Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Page 34
RÉTTARGÆSLU MAÐUR HINNA LÁTNU Í byrjun febrúar árið 2004 bjó Þorgeir Jónsson, kafari í Neskaupstað, sig undir verkefni dagsins. Að kanna skemmdir á höfninni sem orðið höfðu eftir að skip rakst á bryggjuna í vonsku- veðri sem gengið hafði yfir dagana á undan. Á um sex metra dýpi blasti við Þorgeiri lík af manni sem vafið hafði verið í plast og keðjur. Áður en langt um leið og áður en sökudólgarnir fundust hafði rannsókn lögreglu leitt það í ljós að þrátt fyrir stungusár á líkama og hálsi væri ekki um morð að ræða og að maðurinn hefði verið að smygla fíkniefn- um. Þrír menn voru að lokum handteknir og sakfelldir í mál- inu. Ragnar Jónsson var einn þeirra er leiddu þennan sann- leik í ljós en í hátt í 30 ár hefur Ragnar starfað sem lögreglu- maður, þar af 23 sem rann- sóknarlögreglumaður. Á þeim árum hefur hann sérhæft sig í svokölluðum blóðferlum innan tæknideildar lögreglunnar, það er, rannsóknum á blóð- slettum á vettvangi glæpa. Ragnar er um margt óhefð- bundinn karakter í nútíma samfélagi. Þar sem hann sat á fyrirfram ákveðnum fundar- stað hans og blaðamanns var lítið sem gaf það til kynna að þarna væri á ferð maður sem hefur komið að rannsókn á svo til öllum þekktustu saka- málum landsins síðustu tvo áratugi. Að utan ber Ragnar þess öll einkenni að vera „einn af okkur“, sem unir sér best í fastri rútínu borgarmannsins. Svo er aldeilis ekki. Í umfjöllun Morgunblaðsins fyrir hálfum öðrum áratug var Ragnar sagður réttar- gæslumaður hinna látnu. Á það enn við í dag? „Já, ég held að við öll í lög- reglunni lítum svo á. Í hverri viku kemur upp andlátsmál sem lögregla þarf að bregðast við og það heldur manni á tánum að hugsa svoleiðis. Að maður sjái ekki endilega bara manneskju hreyfingarlausa, heldur fari beint í að skoða ummerkin, dó hún í þessari stellingu, eru lyf nálægt, eru ummerki um að einhver ann- ar hafi verið þarna? Þetta er okkar vinkill,“ segir Ragnar. Ást við fyrstu sýn Tæknideild lögreglu er ekki fjölmenn deild, og enn færri hafa af því atvinnu að skoða blóðslettur úr fórnarlömbum. Hvernig leiðir lífið mann á þann stað? Í tilfelli Ragnars virðast örlögin hafa ráðið för. Fljótlega eftir að hann hóf störf hjá lögreglunni var Ragnar kominn í ofbeldis- brotadeild og eftir rúm tvö ár þar bauðst honum að fara í tæknideildina. Þar innanborðs er sú regla höfð á að menn velji sér sérsvið. Haustið 2001 ákvað Ragnar að sækja sér aukna þekkingu í dauða- og sárarannsóknum á námskeiði í Bandaríkjunum. „Á því nám- skeiði kemur til okkar maður frá NCIS, rannsóknardeild hersins, og fer að tala um blóð- ferla og blóðslettur og kvaðst lesa hitt og þetta úr þeim og það var bara ást við fyrstu sýn,“ útskýrir Ragnar einlæg- lega. „Mér fannst það bara svo mikil áskorun. Þarna er eng- inn framburður vitna heldur bara blóðið og ummerkin sem verða að leiða mann áfram.“ Ragnar leitaði síðar í frekara nám í fræðunum og er nú stjórnarmaður í samtökum norrænna blóðferlasérfræð- inga. Blóðugur sannleikur Ragnar hefur síðan þá komið að allflestum morð- og ofbeld- ismálum sem komið hafa upp hér á landi. Í líkfundarmálinu til dæmis léku blóðferlarann- sóknir Ragnars lykilhlutverk. „Það var mjög sérstakt mál þar sem luminol-notkun í herbergi hins látna sýndi að hann hafði verið að kasta upp blóði, sem passaði við fram- burð vitna og sakborninga í málinu.“ Þrátt fyrir að gólfið hefði verið þvegið allt að 20 sinnum fundu Ragnar og koll- egar hans ummerki um blóð í íbúðinni í Furugrund, útskýrir hann. „Þarna voru parkett- fjalir og á milli þeirra hafði vatnsmengað blóð lekið niður. Þegar við notuðum svo lum- inol þá mynduðust bara línur undir ljósunum okkar sem líktust flugbraut. Við rifum svo upp parketið og fundum þar blóð úr Vaidasi, hinum látna.“ Þar var sá sannleikur leiddur í ljós að sakborningar myrtu ekki Vaidas. Það er einmitt þessi sannleiksleit sem heldur Ragnari við efnið. „Hvort sem sá sannleikur leið- ir til sakfellingar eða sýknu, viljum við varpa ljósi á hið rétta.“ Ragnar rifjar einnig upp Stórholtsmálið og bendir á að þá hafi þessi aðferðafræði lögreglu verið heldur ný hér á landi. Þar gátu rannsak- endur lögreglunnar sýnt með óyggjandi hætti að átök hefðu átt sér stað í íbúðinni og gátu þeir út frá blóðferlum ályktað hvernig dauða Sri Rhamawati bar að. „Við gátum þar sýnt hvar hún hlaut högg í herberg- inu í íbúð þeirra í Stórholti, og aftur staðfesti luminol-notkun að reynt hafði verið að þrífa blóðið.“ Vatnaskil fyrir Hæstarétti Enn sannaði þekking Ragn- ars á blóðferlum sig í Hring- brautarmálinu þegar maður var myrtur með slökkvitæki. Þar segir Ragnar þekkingu lögreglunnar á blóðferlum hafa leitt það í ljós að höggin hefðu verið nokkur og að þau hefðu komið á hlið. „Um- merkin leiddu okkur þarna áfram. Þetta voru þung högg og það voru blettir á veggjum en ekki á lofti svo höggin gátu ekki komið öðruvísi en á hlið. Manneskjan var blóðug, áhaldið var blóðugt, svo það skvettist blóð af áhaldinu á veggina. Sá grunaði kom með ýmsar skýringar á blóðslett- unum sem við gátum hrakið.“ Lögreglumaðurinn Ragnar Jónsson hefur vegna starfa sinna sem blóðferlasérfræðingur hjá Tæknideild lögreglunnar komið að mörgum af stærstu rannsóknum landsins undanfarin ár. Nú nýtir Ragnar reynslu sína í handritaskrif og reyn- ir fyrir sér í leiklistinni sem, ef ekki væri fyrir lögregluna, hefði getað orðið hans leið í lífinu. Heimir Hannesson heimir@dv.is 22 FÓKUS Tæk nidei ld l ö g r e g l u sinnir rann- sók num á sakamálum um allt land. U n n i ð a ð g r e i n i n g u blóðferla í sakamáli. Ragnar Jónsson er blóðferlasér- fræðingur hjá Tæknideild lögreglunnar. MYND/VALLI 20. NÓVEMBER 2020 DV MYND/AÐSEND MYND/AÐSEND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.