Fréttablaðið - 10.12.2020, Side 12

Fréttablaðið - 10.12.2020, Side 12
✿ Kortavelta í veitingageiranum frá mars til október 2020 á föstu verðlagi í milljörðum króna 2017 20172018 20182019 20192020 2020 H EI M IL D : S AM TÖ K AT VI N N U LÍ FS IN S 50 40 30 20 10 0 n Innlend kortavelta n Erlend kortavelta -9% -82% Kortavelta veitinga-geirans, sem COVID-19 hefur leikið grátt, dróst saman um 22 milljarða að raun-virði frá mars til október á milli ára, þar af um nær 19 milljarða frá erlendum ferða- mönnum. Erlend kortavelta í veit- ingum dróst saman um 82 prósent á tímabilinu og sú innlenda um níu prósent. Þúsundir starfa hafa glat- ast í veitingageiranum þrátt fyrir hin ýmsu úrræði yfirvalda til að stemma stigu við auknu atvinnu- leysi. Þetta leiðir greining Samtaka atvinnulífsins (SA) í ljós. Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Sam- taka atvinnulífsins, segir að um þriðjungur tekna veitingageirans undanfarin ár hafi komið frá erlend- um ferðamönnum. Reksturinn sé því nokkuð háður komu erlendra ferðamanna enda megi flokka starf- semina sem hluta af ferðaþjónustu. „Við sjáum því glögglega áhrif takmarkana á landamærum en frá því faraldurinn hófst hefur erlend kortavelta á veitingastöðum ein- ungis verið um fimmtungur af því sem hún var á sama tímabili í fyrra,” segir hún. Í greiningu SA segir að frá upp- hafi heimsfaraldursins hafi ferða- vilji dregist saman en ljóst þyki að takmarkanir á landamærum hafi fækkað erlendum ferðamönnum enn frekar þar sem merkja mátti snarpan samdrátt í komu þeirra í kjölfar hertra komuskilyrða á landa- mærum. Það sem af er ári hafa erlendir ferðamenn einungis verið um 27 prósent af þeim fjölda sem sótti Velta í veitingum niður um 22 milljarða Störfum í veitingageiranum hefur fækkað um fjórðung á milli ára. Ofan á mikið tekjutap hafa veitingamenn þurft að glíma við mikinn ófyrirsjáanleika í rekstrinum vegna sóttvarnaaðgerða. Um 40 prósent veitingastaða voru rekin með tapi á síðasta ári. Ísland heim á seinasta ári og 23 pró- sent þess fjölda sem var á sama tíma árs 2018 þegar ferðamannastraumur hingað til lands náði hámarki. Anna Hrefna segir að ofan á mikið tekjutap hafi veitingamenn þurft að glíma við mikinn ófyrirsjáanleika í rekstrinum. „Ítrekað hafa verið gerðar breytingar á fyrirkomulagi sóttvarna innanlands með skömm- um fyrirvara frá því faraldurinn hófst. Það hefur því reynst erfitt að halda utan um bókanir, aðfanga- kaup og starfsmannahald með þá óvissu sem er uppi um aðgerðir hverju sinni. Þetta kemur auðvitað niður á rekstrinum.“ Margir veitingamenn hafa ekki séð sér fært annað en að hætta rekstri á meðan aðrir hafa gripið til hagræðingaraðgerða sem fækkað hafa störfum í greininni. Frá mars til september á þessu ári hafa staðgreiðsluskyld laun í veitingasölu og -þjónustu dregist saman um næstum sjö milljarða króna milli ára. Í september fengu um 2.700 færri einstaklingar greidd laun í greininni en á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn er 25 prósent á milli ára. Anna Hrefna segist hafa heyrt frá veitingamönnum að úrræði svo sem hlutabótaleiðin og tekjufalls- styrkir hafi verið verulega til bóta fyrir marga og væri staðan því enn verri ef til slíkra aðgerða hefði ekki komið. Hún bendir á að rekstur veit- ingastaða hafi þegar verið orðinn strembinn á seinasta ári þegar ferðamönnum hafði tekið að fækka og launahlutfallið hélt áfram að hækka. „Miðað við gögn úr árs- reikningum 2019 voru nær 40 pró- sent fyrirtækja veitingastaða rekin með tapi í fyrra – áður en faraldur- inn skall á – þannig að það er óhætt að segja að svigrúmið í rekstrinum hafi verið lítið fyrir. Það má leyfa sér að vona að horfurnar fyrir næsta ár séu betri með tilkomu bóluefnis svo landsmenn og ferðamenn geti áfram notið þess fjölbreytta úrvals veitingastaða sem byggst hefur upp með ferðamannastraumnum,“ segir Anna Hrefna. Í greiningunni er varpað ljósi á að skuldahlutfall greinarinnar sé um 70-80 prósent „og því ekki mikið svigrúm til aukinnar skuldsetningar í yfirstandandi kreppu“. helgivifill@frettabladid.is Margir vonuðust eftir tilslökunum „Margir veitingamenn höfðu eflaust vonast til að einhverjar tilslakanir yrðu gerðar á sótt- varnaaðgerðum svo jólaver- tíðin gæti bjargað því sem bjargað verður á árinu,“ segir Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Ekki er útlit fyrir mikið bjartari tíma í veitingarekstri nú yfir hátíðirnar þar sem ekki var tilkynnt um miklar rýmkanir á fyrirkomulagi sóttvarna. Það verður líklega erfitt fyrir flesta veitingastaði að ná endum saman, þrátt fyrir ýmsar efnahagsaðgerðir yfir- valda, í ljósi nýlega tilkynntra aðgerða sem standa munu fram á næsta ár. Veitingamenn hafa þegar neyðst til að grípa til upp- sagna,“ segir hún. BMW X7 M50d Nýskr. 7/2019, ekinn 11 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 22.900.000 kr. Rnr. 420505. RANGE ROVER VOUGE TDV6 Nýskr. 2/2016, ekinn 106 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 13.690.000 kr. Rnr. 147619. RANGE ROVER SPORT HSE Dynamic P400e Nýskr. 11/2018, ekinn 40 þús. km, bensín/rafmagn, sjálfskiptur. Verð 13.890.000 kr. Rnr. 130313. JAGUAR - LAND ROVER Hesthálsi 6-8 / 110 Reykjavík 525 6500 / jaguarlandrover.is Allir bílar sem merktir eru APPROVED hafa farið í gegnum gæðaferli notaðra Jaguar og Land Rover bíla. Sjón er sögu ríkari – komdu í reynsluakstur strax í dag. NOTAÐIR LÚXUSBÍLAR LAND ROVER Discovery Sport HSE R-dynamic Nýskr. 11/2019, ekinn 15 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 9.990.000 kr. Rnr. 147678. JAGUAR I-PACE SE EV400 Nýskr. 3/2019, ekinn 27 þús. km, rafmagn, sjálfskiptur. Verð 9.990.000 kr. Rnr. 420515. JAGUAR E-PACE SE 150D Nýskr. 11/2019, ekinn 11 þús. km, dísil, sjálfskiptur. Verð 7.890.000 kr. Rnr. 147607. E N N E M M / S ÍA / N M 0 0 3 6 2 5 J a g u a r 6 s t k n o t a ð ir 5 x 2 0 1 0 d e s SÝNINGARSALUR - HESTHÁLSI 6 MARKAÐURINN 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.