Fréttablaðið - 10.12.2020, Síða 2

Fréttablaðið - 10.12.2020, Síða 2
Skutu úr fallbyssu til heiðurs Halldóri Halldór Nellett, skipherra á varðskipinu Þór, lauk tæplega hálfrar aldar ferli hjá Landhelgisgæslunni þegar varðskipið kom til hafnar í Reykjavík í gær. Halldór tók þátt í tveimur þorskastríðum og var jafnframt í áhöfn varðskipsins Ægis sem kallað var út þegar gos hófst í Heimaey 23. janúar 1973. Áhafnir Þórs og Týs stóðu heiðursvörð og þremur púðurskotum var skotið úr fallbyssu honum til heiðurs. MYND/LANDHELGISGÆSLA ÍSLANDS SAMFÉLAG „Ég er ótrúlega þakklát því þrátt fyrir allt sem er í gangi þetta árið er ég búin að blómstra,“ segir leikkonan og handritshöf- undurinn Dóra Jóhannsdóttir sem útskrifaðist úr Hússtjórnarskól- anum í vikunni. Þó að margir séu búnir að hafa það skítt hefur Dóra blómstrað svo eftir hefur verið tekið. Hún fór í meðferð í Svíþjóð og missti þannig af fyrstu bylgju COVID hér á landi og Hússtjórnarskólinn hélt uppi starfsemi í haust. Næst á dagskrá eru svo sketsaskrifa-námskeið á netinu hjá Improv skólanum þar sem nem- endur læra aðferðir við að vinna í höfundaherbergi og skrifa sketsa. Hún kann jú að gera góða brandara en hún var yfirhandritshöfundur Áramótaskaupsins 2017 og 2019. „Ég er búin að ganga með það í kollinum síðan ég var mjög ung að fara í Hússtjórnarskólann. Ég er að fara inn á veikleikana mína því ég hef aldrei fundið mig við heim- ilisstörf eða eldamennsku eða neitt slíkt. Mér fannst það valda mér kvíða og vera alveg ógeðslega erfitt þannig að ég ákvað að styrkja mig þar sem ég er ekki sterk,“ segir hún. Dóra útskrifaðist með mjög góðar einkunnir, lægsta þó í matreiðslu, en hún viðurkennir að vera með ein- hverja ólæknandi meinloku þegar kemur að eldamennsku. Hún biður því fólk að spara væntingarnar þegar hún getur boðið í matarboð eftir COVID. „Ég fæ þó tækifæri til að nota útsaumuðu svuntuna sem ég eyddi mörgum vikum í að gera.“ Hún segir að námið sé bæði rólegt og hörkupuð. Það hafi þó verið þannig að hún vaknaði alltaf með bros á vör, tilbúin að mæta í skólann. „Þetta er frá átta til fimm á daginn og hörkuvinna og í raun miklu meira álag en ég hefði getað ímyndað mér. Þetta er bara ein önn en ég hefði verið til í að vera þrjú ár þarna. Það er svo dásamlegur andi þarna inni og þetta er algjör dem- antur. Að vera að læra að búa eitt- hvað til í höndunum er svo gefandi, róandi og nærandi.“ Hún segir að önnin hafi liðið hratt. Of hratt enda var gleðin við völd. „Ég held að það hafi komið mörgum á óvart að ég hafi farið í þetta nám en þetta er ein besta ákvörðun lífs míns. Það var mikil gleði hjá okkur í vetur. Ég reyndar veit varla hvernig aðrir nemendurnir líta út því við vorum alltaf með grímu en það voru allir svo yndislegir. En þetta er búið að vera svo gott ár og ekkert nema ást og hamingja á mínu heimili,“ segir Dóra. benediktboas@frettabladid.is Skólavistin líklega ein besta ákvörðun lífsins Dóra Jóhannsdóttir, leikkona og handritshöfundur, útskrifaðist nýverið úr Hússtjórnarskólanum. Hún vonast til að geta frumsýnt svuntu sem hún gerði í matarboði þegar COVID er búið. Fékk sér hund í útskriftargjöf frá sjálfri sér. Dóra í lopapeysu sem hún prjónaði sjálf. Hún hefur þegar fengið símtöl frá vinkonum ráð um hvernig hægt sé að fjarlægja kertavax. MYND/AÐSEND Þetta er frá átta til fimm á daginn og hörkuvinna og í raun miklu meira álag en ég hefði getað ímyndað mér. Þetta er bara ein önn en ég hefði verið til í að vera þrjú ár þarna. Dóra Jóhannsdóttir Nú einnig á selected.is Jólafötin og fallegar gjafir MENNTAMÁL 158 nemendur í einum áfanga Háskóla Íslands skrifuðu undir lista þar sem staðprófi sem haldið var á þriðjudag var mótmælt. Þetta voru um 40 prósent allra nem- enda í áfanganum, STÆ105G/108G, en heildarfjöldinn er 336. Með undirskriftalistanum fylgdu upplýsingar um stöðu nemendanna. Ellefu þeirra eru sjálfir í áhættuhópi, 67 umgangast daglega fólk í áhættu- hópi og 52 reglulega. Það eru alls 38 prósent. Var listinn sendur á bæði kennara námskeiðsins og nemenda- þjónustu verkfræði- og náttúruvís- indasviðs, síðan almannavarnir og menntamálaráðuneytið, en prófið fór samt fram samkvæmt áætlun. Nemendur gagnrýna að misjafnt sé hversu vel tveggja metra reglunni hafi verið sinnt sem og grímuskyldu. „Við höfum heyrt í fleiri nemend- um sem lýsa einfaldlega yfir hræðslu við að mæta á prófstað og sú stað- reynd að hópsmit í prófatíð sé mögu- leiki, þrátt fyrir að sóttvarnareglum sé fylgt, ætti einfaldlega að vera nóg til þess að endurskoða þetta fyrir- komulag,“ segir í bréfi með listanum. Róbert Haraldsson, sviðsstjóri kennslumála, segir fyrirmælum um sóttvarnir fylgt í hvívetna. Hvergi séu leyfðir fleiri en 30 manns í stofu og gætt að tveggja metra reglunni. Starfsmenn fasteignasviðs reikna út lengdina milli borða, öxl í öxl. Sérstaklega sé gætt að öllum þrifum. Róbert segir staðpróf hafa verið framkvæmd allt haustmisserið og það hafi gengið vel. „Ekkert smit hefur komið upp og ekki er vitað um neinn sem hefur lent í sóttkví vegna staðprófa,“ segir Róbert. Prófatímabilið er nú hálfnað og hvetur Róbert nemendur til að hafa samband hafi þeir áhyggjur. Háskól- inn hafi boðið nemendum í áhættu- hópum að þreyta próf í sérstökum stofum með strangari sóttvörnum. – khg Áhyggjufullir yfir sóttvörnum í próftöku Prófatíð stendur yfir í háskólum landsins þessa dagana. Ekkert smit hefur komið upp í tengsl- um við staðpróf og ekki er vitað um neinn sem hefur lent í sóttkví vegna stað- prófa. Róbert Haraldsson, sviðsstjóri kennslumála COVID -19 Ákvæði þau sem fram koma í reglugerðinni sem tekur gildi í dag um fjöldatakmörkun, nálægðartakmörkun og grímu- skyldu taka ekki til þeirra barna sem fædd eru 2005 og síðar. Reglum um grímuskyldu í Strætó hefur þar af leiðandi verið breytt á nýjan leik og þurfa nú börn undir 15 ára aldri ekki að bera grímur þegar þau ferðast með strætisvögnum. Áður gilti reglan um grímuskyldu í strætisvögnum um börn sem eru fædd 2011 eða síðar, það er að segja níu ára og eldri. Breytt reglugerð tekur gildi í dag og nær hún til allra vagna Strætó á höfuðborgarsvæðinu sem og á landsbyggðinni. Enn fremur kemur fram í þeim reglum sem taka gildi í dag að allt að 100 börn sem fædd eru 2005 eða síðar megi frá og með deginum í dag mæta í leikhús, bíó eða á aðra menningaviðburði. – la Ungmenni þurfa nú ekki grímu í strætó 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.