Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Qupperneq 83

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Qupperneq 83
FÓÐURKÁL OG ÁHRIF ÞESS Á SLÁTURLÖMB 81 leg bragðgæði, en 1 hin minnstu. Tólf ung- mennanna töldu lifrarnar úr III. fl. vera betri, en tíu þeirra fannst þær verri. Alls fékk I. flokkur 72 stig fyrir bragðgæði og meðal- einkunnina 3,47, en III. flokkur fékk 81,05 stig og því jafnaðareinkunnina 3,68. Ekki reyndist vera marktækur munur á einkunna- gjöfunni við stærðfræðiútreikninga. Aðrar rannsóknhr. Eins og getið er hér að framan, var gerð blóðkornamæling og vefjasýni líffæra skoð- uð. Niðurstöður þeirra rannsókna lágu ekki fyrir, þegar þetta verkefni var skrifað, og verða því ekki birtar hér. Útdráttur og ályktanir. Spretta fóðurkálsins var góð og fóðurupptaka lamba mikil, 1,86 FE./Iamb/dag, sem er mjög svipað og í eldri tilraunum (HalldóR PÁLSSON Og PÉTUR GUNNARSSON, 1961), ef tillit er tekið til þess, að aðeins voru hrút- lömb á kálinu. Þurrefnismagn kálsins fór vaxandi eftir því, sem leið á haustið, og blöð- in reyndust með um 2% meira þe. Meltan- leiki kálsins var mikill og einhver hinn mesti, sem mældur hefur verið í íslenzkum nytja- plöntum (Gunnar Ólafsson, 1970), og á það jafnt við um blöð og stöngla. Próteínmagn kálsins var um 20—40% meira en upp er gefið í skandinavískum fóð- urtöflum (Gunnar Bjarnason, 1966). I upphafi tilraunar 22/9 má telja, að nítratköfnunarefni (NQj-N) í kálinu hafi verið um og yfir lífshættuleg mörk, ef miðað er við reynslu bandarískra og kanadískra vís- indamanna (Björn JÓHANNESSON, 1961), en 4/10 er nítratið komið niður fyrir þessi mörk, þó að það geti haft áhrif á heilsufar lambanna. Vitað er til, að mikið nítratmagn í beitarjurtum veldur dauða búfjár og þá einkum nautgripa,ef nítratmagnþeirraverður meira en 2,0%o af NO.,-N í þe. (Brandley o.fl., 1940). Aðrir telja, að minna nítratmagn, I, 0—l,5%o NO3-N, skaði heilsu búfjárins, þótt það sé ekki lífshættulegt (Murhrer o. fl., 1956). Þá er þekkt, að ef borið er á um og yfir 150 kg N/ha á plöntur af krossblómaætt, fer nítratmagn þeirra yfir 2,0%o NOsN mörkin, á meðan sprettan er hvað mest (Christen Sörensen, 1960, Björn Jóhannesson, 1961). Ekki varð vart neinna eituráhrifa við athugun á lömb- unum dagana 4/10 og 27/10, en hugsanlegt er, að tilraunin hafi verið lögð út fullseint um haustið, svo að þeirra yrði vart, þar sem spretta kálsins var að mestu hætt, þegar byrjað var að beita lömbunum á það. Steinefnamagn kálsins virðist vera viðun- andi, nema hvað kalíum er í meira lagi. Koparmagnið er nægilegt miðað við aðrar nytjaplöntur (Steenborg, 1965), en allt að tíu sinnum meira en er í skandinavísku fóð- urmergkáli og repju (Breirem og Homp, 1970). Fyrsm tíu dagana, sem lömbin voru á kálinu, þyngdust þau afar lítið, og sum þeirra jafnvel léttust, meðan þau voru að venjast beitinni og skipta yfir á þetta kraft- mikla fóður. Eftir 4/10 fóru lömbin að þyngjast í flokkunum, sem þá voru eftir, og þá hvað mest þau, sem voru á fóðurkálinu. Við förgun hafa þau bætt við sig 4,4—4,7 kg af kjöti fram yfir samanburðarlömbin, en II. fl. hefur ekki bætt við sig neinum fall- þunga fram yfir I. fl., þó að hann hafi þyngzt um nær fimm kg á fæti. III. fóðurkálsfl. bætir aðeins við sig 0,3 kg af kjöti fram yfir IV. fl., sem tekinn var af kálinu 21/9, þrátt fyrir það að kálið væri nægilegt allan tilraunatímann. í úthagaflokk- unum minnkar kjötprósentan eftir því, sem líður á haustið, en við fóðurkálsbeitina eykst hún. IV. lambafl. hafði heldur meiri kjötpró- sentu við förgun en III. fl., og kemur það til vegna svengdar þeirra fyrir förgun, eins og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.