Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Page 45

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Page 45
Þ essa vikuna er spáð fyrir Arnaldi Ind-riðasyni metsölurithöfundi okkar Ís-lendinga. Hans nýjasta bók heitir Þagnarmúr, sem vert er að kynna sér nánar. Arnaldur er fæddur 28. janúar, sem gerir hann að Vatnsbera. Við fræðumst hér nánar um persónuleika þeirra. Vatnsberinn er alltaf skemmtilega skrítinn og ófeiminn við að vera hann sjálfur, hann fer ekki endilega hefð- bundnar leiðir. Ég persónulega hugsa alltaf um myndina Hárið þegar ég hugsa til Vatnsberans, en þeir eru alltaf innst við hjartað tréknúsarar sem er annt um jörðina, frelsið og réttlætið. Þeir eru sagðir vera framsæknir, sjálfstæðir, greindir og hugsjónaríkir. Helstu gallar gætu verið óþolinmæði og þeir gætu glímt við skap- sveiflur af og til. Þristur í stöfum Framfarir | Útrás | Framsýni | Tækifæri erlendis Plön og breytingar, plön og breytingar. Við verðum að segja það í tvígang því spilið segir það svo sterkt. Þú veist hvert þú stefnir og þú veist hvernig þú ætlar þang- að, spennandi og nauðsynlegar breytingar fram undan. Ég sé þig losa til, hreyfa við munum, þannig að mér finnst líklegt að flutningar séu í kortunum og þú átt ófáa kassa og bækur. Breytingar eru svo hollar, þær hrista upp í orkunni og bjóða nýjum spennandi tímum inn um dyrnar. Maður sér oft ekki fyrir fram hvað lítil ákvörðun um ein- hvers konar breytingar gera mikið fyrir mann, einnig sér maður ekki fyrr en eftir á að maður var jafnvel staðnaður á þeim stað sem maður var á, áður en þessar breytingar komu. Páfinn Andleg viska | Trúarskoðanir | Samræmi | Hefð Kortin segja að þú sért korter frá því að fara í svokall- aða ayahuasca kakó-seremóníu, einhver andleg ferð er væntanleg hvort sem þetta ferðalag er með aðstoð suður-amerískra plantna eða bara innra ferðalag sem þú kemst í með hugleiðslu og náttúru Íslands. En ferðalag engu að síður. Okkur öllum hefur þetta ár kennt ýmis- legt og sett hlutina í samhengi. Við virðumst, mörg okkar, opnari fyrir því að skoða mátt hugans og töfra heimsins. Skilaboð frá spákonunni Ef þú ert búinn að bíða eftir svari þá er svarið „JÁ“. Láttu vaða. STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Arnaldur Indriðason SVONA EIGA ÞAU SAMAN Vikan 20.11. – 26.11. Andlegt ferðalag Sjónvarpsstjarna og auglýsingahönnuður MYND/SIGTRYGGUR ARI stjörnurnarSPÁÐ Í S jónvarpsstjarnan og handritahöfundur-inn Björg Magnúsdóttir er komin í sam-band með Tryggva Þór Hilmarssyni aug- lýsingahönnuði hjá Aton JL. En hvernig ætli þau eigi saman ef litið er til stjörnumerkjanna? Tryggvi Þór er Vog og Björg er Hrútur. Þetta eru afar ólík merki. Vogin er óákveðin og vill að hlutirnir séu í fullkomnu jafnvægi, á meðan hrúturinn er ákveðinn og öruggur í öllu sem hann gerir. Pörun Hrútsins og Vogarinnar minnir á par í rómantískri gamanmynd, sem byrjar á því að þola ekki hvort annað en endar með að elska hvort annað svo mikið að þau eru tilbúin að öskra það af fjallstindi. Þetta er tælandi pörun, merkin eru svo andstæð að það er eiginlega fullkomið. Vogin heillast af sjálfsöryggi Hrúts- ins og fær þaðan kjark. Hrúturinn lærir af glöggu Voginni, sem gefur alltaf svo góð ráð. Bæði merkin eru rómantísk. Þau sjá bæði fegurðina í lífinu og staldra bæði við þegar þau sjá fallegt sólsetur eða nýfallinn snjó. n Björg Magnúsdóttir Hrútur 9. apríl 1985 n Hugrökk n Ákveðin n Örugg n Áhugasöm n Óþolinmóð n Skapstór Tryggvi Þór Hilmarsson Vog 25. september 1981 n Málamiðlari n Samstarfsfús n Örlátur n Félagsvera n Óákveðinn n Forðast deilur MYND/SAMSETT Hvað kaupir þitt merki á svörtum föstudegi? Hrútur 21.03. – 19.04. Þú ert venjulega frekar hagsýnn og raunsær en það þarf bara örfá rauðvínsglös og þú ert búinn að panta silkifjaðraslopp fyrir þig og systur þína, sinn í hvorum litn um! Öll rök fljúga út um glugg ann og tilhlökkunin til að fá tilkynningu um póstsendingu lífgar upp á vikuna. Naut 20.04. – 20.05. Einhleypt eður ei þá nýttir þú þér afsláttinn á einhleypa deginum til þess að kaupa þér nýjasta og heitasta kynlífstækið. Aðeins of margir takkar en þú er spennt engu að síður. En þessi kaup duga þér í bili þannig að þú kaupir líklega ekkert á næstu útsölu. Tvíburi 21.05. – 21.06. Tvíburinn nennir aldrei sérstak- lega að pæla í peningum og á þar af leiðandi alltaf meira í huganum en í raun og veru. Hann kaupir því oft allt sem hann langar í og pælir lítið í að næla sér í einhvern afslátt. Tvíburinn mun kaupa sér einhvern óþarfa daginn eftir „Black friday.“ Krabbi 22.06. – 22.07. Elsku Krabbinn er svo mikill kósý krútthaus. Hann á pottþétt eftir að kaupa sér einhvern dekurpakka eða nýja sæng og kodda. Og þessi koddi mun gleðja þig meira en nokkuð annað. Það er yndislegt hvað þú ert nægjusamur. Ljón 23.07. – 22.08. Ljónið vill alltaf skapa góða stemningu. Ef þú kaupir ekki „lava“ lampa þá áttu eftir að kaupa þér skjávarpa eða ljós sem skiptir um lit eða jafnvel lítinn arinn. Eitthvað sem skapar stemningu og eitthvað sem þú hlakkar til að sýna gestum. Meyja 23.08. – 22.09. Meyjan er ágætlega nísk á sjálfa sig en ef það hefur eitthvað að gera með praktík þá er hún sko alveg til. Þú átt pottþétt eftir að kaupa þér löngu fram í tímann dagbók fyrir 2021 og einhverja skrítna skipu- lagseiningu sem þér einni er lagið. Litakóðað enn þá betra! Vog 23.09. – 22.10. Þú hefur þörf til að réttlæta kaupin þín því þú ert mikill safnari og elsk- ar smámuni. Sem betur fer er mikil nostalgía í þér og því kaupir þú þér sjaldan eitthvað nýtt og það er ekki oft sem nytjamarkaðir taka þátt í „svörtum föstudegi“ þannig að þú eyðir ekki miklu þessa vikuna. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Sporðdrekinn býr yfir miklum klassa. Hann kann að meta vand- aða hluti hvort sem hann hefur efni á þeim eða ekki. Hann elskar fín ilmvötn, kavíar og kampavín. Spá- konan spáir því að Sporðdrekinn kaupi sér merkjavöru þessa vikuna. Bogmaður 22.11. – 21.12. Það er mikil hætta á ferð þegar Bog maðurinn heyrir „Útsala!“ Hann er bisness gúrú sem vill mikið fyrir lítið og elskar að gefa gjafir. Fallegar og skrítnar gjafir vekja áhuga hans. Hann mun sannarlega eyða miklu þessa vikuna. Steingeit 22.12. – 19.01. Líkt og Sporðdrekinn þá kann Steingeitin að meta fallega merkja- vöru en hún er þó mjög nægjusöm og líklegri til að eyða í húmor eða vini sína. Við spáum því að Stein- geitin kaupi sér fullorðins samfellur fyrir sig og sína. Eitthvað mjög ópraktískt en þó fyndið. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Vatnsberinn kann best að hugsa vel um sjálfan sig og dekra við sig. Þú átt eftir að kaupa þér baðbombur og andlitsmaska sem er smá í andstöðu við umhverfis- verndina sem þú berst mikið fyrir. En æ, maður má stundum leyfa sér… Fiskur 19.02. – 20.03. Fiskurinn er nægjusamur en það er samt margt á óskalistanum því hann er líka fagurkeri og vill hafa fínt og eiga fína hluti. Ólíkt Vatns- beranum þá er hann þó sannur um- hverfissinni (haha, ekki móðgast Vatnsberi góður) og á eftir að gera samviskusamleg kaup. Ás í stöfum Innblástur | Ný tækifæri | Vöxtur | Möguleiki Við erum heila ævi að læra um okkur sjálf, það er merking lífsins, þessi stöðuga þróun. Þegar við leyfum okkur að þroskast og áttum okkur á því að við erum sífellt að læra og breytast þá opnast fyrir okkur ýmsar dyr. Með þessum breytingum sem eru í vændum hjá þér, kemur nýr inn- blástur sem mun skapa af sjálfu sér samstarf og ný tæki- færi. Það er sannarlega eitthvað að hlakka til. FÓKUS 33DV 20. NÓVEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.