös af kombucha á dag en að neyta heillar súrkálskrukku. Kombucha er ekkert töframeðal enda trúi ég ekki á slíkt. En það hefur raunveruleg áhrif. Það er líka ótrúlegt hvað kom- bucha býður upp á mikla fjölbreytni í bragði og öðru. Það hefur sýrnina en það er líka hægt að bragðbæta það með ávöxtum.“ Svalandi drykkur Dominique segist drekka kombucha allt árið, þó meira á sumrin. „Enda er þetta ofboðslega svalandi drykkur. Ætli ég drekki ekki svona tvö glös og upp í eina flösku á dag. Ég er með þrjár flöskur sem ég fylli á hjá ein- hverjum af þeim áfyllingarstöðum sem Kombucha Iceland býður uppá. Það hentar mér ágætlega því ég er alltaf að leita að leiðum til þess að huga að umhverfinu. Við getum ekki MYNDIR/DANI GUINDO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.