Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Side 36
BÆÐI ÓLÍKAR OG MARGSLUNGNAR Katla Ársælsdóttir heldur úti hlaðvarpinu Beðmál um bókmenntir. Henni finnst dásamlegt hvernig bækur virkja ímyndunaraflið. Flórída eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur Útgáfuár: 2017 Ljóðin í Flórída mynda eins konar sögu, af kynnum ljóðmælanda af fyrrum pönk-rokk-stjörnunni Flórída. Svo virðist sem eitthvað hafi komið fyrir Flórídu, því bráð- lega kemur í ljós að ljóðmælandi er í einhvers konar yfirheyrslu hjá manni sem nefnist Herr Fleischer. Undarlegt er að spyrja mennina eftir Nínu Björk Árnadóttur Útgáfuár: 1968 Árið 1965 kom út fyrsta ljóðabók Nínu Bjarkar, Ung ljóð, sem vakti mikla athygli og var fljótlega þýdd á dönsku. Undarlegt er að spyrja mennina var hennar önnur ljóða- bók. Auk fjölda ljóðabóka gaf hún út tvær skáldsögur og nokkur leik- rit. Nína Björk fékk ýmsar viður- kenningar fyrir skáldskap sinn og var borgarlistamaður í Reykjavík árið 1985. Sögur og ljóð eftir Ástu Sigurðardóttur Útgáfuár: 1985 Þetta er safn allra smásagna sem vitað er til að Ásta hafi að fullu lokið við, auk úrvals ljóða hennar. Sögurnar eru enn ferskar og ögr- andi eins og þær voru þegar þær komu fyrst út snemma á sjötta áratugnum. Þær voru gríðarlega mikilvægar fyrir þróun íslenskrar sagnagerðar í átt að módernisma og ekki síður fyrir aukinn hlut kvenna í rithöfundastétt. Wuthering Heights eftir Emily Brontë Útgáfuár: 1847 Bókin Wuthering Heights eftir Em- ily Brontë kom út í íslenskri þýðingu Sigurlaugar Björnsdóttur árið 1951 og nefndist þá Fýkur yfir hæðir. Í nýrri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur frá 2006 heitir hún hins vegar það sama og á frummálinu. Þetta er ein frægasta ástar- og örlagasaga allra tíma. Bókin fjallar um ungan og fátækan pilt, Heath- cliff, sem er tekinn í vist af hinni ríku Earnsworth-fjölskyldu. Á milli hans og heimasætunnar, Catherine, myndast brátt náinn vinskapur sem á eftir að þróast í ástarsamand með ófyrirsjáanlegum og alvarlegum af- leiðingum. Tímaþjófurinn eftir Steinunni Sigurðardóttur Útgáfuár: 1986 Alda er glæsileg nútímakona, tungumálakennari við Mennta- skólann í Reykjavík. Hún er af góðum ættum og býr einhleyp við ágætan efnahag. Líf hennar virð- ist í traustum skorðum þar til ástir takast með henni og einum sam- kennara hennar. Samband þeirra gerbreytir lífi hennar og verður að lokum sá tímaþjófur sem ekkert fær við ráðið. 24 FÓKUS K atla Ársælsdóttir byrj-aði nýverið með hlað-varpsþættina Beðmál um bókmenntir sem fjalla, eins og nafnið gefur til kynna, um bókmenntir. „Við leggjum áherslu á fjölbreytilega um- ræðu um heim bókmennta og viljum sýna fram á hvað bæk- ur geta verið ólíkar og marg- slungnar. Umfjöllunarefnin eru af alls konar toga, allt frá sjálfshjálparbókmenntum til klassískra verka Jane Austen. Við skoðum einnig muninn á bókum og kvikmyndaaðlög- unum, tökum viðtöl við ólíkt fólk og kynnum okkur bók- menntastefnur sem við höfum ef til vill ekki skoðað áður.“ Katla nemur bókmennta- fræði við Háskóla Íslands en er auk þess blaðamaður á Stúdentablaðinu og oddviti Hugvísindasviðs í Stúdenta- ráði Háskóla Íslands. Hún segir að það fallega við bókmenntir sé hvernig þær draga lesanda inn í alls konar heima. „Það eru ólíkir þættir bóka sem geta heillað hvern og einn, hvort sem það er ritstíll höfunda, lýsingar á umhverfi og því um líkt. Bækur virkja ímyndunar- aflið á einstakan máta. Tveir aðilar geta lesið sömu bókina en sögusviðið sem þau ímynda sér getur verið af mjög ólík- um toga. Mér þykir það ótrú- lega fallegt og í raun frekar magnað, að reynsluheimur hvers og eins hefur áhrif á ímyndunaraflið og þar af leið- andi á lestur textans. Það er líka eitthvað svo yndislegt við þá tilfinningu að lesa bók sem erfitt er að leggja frá sér,“ segir hún. n Umsögn: Með prósaljóðum og söguljóðum segir Bergþóra sögu tveggja kvenna í bókinni. Frásögn- in er bæði drungaleg og falleg en hún heldur lesanda vel við efnið. Umsögn: Að mínu mati er Nína Björk Árnadóttir eitt vanmetn asta skáld Íslands. Ljóð hennar eru oft persónuleg og hún er óhrædd við að lýsa tilfinningum ljóðmælanda með sterkum lýsingum. Nína lýsir samskiptum kynjanna, ást og girnd. Umsögn: Umfjöllunarefni Ástu eru ólík þeim hefðbundnu um- ræðuefnum sem sjást hjá öðrum skáldum á ritunartímanum, sér í lagi kvenna. Sögurnar og ljóðin eru djörf og oft óþægileg. Þessi bók heillaði mig gífurlega. Umsögn: Þessi ástarsaga eftir Emily Brontë er bæði drungaleg og spennandi. Það er auðvelt að hrífast með í frásögninni, einna helst með ástarsambandi Heath- cliffs og Cathy. Umsögn: Hér á ferð er ljóðrænn tilfinningarússíbani um óendur- goldna ást. Þessi bók er algjör- lega einstök að mínu mati. Ég fæ ekki nóg af henni. Enda tala ég um fátt annað en hvað ég dýrka þessa bók mikið. Katla Ársælsdóttir fjallar jafnt um sjálfshjálparbækur og klassísk verk í nýjum hlaðvarpsþáttum. MYND/VALLI 20. NÓVEMBER 2020 DV Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.