Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Blaðsíða 30
12 AÐVENTAN 20. NÓVEMBER 2020 DV 10 ráð til að komast í jólaskap 1 Haltu jólaboð – strax Þetta er ekki grín og það dugar að það sé einn gestur. Það sem verður að vera á boðstólum er jólatónlist, sparilegur klæðnaður, kerti, dúkur, jólaöl, piparkökur, flatbrauð með hangikjöti og konfekt. 2 Jólatónlist Gerðu jólalagalista á Spotify og leyfðu þér að hlusta á hann daglega. 3 Jólamynd Horfðu á jólamynd eða þátt. Nýtt efni hrúgast nú inn á efnisveiturnar. Love Actually og Home Alone standa svo alltaf fyrir sínu og norsku þættirnir Home for Christmas á Netflix eru æði. 4 Bakstur Bakaðu smákökur og drekktu ískalda mjólk. 5 Jólaljós Hengdu upp jólaljós. Meira er betra. 6 Föndur Föndur hvers konar er alltaf jólalegt. Hægt er að kaupa ýmsa föndurkassa til að gera sápur, kerti og bað­ bombur á urd.is eða grípa í eitthvað einfaldara og föndra jólamerkimiða. 7 Jólaskraut Keyptu þér eitt nýtt jólaskraut og stilltu því upp á góðan stað. 8 Ilmkerti Kveiktu á jólalegu ilm­ kerti eða kveiktu í kanilstöng og leggðu í eldfast mót. í Body Shop fást líka dásamlegir ilm­ olíubrennarar og dropar. 9 Keðjupakkaleikur Startaðu keðjupakka­ leik. Settu lítinn glaðning á tröppurnar hjá vini eða vinkonu og skoraðu á viðkom­ andi að gera það sama fyrir einhvern annan. 10 Góðgerðarmál Pakkaðu inn pakka og gefðu til góðgerðarmála. Jólabjór, mandarínur og piparkökur koma manni langt. MYND/TM GILBERt ÚRSMIÐUR LAUGAVEGUR 62, 101 RVK www.GILBERT.IS Sími: 551 4100 J S WA T C H C O . R E Y K J AV K ARC-TIC úr Með leðuról 29.900.- Úrvalið af úrum hefur aldrei verið meira og ættu flestir að geta fundið íslenskt úr við sitt hæfi en úrvalið má skoða á www.gilbert.is Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum við okkur í úrsmíði, hönnun og framleiðslu úra. Áratuga reynsla, metnaður og fagmennska. ARC-TIC úr Með STÁLÓL 34.900.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.