Fjölrit RALA - 10.09.1978, Side 6

Fjölrit RALA - 10.09.1978, Side 6
2. Eftir þessa forkönnun voru síðan hafnar uppþurrkunarframkvæmdir. Voru um haustið grafnir með skurðgröfu tveir opnir framræsluskurðir eftir endilöngum mýrarslökkunum beggja vegna holtsins, sem er í miðri mýrinni. En mýrin þarf að þorna nokkuð, til þess að unnt sé að grafa í hana fyrirhuguð þverræsi. Verður nú reynt að fylgjast með áhrifum uppþurrkunar, og er með því hafinn nýr þáttur í rannsóknum á vistfræði mýrarinnar. 3. Starfsfólk. Yfirumsjón með rannsóknum þessum hafði dr. Sturla Friðriksson. Við athuganir störfuðu tveir líffræðingar, Árni Bragason og Guðmundur Halldórsson. Auk þess tóku ýmsir aðilar þátt í rannsóknum, svo sem getið er x fundargerð. Kristbjörn Egilsson líffræðingur greindi mosa mýrarinnar. Jón Snæbjörnsson, bústjóri á Hesti aðstoðaði við töku vatnssýna og Derek Mundell gerði efnagreiningar á vatnssýnum. 4. Fundargerð samstarfsnefndar Keldnaholti 5. 10. 1977. Fundarefni: Vistfræðiathuganir RALA. Fundarmenn: Frá Búnaðarfélagi íslands: Björn Björnsson, Haraldur Árnason, öttar Geirsson. Frá Bændaskólanum á Hvanneyri: Árni Snæbjörnsson. Frá Landgræðslu ríkisins: Stefán Sigfússon. Frá Náttúrufræðistofnun íslands: Eyþór Einarsson. Frá Veðurstofu Islands: Flosi Sigurðsson.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.