Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Side 11
ég var búinn að mennta mig í – til að vinna með pitsur og það reyndist gott skref. Síðan hætti ég í pitsunum og fór að vinna í húsgögnum og það var líka gott skref. Svo maður á ekki að vera hræddur við hið ókunnuga.“ Spaðinn opnaður í COVID Þórarinn sagði því skilið við IKEA og í vor opnaði hann Spaðann á Dalvegi í Kópavogi og stendur til að opna annan stað fljótlega í Hafnarfirði. „Nú er það þannig að flest okkar eiga minni peninga heldur en við viljum. Það á við um nánast alla. Mér hefur þótt það rosalega mikill galli að menn þurfi bókstaflega að hugsa sig alvarlega um áður en þeir fara inn á veitinga- stað með fjölskylduna, bara ómerkilegan veitingastað til að seðja hungrið, að það kosti nánast það sama og að fylla bílinn af bensíni. Ég ætla að gera þetta á rétt- an hátt. Ég ætla að gera þetta með því að stofna til langtíma- sambands við fólk þar sem fólk kemur og er sátt við það sem það fær. Ég ætla ekki að segja neinum að ég sé bestur, ég ætla að segja þeim að ég sé góður og vona að fólk sé sam- mála því. Spaðinn gerir út á einfald- leika, einfaldleiki er ódýr. Það kostar rosalega mikið að vera með ýmis flækjustig. Ég ákvað það til dæmis að taka ekki við peningum, sem að flækir mikið og skapar mikið af óheppilegum hlutum á borð við rýrnun. Svo allt er greitt fyrir fram annaðhvort á netinu, í appi eða í sjálfsaf- greiðslustöðvum. Síðan er ég með takmarkaðan opn- unartíma en þann sama fyrir hvern dag. Spaðinn er með engin tilboð, sama hvað á dynur. Mér finnst óeðlilegt að menn séu að borga allt annað verð á þriðjudögum heldur en á mánudögum og miðviku- dögum. Mér þykir líka mjög sérstakt að verð lækki eftir klukkan níu á kvöldin eins og það er á sumum stöðum í dag.“ Það hvarflaði þó ekki að Þórarni, rétt fyrir opnun Spaðans, að hann væri að fara að opna veitingastað í heims- faraldri kórónuveirunnar. Þórarinn segir að vissulega hafi það verið, og sé, mikil áskorun. Hann hafi þurfti að stytta opnunartíma og skipta starfsfólki í tvo hópa sem aldr- ei hittist. Hins vegar sé það til happs að hann rekur pitsustað. „Pitsan er betur undir þetta búin en flestur annar matur. Ég held að pitsustaður séu kannski helst að halda vopn- um sínum af öllum þessum stöðum. Ef ég hefði vitað fyrir fram af þessum faraldri þá er ekkert víst samt að ég hefði haldið því til streitu að opna. Þetta eru mjög sérstakir tímar og það eru margir í mínum geira sem eiga um verulega sárt að binda. Margir sem hafa lagt mikið, bæði fé og tíma, í að byggja eitthvað upp og eru farnir að sjá til lands þegar fótunum er kippt undan þeim.“ Hinn íslenski neytandi Talinu víkur að Íslendingum sem neytendum og hvernig þeir eru að standa sig. Íslenski neytandinn, ef það á að lýsa honum, þá er það að hann bölvar í hljóði en kemur aftur eftir viku. Ef við erum óánægð með einhverja hluti þá látum samt sem áður bjóða okkur það ótrúlega lengi og ég held að við höfum séð þetta með hluti eins og þegar Bau- haus kom til landsins. Þá var búið að tala um það mjög lengi að byggingarvörumarkaður- inn væri orðinn of dýr. Svo er vitað með margra mánaða fyr- irvara að Bauhaus er að koma. Það sem gerist þá er að bygg- ingarvöruverslanirnar sem voru hér fyrir lækkuðu verðið hjá sér þannig að þegar Bau- haus á endanum var opnað er verðmunurinn ekki það mikill. En Bauhaus er svo gagnrýnt fyrir það.“ Black Friday Í dag er svartur föstudagur, eða Black Friday. Stór af- sláttardagur sem Íslendingar hafa tekið upp að bandarískri fyrirmynd. Blaðamaður kemst ekki hjá því að spyrja mann- inn með lága verðið á heil- anum hvað honum finnst um þennan stóra tilboðsdag. „Hugmyndafræðin með Black Friday, sem kemur frá Bandaríkjunum, er að hleypa jólaversluninni af stað. Og þar snýst þetta um það að þeir eru með takmarkað magn í versl- unum af vörum á brjáluðum afslætti, jafnvel 80 prósent. Kannski með raftækjaverslun, Best buy, þeir eru kannski með 300 sjónvörp í hverri verslun sem eru á biluðum afslætti. Þetta eru alvöru afslættir. Maður hefur séð myndbönd af konum að leita sér að brúðkaupskjólum sem slást eins og þær séu komnar í hringinn. Hér erum við búin að taka þetta og þynna þetta dálítið upp svo allt er orðið Black Friday og kannski bara 10- 30 prósenta afsláttur. Ég skil hugmyndafræðina og skil verslunarmenn sem taka alla daga sem þeir geta, Singles Day, Cyber Monday og Black Friday. En ég tel samt eðli- legra að hlutir séu seldir al- mennt á eðlilegu verði nema FRÉTTIR 11DV 27. NÓVEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.