Fjölrit RALA - 20.05.1988, Blaðsíða 13

Fjölrit RALA - 20.05.1988, Blaðsíða 13
7 4. ATHUGUN Á EFNAINNIHALPI ÍSLENSKRA GARÐÁVAXTA 1987 Skipulagning og svnataka Markmiðið var að fá yfirlit yfir dæmigerða efnasamsetningu íslenskra garðávaxta þegar þeir koma á borð neytenda. Sýnin voru því tekin í dreifingastöðvum. Ráðgert var að taka um sex sýni af mikilvægustu garðávöxtunum. Af kartöflum voru þó tekin fleiri sýni. Þau komu frá þremur helstu kartöfluræktarsvæðunum: Þykkvabæ, sveitum á Suðurlandsundirlendi og Eyjafirði. Tilviljun réð þvi hvaða framleiðendur lentu I úrtakinu. Ef um allnokkur sýni er að ræða, má fá með þessu móti ágæta mynd af efnainnihaldi viðkomandi tegundar. Kartöflusýni voru fengin frá Ágæti, Þykkvabæjarkartöflum og Guðbrandi Jóhannssyni, matsmanni, í Eyjafirði. Önnur sýni voru tekin í dreifingarstöð Sölufélags garðyrkjumanna. Nöfn framleiðenda voru alltaf skráð og má sjá númer þeirra í l.töflu. Sýnin voru tekin á tímabilinu frá september til október 1987. Að auki voru tekin nokkur sýni í júlí. Samtals voru efnagreind 79 sýni. Sýnin voru höfð stór þar sem efnasamsetning getur verið breytileg eftir plöntuhlutum. í 2. töflu eru gefnar nánari upplýsingar um sýnin. Á RALA voru sýnin vigtuð. Garðávextirnir voru snyrtir í samræmi við það sem tíðkast hjá neytendum. Afskurðurinn var loks vigtaður. Sýnin voru skoluð rækilega með köldu vatni. Fyrir kál var þó látið duga að skola ystu blöðin. Garðávextirnir voru þerraðir eða látnir þorna. Síðan voru þeir skornir í bita. Bitunum var blandað saman i skál til að fá nokkuð einsleitt sýni. Tekið var sýni til mælinga á C vítamíni. Það var vigtað í dós með meta-fosfórsýru og síðan fryst. Afgangurinn af bitunum var gerður einsleitur í kvörn. Loks var maukið fryst í tveimur álbökkum og nokkrum plastdósum. Sýni í álbökkum voru frostþurrkuð í tvo sólarhringa. Að því loknu voru þau strax vigtuð og möluð í kvörn. Þurrkuð sýni voru geymd í ílátum með þurrkefni til að hindra upptöku vatns. Mælingar voru gerðar á þurrkuðum sýnum. Leiðrétt var fyrir vatni, en allar niðurstöður eru miðaðar við upprunaleg sýni (ferskvigt). Mæliaðferðir Vatn var ákvarðað með frostþurrkun. Frostþurrkunin var borin saman við ofnþurrkun og fengust nánast sömu niðurstöður með báðum aðferðum. Prótein var mælt með Kjeltec AutoAnalyzer eins og áður (23). Próteinfaktorinn 6,25 var notaður fyrir öll sýni. Gott samræmi fékkst þegar mælingar voru endurteknar. C vitamín. Eingöngu askorbinsýra var mæld. Aðferðinni hefur áður verið lýst (23). Aska oe steinefni. Askað var við 550°C og var askan leyst upp í þynntri saltpéturssýru. Mælingar á kalki, magníum og zinki voru gerðar með atómgleypnimæli, en mælingar á natríum og kalíum voru gerðar með ljóslogamæli. Fosfórmæling byggðist á litmælingu (23). Nítrat oe nítrít. Notuð var aðferð Technicon fyrir AutoAnalyzer II. Sýni voru undirbúin með því að hita þau við um 100°C í eina klukkustund. Notuð var hitunarblokk ásamt sérstökum 250 ml suðuglösum. Síað var gegnum Whatman nr. I síupappír i 100 ml plastglös. Síuvökvinn var geymdur í frysti þar til mæling fór fram. Aðferðinni er nánar lýst á aðferðablöðum frá Technicon (24). Ein mæling var

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.