Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Page 29

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Page 29
ÍSL. LANDBÚN. j. agr. res. icel, 1976 8, 1-2: 27-47 Vinnurannsóknir í fjósum Grétar Einarsson Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Búteeknideild, Hvanneyri. YFIRLIT Á vegum Bútæknideildar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins voru veturinn 1974—75 gerðar vinnumælingar á nautgripahirðingu á 20 bæjum. Ætlunin var einkum að kanna þær vinnuaðferðir, sem beitt er, með tilliti til vinnumagns. Miðað við íslen2kar aðstæður voru þau býli, er völdust í þessa athugun, fremur stór. Meðalfjöldi var 47 kýr, 25 geldneyti og 8 mjólkurkálfar. Mælt var í tvö mál á hverjum bæ (einn sólarhring) og einungis sú vinna, er sinna þarf daglega um innistöðutímann. Helztu niðurstöður eru: 1. Heildarvinnutíminn skiptist þannig að meðaltali: mjaltir 63,9%, heyfóðrun 16,7%, hreinsun 9,6% og önnur vinna 9,8 %. 2. Mælingar á vinnu við mjaltir sýndu eftirfarandi meðaltöl: karlmanns- mín/kú/dag vélfötur, ekki handhreytt ................. 10,0 rörmjaltakerfi, ekki handhreytt ............ 7,2 rörmjaltakerfi, handhreytt ................. 9,7 mjaltabás, ekki handhreytt, 2 menn . . 7,3 mjaltabás, ekki handhreytt, 1 maður . . 5,0 mjaltabás, handhreytt, 2 menn .............. 8,0 Milli afkasta mælt í mín/1. (y) og mín/kú/dag (x) fékkst eftirfarandi samhengi: y = -f- 0,03 + 0,1 Ox, en af þessari líkingu má hafa not við val á kerfum með tilliti til afkastagetu. 3. Vinna við þurrheysfóðrun er mjög breytileg eftir aðstæðum og heyformi, frá um 4 til um 25 mín/100 kg. Sé heyið bundið, tekur fóðrunin að meðaltali 6,8 mín/100 kg, með laust þurrhey og góðar aðstæður um 6—10 mín/100 kg, en við slæmar aðstæður um og yfir 20 mín/100 kg. Samhengið á milli heildarvinnu (y, mín/100 kg) og flutningavegalengdar (x, metrar) virtist vera: y — 6,11 + 0,40x. 4. Við votheysfóðrun er heildarvinnan að meðaltali um 4,5 mín/100 kg, sé heyið tekið úr turni, úr flatgryfjum með svipaða vélvæðingu um 3,2 mín/100 kg, en sé losunin vélvædd úr flatgryfju, er heildarvinnan um 2,3 mín/100 kg. 5. Kjarnfóðurgjöf í mjaltabás með þar til gerðum búnaði er nær sjálfvirk og tekur því hverfandi tíma. Kjarnfóðurgjöf á fóðurgang, þá oftast úr börum, tekur 2—6% af heildarvinnunni við gripahirðinguna. Þessi tími er oft um 1 mín á 10 kg af kjarnfóðri.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.