Fjölrit RALA - 06.06.1998, Blaðsíða 49
39
Landgræðsla 1997
A Öxnadalsheiði.
Tilraunin var metin og borið á 2. júní og aftur metin 13. sept. Um vorið var metin þekja og
kal. Vel var orðið grænt. Sennilega hefur kal farið eitthvað eftir legu, a.m.k. var það misjafnt
hjá sama yrki. Frostlyfting var nokkur, t.d. í túnvingulsyrkjunum nr. 12 og 14, en var ekki
metin. Ágætt samræmi er í mati á þekju að vori og hausti og því er meðaltal látið nægja. Hjá
16 yrkjum hækkaði mati frá vori til hausts um 1,11 að meðaltali (0,7 til 1,3), en hjá nr. 1 og 15
hækkaði það um 2,0 og hjá 18 um 2,3.
Um haustið setti það mjög svip sinn á tilraunina að mikið gras var á sumum reitum og
jafnframt mikill puntur. Þessir reitir virtust jafnframt lítið eða ekki bitnir. Reitir, sem mikið
voru bitnir, voru með lítinn punt. Ætla má að reitir sem spruttu snemma hafi verið lítið bitnir.
Einkum vom það sauðvingulsreitir. Einkunnir (0-5) vom gefnar fyrir punt og beit og enn
fremur sprettu. Mat á punti og beit virðist endurspegla það sama, en matið á punti er ömggara
og mat á sprettu virðist bæta litlu við svo að látið er nægja að sýna mat á punti. Helst er þess
að geta að þau tvö yrki, 8 og 10, sem em með minnsta þekju em með lítinn punt, en samt ekki
bitin vemlega umffam meðallag, og spretta var lítil hjá nr. 11 miðað við mat á punti og beit.
Meðaleinkunn fyrir beit er 2,5, lægst 0,0, hjá yrki nr. 7 sem fékk einkunnina 5 fyrir punt og
0,7 hjá nr. 2, einnig er athyglisvert að nr. 14 (Leik) fær 4,7 fyrir beit, en aðrar einkunnir em frá
1,3 til 3,7.
/ Hörgárdal
í þessari tilraun heppnaðist aðeins sáning í einni af þremur endurtekningum. Ekki var borið á
1997 en reitir skoðaðir. Puntur var mikill um haustið og ekkert bitið. Góðurþekja hefur aukist,
en ekki þykir tilefni til að sýna niðurstöður mats.
Á Brúnastöðum
Tilraunin var metin og borið á 3. júní og aftur metin 12. sept. Aðeins þekja var metin. Reitimir
em illa grónir og gróðurinn í toppum, moldin laus og vindrof áberandi í reitum sem hallar
niður á árbakkann. Beit er nokkur, einkum á reitum sem em í túnjaðri, hross að vetri, kýr að
sumri.
Samkvæmt mati hefur þekja sauðvinguls vaxið frá hausti 1996 til vors 1997, nema
helst á nr. 8, 9, og 19, og hún hefur vaxið áfram til hausts. Þekja túnvinguls óx hins vegar nær
ekkert milli ára, en svipað frá vori til hausts og hjá sauðvingli eða litlu minna. Þekja
beringspunts minnkaði samkvæmt mati frá hausti til vors, en þekja snarrótar óx. Mismunur
beringspuntsyrkja hefur farið vaxandi frá fyrsta mati. Ekki er ljóst hvort undanhald Norcoast
er vegna beitarinnar. Hins vegar hefur mismunur snarrótaryrkja horfið. Puntur var á túnvingli
og nr. 11 gulnaður.
Við Stangarlœk
Tilraunin var metin og borið á 27. maí og aftur metin 18. sept. Nokkurt kal var í nokkmm
reitum í lægð sem er í hluta af tveimur blokkum. Auk þess var kal í einum reit annars staðar.
Frostlyfting var vemleg og var metin (0-4). Mat á þekju hækkaði yfirleitt frá hausti til vors,
nema þar sem frostlyftingin var mest, og hún hækkaði því meir sem frostlyftingin var minni.
Um vorið var snarrót orðin vel græn og eitthvað af túnvingli. Um haustið vom reitir snöggir
og puntur ýmist strjáll eða enginn, væntanlega vegna stöðugrar hrossabeitar. Beringspuntur
var tiltölulega loðinn en þó mikið bitinn og töluvert rifinn upp, ljós eða gulur. Þekja af
túnvingli var jafnari en af sauðvingli, en hann var gisnari. Tilraunin var nokkuð litskrúðug yfir
að líta. Livina (nr. 2) var með litbrigði yfir í blátt og tiltölulega loðinn. VáFol (nr. 7) var
rauðleitur. Leik (nr. 14) var sölnaður.