Fjölrit RALA - 20.05.1988, Blaðsíða 10

Fjölrit RALA - 20.05.1988, Blaðsíða 10
4 misjafnt eftir tegundum. Sérstaklega má nefna fólasín og B6 vítamín, en neyslukannanir sýna að hætt er við skorti á þessum efnum. Áhrif ggymglu á nsring^rgildi Rýrnun á næringargildi verður fyrst og fremst vegna vítamíntaps. Vatnstap getur orðið nokkuð og hefur það áhrif á aðra efnisþætti. Júlíus Sigurjónsson rannsakaði C vítamin í íslenskum kartöflum á árunum 1945- 49 (4). Við geymslu rýrnaði C vítamínið ört í byrjun. Eftir tvo mánuði var aðeins 50% af C vítamíninu eftir. Á næstu 6 mánuðum eyddist vítamínið svo hægt, að öll lækkunin á þeim tíma var ekki nema 30-35%. í danskri rannsókn kom í ljós að 50% af C vítamíni í kartöflum tapaðist við geymslu í fimm mánuði (2). Óverulegt tap varð á næstu tveimur mánuðum. Vatnstap varð nokkurt og leiddi það til þess að mælanleg aukning varð á magni stöðugustu efnisþáttanna eins og steinefna. Einnig hefur orðið vart við það að fólasín tapist við geymslu á kartöflum, en B1 vítamín virðist vera stöðugra (2). Áhrif matrejMa.jLnarjngargildi Matreiðsla hefur veruleg áhrif á næringargildi garðávaxta. Töp á vitamínum og steinefnum geta verið veruleg, einkum þegar um er að ræða blaðgrænmeti. Samkvæmt mælingum Júlíusar Sigurjónssonar rýrnar C vítamín í flysjuðum kartöflum um 20% við suðu (4). Rýrnun við suðu á rófum var 15% en um 50% við suðu á káli. Þættir sem hafa áhrif á efnainnihald earðávaxta Fjölmargir þættir hafa áhrif á efnainnihald garðávaxta meðan á ræktun stendur. Nefna má afbrigði og vaxtarskilyrði (hitastig, úrkoma, birta, jarðvegur og áburðarnotkun). Júlíus Sigurjónsson komst að því að C vítamín í íslenskum kartöflum var mjög breytilegt eftir afbrigðum (4). Uppskerutími getur haft áhrif á efnainnihald kartaflna (5,6,12). Kartðflur sem teknar eru upp snemma innihalda meira C vítamín en þær sem teknar eru upp síðar (5,6). Gerð jarðvegs getur haft nokkur áhrif á efnainnihald kartaflna (6). í tilraunum með kartöflur hefur komið fram að þurrefni hefur Iækkað með auknum köfnunarefnisáburði (7). Hlutfall nítrats og próteins af þurrefni hefur þá hækkað. Með aukinni köfnunarefnisnotkun dregur úr C vítamíninnihaldi kartaflna (5,6). Talið er að notkun plöntulyfja geti haft veruleg áhrif á magn næringarefna í garðávöxtum. í danskri athugun á áhrifum plöntulyfja á efnainnihald kartaflna, kom í ljós að áhrifin voru óveruleg (13). Leifar plöntulyfja í kartöflunum voru óverulegar. Ekkert benti til að kartöflur ræktaðar án plöntulyfja væru hollari eða innihéldu meira magn næringarefna en aðrar kartöflur. f danskri rannsókn á efnainnihaldi kartaflna fengust eftirfarandi niðurstöður: Marktækur munur var á magni nokkurra næringarefna eftir afbrigðum. Þegar reiknað var magn næringarefna í þurrefni varð munurinn ekki lengur marktækur. Marktækur munur var á magni flestra efnanna eftir ræktunarstað. Veðurskilyrði höfðu mikil áhrif, en áhrifin voru mismikil eftir afbrigðum (2).

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.