Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2020, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 10.12.2020, Qupperneq 10
Afgreiðslutímar á www.kronan.is Höfum smá gaman saman um jólin! Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag BRETLAND Boris Johnson, forsætis- ráðherra Bretlands, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, fund- uðu í gærkvöldi í Brussel um hvort grundvöllur væri fyrir áframhald- andi viðræðum um útgöngusamn- ing. Aðalsamningamenn þeirra, David Frost og Michel Barnier, voru einnig viðstaddir. Samkvæmt heimildum BBC hefur Barnier rætt við embættismenn í Brussel um að meiri líkur en minni séu á að Bretar gangi samnings- lausir úr Evrópusambandinu. Bretland yfirgefur Evrópusam- bandið endanlega um áramótin en ekki hefur tekist að ná samkomu- lagi um fjölmörg atriði, allt frá fisk- veiðum til fríverslunar. Johnson sagði í fyrirspurnatíma á breska þinginu í gær að það væri hægt að ná samningi en kröfur ESB væru þess eðlis að ekki væri hægt að fallast á þær. Meðal þess væri krafa um að ESB gæti refsað Bretum ef atvinnu- og umhverfisstefna þeirra væri ekki í fullu samræmi við stefnu ESB. „ESB vill að Bretland verði eina landið í heiminum sem hefur ekki fulla stjórn á landhelgi sinni,“ sagði Johnson. „Ég tel ekki að það sé krafa sem nokkur breskur forsætisráð- herra gæti fallist á.“ Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, telur enn möguleika að sam- komulag náist fyrir áramót. Það megi þó ekki bitna á innri markaði ESB. – ab Johnson og Leyden funduðu um framhald á viðræðum í Brussel Viðræður Breta og ESB hafa til þessa skilað litlu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Bretland yfirgefur Evrópusambandið endan- lega um áramótin. UMHVE RFISMÁL Heimsfaraldur COVID-19 hefur lítil sem engin áhrif á loftslag heimsins til lengri tíma samkvæmt Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Fram kemur í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar SÞ, UNEP, að þegar litið sé fram til ársins 2050 hafi faraldurinn leitt til 0,1 gráðu hitalækkunar. Síðustu mánuði hafa jarðarbúar keyrt og flogið mun minna en áður. Hefur það alls leitt til 7 prósenta minnkunar á útblæstri gróður- húsalofttegunda í ár, mun meira en í kjölfar efnahagskreppunnar 2008. Það dugar þó ekki til að koma í veg fyrir að loftslag á jörðinni muni hlýna um 3,2 gráður að meðaltali á þessari öld. Inger Andersen, framkvæmda- stjóri UNEP, sagði við The Guardi- an að margir héldu að minnkandi útblástur síðustu mánaða hefði langtímaáhrif, svo er ekki. „Einung- is það að skrúfað er fyrir í smástund þýðir ekki að baðkarið sé ekki fullt,“ sagði hún. Til að hlýnunin nái aðeins tveimur gráðum þurfi að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda um fjórðung fram til ársins 2030. Petteri Taalas, framkvæmda- stjóri Alþjóðaveðurfræðistofn- unarinnar, segir að af leiðingar útblásturs gróðurhúsalofttegunda séu nú sjáanlegar um allan heim. „Það hafa verið sett ný met í skógar- eldum í Kaliforníu og Colorado, það hafa verið gífurleg f lóð í Kína og Víetnam. Þá hafa aldrei verið jafnmargir hitabeltisstormar í Karíbahafinu,“ sagði hann. Stefnir í að árið 2020 verði í topp þremur af heitustu árum frá upphafi mæl- inga. Andersen telur að innspýtingar- pakkar ríkisstjórna um allan heim í kjölfar faraldursins þurfi að miða að kolefnisjöfnun. „Við getum ekki læst alla inni til frambúðar og stöðvað efnahagskerfi heimsins,“ segir hún. „Núna þurfum við að tryggja að það fé sem verður varið til viðspyrnu renni til kolefnisjöfn- unar. Það gefst kannski aldrei aftur svona tækifæri þar sem allar ríkis- stjórnir heimsins fjárfesta svona mikið.“ Aðeins fjórðungur G20-ríkjanna hefur gefið út að fjárfestingar til við- spyrnu við faraldrinum muni renna til kolefnisjöfnunar. Mörg ríki hafa þó lofað að stefna að kolefnishlut- leysi. Þar á meðal Kína sem hyggst ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2060. Bretland hyggst minnka útblástur mikið næsta áratug. Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að hann stefni á að Bandaríkin verði kolefnishlut- laus fyrir árið 2050. arib@frettabladid.is Faraldurinn lítil áhrif á loftslag til framtíðar Útblástur gróðurhúsalofttegunda hefur minnkað mikið í COVID-19 heims- faraldrinum, en það hefur lítil áhrif til lengri tíma. Framkvæmdastjóri Um- hverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna kallar eftir markvissum aðgerðum. Met hafa verið sett í skógareldum í ár. Hér gefur að líta skógareld á Spáni í júlí síðastliðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA BRETLAND Bresk heilbrigðisyfir- völd hafa gefið út að einstaklingar með bráðaofnæmi eigi ekki að fá bólusetningu við COVID-19. Til- kynningin kom í kjölfar þess að tveir heilbrigðisstarfsmenn fundu fyrir ofnæmisviðbrögðum eftir bólusetningu í gær. Báðir starfsmennirnir hafa sögu um ofnæmisviðbrögð, en þeir eru báðir á batavegi. The Guardian hefur eftir Peter Openshaw, pró- fessor í læknisfræði við Imperial College í London, að mjög litlar líkur séu á ofnæmisviðbrögðum við bóluefnum. „Það er mikilvægt að setja þessa áhættu í samhengi. Við prófanir á bóluefni Pfizer/ BioNTech voru ofnæmisviðbrögð sérstaklega skoðuð. Í ítarlegum gögnum þeirra sést að aðeins mjög lítill hópur fann fyrir ofnæmisvið- brögðum, eða 0,63 prósent,“ sagði Openshaw. – ab Einstaklingar með bráðaofnæmi fá ekki bóluefni Bretar hófu bólusetningu í vikunni. Einungis það að skrúfað er fyrir í smástund þýðir ekki að baðkarið sé ekki fullt. Inger Andersen, framkvæmdastjóri UNEP 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.