Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Page 83

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Page 83
FÓÐURKÁL OG ÁHRIF ÞESS Á SLÁTURLÖMB 81 leg bragðgæði, en 1 hin minnstu. Tólf ung- mennanna töldu lifrarnar úr III. fl. vera betri, en tíu þeirra fannst þær verri. Alls fékk I. flokkur 72 stig fyrir bragðgæði og meðal- einkunnina 3,47, en III. flokkur fékk 81,05 stig og því jafnaðareinkunnina 3,68. Ekki reyndist vera marktækur munur á einkunna- gjöfunni við stærðfræðiútreikninga. Aðrar rannsóknhr. Eins og getið er hér að framan, var gerð blóðkornamæling og vefjasýni líffæra skoð- uð. Niðurstöður þeirra rannsókna lágu ekki fyrir, þegar þetta verkefni var skrifað, og verða því ekki birtar hér. Útdráttur og ályktanir. Spretta fóðurkálsins var góð og fóðurupptaka lamba mikil, 1,86 FE./Iamb/dag, sem er mjög svipað og í eldri tilraunum (HalldóR PÁLSSON Og PÉTUR GUNNARSSON, 1961), ef tillit er tekið til þess, að aðeins voru hrút- lömb á kálinu. Þurrefnismagn kálsins fór vaxandi eftir því, sem leið á haustið, og blöð- in reyndust með um 2% meira þe. Meltan- leiki kálsins var mikill og einhver hinn mesti, sem mældur hefur verið í íslenzkum nytja- plöntum (Gunnar Ólafsson, 1970), og á það jafnt við um blöð og stöngla. Próteínmagn kálsins var um 20—40% meira en upp er gefið í skandinavískum fóð- urtöflum (Gunnar Bjarnason, 1966). I upphafi tilraunar 22/9 má telja, að nítratköfnunarefni (NQj-N) í kálinu hafi verið um og yfir lífshættuleg mörk, ef miðað er við reynslu bandarískra og kanadískra vís- indamanna (Björn JÓHANNESSON, 1961), en 4/10 er nítratið komið niður fyrir þessi mörk, þó að það geti haft áhrif á heilsufar lambanna. Vitað er til, að mikið nítratmagn í beitarjurtum veldur dauða búfjár og þá einkum nautgripa,ef nítratmagnþeirraverður meira en 2,0%o af NO.,-N í þe. (Brandley o.fl., 1940). Aðrir telja, að minna nítratmagn, I, 0—l,5%o NO3-N, skaði heilsu búfjárins, þótt það sé ekki lífshættulegt (Murhrer o. fl., 1956). Þá er þekkt, að ef borið er á um og yfir 150 kg N/ha á plöntur af krossblómaætt, fer nítratmagn þeirra yfir 2,0%o NOsN mörkin, á meðan sprettan er hvað mest (Christen Sörensen, 1960, Björn Jóhannesson, 1961). Ekki varð vart neinna eituráhrifa við athugun á lömb- unum dagana 4/10 og 27/10, en hugsanlegt er, að tilraunin hafi verið lögð út fullseint um haustið, svo að þeirra yrði vart, þar sem spretta kálsins var að mestu hætt, þegar byrjað var að beita lömbunum á það. Steinefnamagn kálsins virðist vera viðun- andi, nema hvað kalíum er í meira lagi. Koparmagnið er nægilegt miðað við aðrar nytjaplöntur (Steenborg, 1965), en allt að tíu sinnum meira en er í skandinavísku fóð- urmergkáli og repju (Breirem og Homp, 1970). Fyrsm tíu dagana, sem lömbin voru á kálinu, þyngdust þau afar lítið, og sum þeirra jafnvel léttust, meðan þau voru að venjast beitinni og skipta yfir á þetta kraft- mikla fóður. Eftir 4/10 fóru lömbin að þyngjast í flokkunum, sem þá voru eftir, og þá hvað mest þau, sem voru á fóðurkálinu. Við förgun hafa þau bætt við sig 4,4—4,7 kg af kjöti fram yfir samanburðarlömbin, en II. fl. hefur ekki bætt við sig neinum fall- þunga fram yfir I. fl., þó að hann hafi þyngzt um nær fimm kg á fæti. III. fóðurkálsfl. bætir aðeins við sig 0,3 kg af kjöti fram yfir IV. fl., sem tekinn var af kálinu 21/9, þrátt fyrir það að kálið væri nægilegt allan tilraunatímann. í úthagaflokk- unum minnkar kjötprósentan eftir því, sem líður á haustið, en við fóðurkálsbeitina eykst hún. IV. lambafl. hafði heldur meiri kjötpró- sentu við förgun en III. fl., og kemur það til vegna svengdar þeirra fyrir förgun, eins og

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.