Fjölrit RALA - 06.06.1998, Blaðsíða 33
23
Kalrannsóknir 1997
Pottatilraun.
Vorið 1997 voru kalskemmdir víða á Norðausturlandi. Var því farið vítt og breitt um
Þingeyjarsýslur og Eyjafjarðarsýslu við mat á kalskemmdum og teknir hnausar um 20 sm í þvermál
og 7 sm þykkir. Voru teknir tveir hnausar úr hverju túni, annar úr kalskellu og hinn úr ókölnum
bletti í næsta nágrenni, samtals 34 hnausar af 17 bæjum, 7 í Norður-Þingeyjarsýslu, 4 í Suður-
Þingeyjarsýslu og 6 í Eyjafjarðarsýslu. Auk þess voru á Möðruvöllum teknir þrír hnausar úr lifandi
blettum af misgömlum túnum. Tekið var skolvatn af hnausunum á rannsóknarstofu, þannig að 600
ml af vatni var hellt yfir hnausana á sigti og var þessum vökva síðan hellt fjórum sinnum yfir
hnausana og vökvinn notaður í eiturefnarannsókn. Vora hnausamir síðan settir í potta, líkt eftir
ísáningu og í hvem pott sáð 5 vallarfoxgrasfræjum. Pottamir vora hafðir innandyra undir ljósi og
þeir vökvaðir. Reynt var að fylgjast með vexti nýgræðings, en mjög erfitt reyndist að sjá nokkum
vöxt. Um haustið, 18. september, vora pottamir settir út, og verður fylgst með nýgræðingnum næsta
sumar. Mat á náttúralegu gróðurfari hnausanna 34 var eftirfarandi:
Hula, %
Ókalinn blettur Kalinn blettur
Vallarfoxgras 15
Vallarsveifgras 72 7
Túnvingull 3
Háliðagras 2
Varpasveifgras 5 36
Haugarfi 3 9
Lækjargrýta 6
Mosi 1
Eyða 41
Vaxtartregðuefni
Rannsókn á vaxtartregðuefnum í skolvatninu var gerð í Noregi (Plantevemet - Planteforsk, Ás) með
„Bioassay“-aðferð. Vora metin áhrif á hreðku. Notuð vora 20 hreðkufræ í 4 samsýnum af skol-
vatninu. Er vöxturinn metinn sem hlutdeild vaxtar samanborið við vöxt í vatni. Að meðaltali var
vöxtur 82% í ókölnum blettum en 76% í þeim kölnu. Á þremur túnum á Möðravöllum var vöxtur að
meðaltali 81%. Afgangur skolvatnsins verður notaður til að reyna að greina hver þessi
vaxtarhindrandi efnasambönd era.