Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.2020, Page 16
16 FRÉTTIR 27. NÓVEMBER 2020 DV KNÚS OG KOSSAR TÍMABUNDIÐ Í PÁSU Þórey S. Guðmundsdóttir fór í sjálfskipaða sóttkví í fyrstu bylgju COVID. Á þessum tíma fór hún nánast í daglega göngutúra með vini sínum og leiddist ekki neitt. EKKERT AÐ VELTA MÉR UPP ÚR LEIÐINDUM Guðmundur T. Sigurðsson horfir á björtu hliðarnar þótt COVID hafi stundum haml- að honum frá að heimsækja ástkæra eiginkonu sína til 64 ára á hjúkrunarheimilið. Þ órey S. Guðmundsdóttir, fyrrverandi íþrótta-kennari og formaður Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, hefur síðustu átta ár kennt svokallaðan stóladans í frístunda- og félagsstarfinu Árskógum í Reykjavík. Eða þar til COVID kom til sög- unnar. „Það skiptir svo miklu máli að hreyfa sig á þessum aldri. Í stóladansinum situr fólk á stólum og ég leiði dans sem samanstendur af ákveðnum hreyfingum sem eru endur- teknar. Þetta er auðvitað dott- ið upp fyrir núna,“ segir hún. Þórey á tvo syni með fyrri eiginmanni sínum; annar þeirra býr með fjölskyldu sinni í Reykjavík en hinn á Blönduósi. Seinni eiginmaður hennar er látinn og býr hún nú ein að Árskógum. Daglegir göngutúrar Í fyrstu bylgju COVID fór hún sjálfskipaða sóttkví ásamt vini sínum og syni hans. Þórey er 86 ára og vinurinn eilítið eldri en sonur hans sem kom með þeim í sóttkví er viðkvæmur í lungum. „Við höfðum einbýlishús út af fyrir okkur í sjö vikur. Eig- inlega var þetta bara nokkuð skemmtilegt. Eiginkona sonar- ins keypti í matinn fyrir okkur og skildi matinn eftir við úti- dyrnar. Ég var dugleg að baka og við hjálpuðumst að við að hafa matinn til,“ segir hún. Daglegt líf þessar sjö vikur var í nokkuð föstum skorðum hjá þeim. „Við borðuðum saman, lásum og horfðum á sjónvarpið. Síðan fórum við í bíltúr og nánast daglega fórum við í góðan göngutúr. Þetta var ánægjulegur tími og okkur leiddist ekki neitt.“ Þau vinirnir óku gjarnan upp að Korpúlfsstöðum og fóru þar í gönguferð. „Golfið lá niðri þannig að sú ös var ekki til staðar. Það var varla nema það væri úrhellisrigning sem við fórum ekki út að ganga.“ Þórey er létt í lund og segist ekkert hafa fundið fyrir þeim kvíða sem margir hafa upplif- að síðustu mánuði. „Ég er af- skaplega bjartsýn manneskja. Enginn á að þurfa að fá kvíða eða láta sér leiðast. Maður gerir bara sjálfur eitthvað í málunum og það hef ég gert,“ segir hún af röggsemi. Les Hlaupabók barnabarnsins Í seinni bylgju COVID hefur hún haldið sig mikið heima en þó hitt nánustu vini og ættingja á höfuðborgarsvæð- inu. „Helsta breytingin er að maður hittir færra fólk. Ég hef verið dugleg að hringja í gömul skólasystkini og at- huga hvernig þeim líður. Ég hitti nú reglulega son minn sem býr hér en spjalla minnst einu sinni eða tvisvar í viku við þann sem býr á Blöndu- ósi í gegn um tölvuna. Þannig sjáum við hvort annað og það er næstum eins og að hittast. Það er auðvitað ekkert knús og kossar núna,“ segir Þórey glaðlega. Hún er enn dugleg að lesa og lesefnið afar fjölbreytt. Hún hefur nýlokið við bókina Næt- urgalann, örlagasögu úr seinni heimsstyrjöldinni, en er nú að lesa Hlaupabókina eftir Arnar Pétursson sem er sonarsonur hennar, íþróttakennarans fyrrverandi. Arnar er sjöfald- ur Íslandsmeistari í maraþoni og greinilegt að íþróttaáhug- inn helst í ættinni. „Já, hann á ekki langt að sækja þetta,“ segir hún hlæjandi. n É g er almennt með það létt skap að þetta hef-ur ekki haft of mikil áhrif á mig. Ég er ekkert að velta mér upp úr neinum leið- indum,“ segir Guðmundur T. Siguðurðsson, fyrrverandi sjómaður, sem býr í íbúðum eldri borgara að Árskógum. Nýr fiskur í uppáhaldi Guðmundur er 85 ára, nánast blindur og býr einn eftir að eignkona hans flutti á hjúkr- unarheimilið Skógarbæ fyrir örfáum árum. Hann getur nú heimsótt hana reglulega en COVID hefur sannarlega sett sitt strik í reikninginn á síðustu mánuðum. „Nei, ég hef ekki mátt heimsækja hana allan tímann. Það hefur verið dálítið niðurdrepandi því við höfum verið saman í 64 ár og erum orðin mjög samtvinnuð, sérstaklega nú á efri árum,“ segir hann. Sem stendur liggur allt fé- lagsstarf á svæðinu niðri og matsalan er lokuð en þangað hefur Guðmundur sótt, ekki síst til að fá félagsskap. „Ég reyni núna að vera duglegur að elda sjálfur. Ég hef keypt svo- lítið af tilbúnum réttum sem hægt er að setja í örbylgjuofn- inn en allra best finnst mér að fá nýjan fisk og við erum svo heppin að það er mjög góð fisk- búð hér í Mjóddinni.“ Hann viðurkennir að ástand- ið hafi haft þau áhrif að hann er ekki alveg jafn duglegur að fara út að ganga og áður. „Maður koðnar svolítið niður þegar maður er svona einn og verður stundum latur, sérstak- lega þegar það liggur ekkert fyrir þegar maður vaknar á morgnana,“ segir Guðmundur en áður vaknaði hann alltaf á föstum tíma til að taka þátt í skipulagðri dagskrá. Góður hópur afkomenda Hann reynir þó alltaf að líta á björtu hliðarnar og hefð- bundinn dagur er nú í nokkuð föstum skorðum. „Ég fæ mér að borða í hádeginu, fer út í Skógarbæ eftir hádegi þar sem Þórey S. Guð- mundsdóttir er bjartsýn að eðlisfari og hefur náð að halda í gleðina þrátt fyrir heims- faraldurinn. MYND/STEFÁN Guðmundur T. Sigurðs- son hlakkar óneitanlega til að félags- starfið taki aftur við sér. MYND/STEFÁN Við höfðum einbýlishús út af fyrir okkur í sjö vikur. Ég reyni núna að vera duglegur að elda sjálfur. Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is Erla Hlynsdóttir erlahlyns@dv.is ég hitti konuna mína og fæ mér kaffisopa. Eftir það geng ég oft í búðina og þríf aðeins heima.“ Guðmundur segist ekki finna mikinn mun á heilsunni þó göngutúrunum hafi fækkað en óneitanlega hafi það áhrif að geta ekki hitt fólk í mat- salnum. „Það er lítið af fólki á ferli hér í húsinu,“ segir hann. Þá hefur Guðmundur verið duglegur að hringja í vini og vandamenn. „Við hjónin eig- um líka stóran hóp af afkom- endum sem við erum í góðu sambandi við.“ Síðustu ár hafa þau verið hjá dætrum sínum til skiptis á aðfangadag og hann reiknar ekki með að það verði breyting á nú. Á jóladag er síðan hefð að borða hangi- kjöt og hafa afleggjararnir þá jafnvel komið í Árskóga að borða. „Það er einfalt að elda hangikjötið,“ segir hann æðrulaus.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.