Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2020, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 10.12.2020, Qupperneq 28
Hluti af ágóðanum af sölunni verður notaður til að styðja við íþróttastarf á fátækum svæðum.Nýja vörulínan heitir Curry Brand og fór í sölu 1. desember síðastliðinn, en Curry hefur starfað með vöru- merkinu Under Armour árum saman. Með þessari nýju línu vill Under Armour veita Michael Jordan vörulínunni frá Nike sam- keppni, en sú lína hefur skapað Nike stjarnfræðilegar tekjur. Línan inniheldur skó, fatnað og aukahluti sem bera merki Currys og hluti af ágóðanum af sölunni verður notaður til að styðja við íþróttastarf á fátækum svæðum, samkvæmt tilkynningu frá Under Armour. Peningana á að nota til að búa til að minnsta kosti 20 örugg leiksvæði, styðja 125 íþróttafélög ungmenna og þjálfa 15 þúsund nýja þjálfara fyrir árið 2025. Curry er 32 ára gamall og hefur tvisvar verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar og þrisvar unnið titilinn með liði sínu, Golden State Warriors. Hann er þekktur fyrir einstaka skothæfni og sumir vilja meina að hann hafi valdið byltingu í körfuboltanum með því að hvetja lið til að nýta þriggja stiga skot í auknum mæli. Hann er sonur NBA-leikmanns- ins Dell Curry, sem var sjálfur duglegur við góðgerðarstarf og Stephen Curry rekur líka stofnun- ina Eat. Learn. Play., sem hjálpar ungmennum, með eiginkonu sinni Ayesha. „Curry Brand snýst um að láta gott af sér leiða í öllu sem við gerum... Ég hef reynt að hafa það að leiðarljósi og ég held að það sé líka eitthvað sem aðrir geta stutt, sama hvar þeir eru í lífinu eða hvaða markmið þeir hafa,“ sagði Curry í yfirlýsingu. „Við getum haft áhrif á næstu manneskju og gefið af okkur á einhvern hátt og það er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr.“ Curry í samkeppni við Jordan NBA-stjarnan Stephen Curry var að setja á markað nýja línu af íþróttafatnaði í samstarfi við Under Arm our. Línan styður við góðgerðarstarf og á að veita vörulínu Michael Jordan frá Nike samkeppni. Körfubolta­ stjarnan Stephen Curry er nú komin með sína eigin íþróttavörulínu í samstarfi við fyrirtækið Under Armour. Línan á að veita vörulínu Mich­ ael Jordan frá Nike samkeppni ásamt því að styðja við góð­ gerðarstarf. Curry er 32 ára gamall og ein skærasta stjarna NBA­deildarinnar, en hann hefur tvisvar verið valinn verðmætasti leikmaður hennar. Hann rekur líka stofnunina Eat. Learn. Play., sem hjálpar ungmennum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Curry hefur þrisvar unnið NBA­titilinn með liði sínu, Golden State Warriors, og er þekktur fyrir einstaka skothæfni. Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Miklir peningar í spilinu Samkvæmt lista Forbes yfir arð- bærustu skósamninga NBA-leik- manna er samningur Currys við Under Armour í 4. sæti á eftir samningum Kevin Durant, Lebron James og Michael Jordan. Samningur Currys er 20 milljóna Bandaríkjadala virði árlega, en bara skórnir frá merki Michael Jordan eru 130 milljóna Banda- ríkjadala virði á ári. Í heild seldust vörur úr línu Jordans fyrir yfir þrjá milljarða Bandaríkjadala á árinu 2019. Under Armour vill nú fá stærri hluta af þessari köku. Ekkert var gefið upp um hvers virði þessi nýi samningur er fyrir Curry, en fyrir samninginn var hann í áttunda sæti í NBA-deild- inni yfir tekjur frá stuðningsað- ilum og fékk 42 milljónir Banda- ríkjadala á ári frá þeim. Árið 2015 samþykkti Curry að framlengja samninginn við Under Armour til ársins 2024, en á sama tíma byrjaði sala á körfuboltas- kóm að dala og þeir eru orðnir lítill hluti af heildarmarkaðnum fyrir strigaskó í dag. Verðbréf Under Armour hafa líka lækkað í virði á árinu en á síðasta ársfjórð- ungi batnaði sala fyrirtækisins verulega. Nú vonast það til að fara í sókn. LÍTTU VIÐ Á BELLADONNA.IS Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT OG SPENNANDI 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.