Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2020, Qupperneq 31

Fréttablaðið - 10.12.2020, Qupperneq 31
Hafnarfjörður státar meðal annars af heillandi hafnar-svæði, lifandi miðbæ og ævintýralegu upplandi. Í Hafnar- firði má finna fjölbreyttar versl- anir, fallegar hönnunar- og hand- verksbúðir ásamt huggulegum kaffihúsum og veitingastöðum. „Allir hafa þessir staðir mikinn sjarma sem draga að sér bæði íbúa bæjarins og gesti annars staðar frá. Hafnarfjörður hefur allt til alls og því nokkuð auðvelt að leggja upp góðan dag í Firðinum fagra sem felur í sér upplifun, skemmtun, útivist og heilan helling af fersku sjávarlofti fyrir alla fjölskylduna,“ segir Árdís Ármannsdóttir, sam- skiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar. Allar helgar á aðventunni er Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnar- firði opið. Heimsókn í Jólaþorpið og í litlu jólahúsin til að grípa fallega gjöf og góðgæti er orðinn ómissandi hluti af aðventunni hjá mörgum. Jólasveinarnir koma í heimsókn á laugardögum og Grýla er á vappi um bæinn á sunnu- dögum. Í ár var ákveðið að „fram- lengja“ jólagleðina og stemning- una yfir í Hellisgerði en þar hefur risið jólaævintýraland í þessum nær 100 ára gamla lystigarði Hafnfirðinga sem sagt er að hýsi álfa og huldufólk. Við inngang í garðinn hefur risið stórt jólahjarta og síðan tekur við ævintýraveröld ljósa sem gleðja augað og andann. Álfabúðin í Hellisgerði er opin aðventuhelgarnar frá kl. 12-17 en þar er hægt að kaupa fallegt hand- verk, álfakakó og piparkökur. „Við höfum lagt áherslu á það þessa óvenjulegu aðventu að búa til umhverfi og möguleika til upplifunar, útivistar og samveru með nánustu fjölskyldunni eða „jólakúlunni“ eins og þríeykið segir. Undirtónn hátíðarhalda í Hafnarfirði þetta árið er ljósa- dýrð og skreytingar því við viljum að sem flestir og helst allir geti notið aðventunnar af öryggi og án hópamyndana,“ upplýsir Árdís og nefnir sérstaklega að grímuskylda ríki í Jólaþorpinu og alls staðar þar sem ekki er hægt að tryggja að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð milli óskyldra aðila. Árdís gefur hér nokkrar hugmyndir að upplifun og skemmtun í Hafnar- firði á aðventunni: n Bakarí eða kaffihús Mörg skemmtilega ólík kaffihús og bakarí prýða Hafnarfjörð og það um allan bæ. Heimabakað góðgæti og ferskir drykkir. n Miðbær Miðbæinn er ánægjulegt að upplifa fótgangandi. Njóta jóla- ljósanna, meðtaka og draga inn bæjarandann og skoða litrík og falleg hús sem eru einkennandi fyrir Hafnarfjörð. n Verslun og þjónusta Hlýja, fjölbreytileiki og fegurð einkenna hafnfirska verslun og þjónustu í öllum hverfum bæjar- ins. Listir og menning blómstra í bænum með íslenskri hönnun, handverki og hágæðavöru. Að minnsta kosti ein heimsókn í Jólaþorpið í Hafnarfirði er nánast skilyrði á aðventunni. n Hafnarsvæði Afslappandi göngutúr eftir Strand- stígnum og um höfnina er hin besta núvitund. Þessi heillandi gamla höfn er meðal annars heimili listafólks og vinnustofa sem sýna og selja íslenska list og hönnun. Á Strandstígnum má svo finna ljósmyndasýningu um dagleg störf og sögu fólksins sem bæinn byggði. n Söfn Öll söfn Hafnarfjarðarbæjar eru staðsett í hjarta Hafnarfjarðar, sjálfum miðbænum en þar er hægt að upplifa sögu, menningu og list eftir leiðandi listamenn í fortíð, nútíð og framtíð. Kaffi og innlit í blöð og bækur á bókasafni er einn- ig tilvalið. Aðgangur er ókeypis á öll söfnin! n Hellisgerði Þessi nær 100 ára gamli lystigarður Hafnfirðinga er sannkallaður ævintýraheimur sem kallar á opinn hug og trú á álfa og huldu- fólk. Teppi, hlý föt og nesti eru staðalbúnaður í Hellisgerði. Og heimsókn í litlu krúttlegu Álfa- búðina. n Hvaleyrarvatn Vatnið liggur í lítilli kvos skammt ofan við Hafnarfjörð. Umhverfið í kringum vatnið er mjög fallegt og vel gróið. Skemmtilegar og ævin- týralegar gönguleiðir, að vatni og inn á milli trjáa, eru á svæðinu. n Helgafell Gönguferð á Helgafell er fullkomin fyrir fjallageiturnar en gangan upp er nokkuð klettótt og brött og kallar á góðan búnað. Fallegt útsýni frá toppi. n Víðistaðatún Fallegt og fjölskylduvænt úti- vistarsvæði umkringt hrauni með nægu leiksvæði, aparólu, frisbí- golfvelli og útilistaverkum. n Veitingastaðir Ást og metnaður liggja að baki matseðlum, hráefni, umhverfi og þjónustu fjölbreyttra veitinga- staða í Hafnarfirði. Tilvalið að verja hádegi eða enda daginn á vel völdum veitingastað og upplifa notalega stund. n Gisting Ef dagurinn dugar ekki í öll þessi ævintýri og upplifun þá eru gisti- möguleikar í Hafnarfirði fjöl- margir og ólíkir. Fjörukráin – The Viking Village – er einn þeirra með sitt vestnorræna þema og herbergi í anda víkinga. Hafnarfjörður tekur vel á móti þér! Sjá nánar á hafnarfjordur.is Komdu og upplifðu fallega Hafnarfjörð á aðventunni Hafnarfjörður er heillandi og líflegur sjávarbær með litríkum húsum innan um víðfeðmt hraun og fallega náttúru. Hafnarfjörður er bær sem hvetur til heilsueflingar og nú hefur hann breyst í sannkallaðan jólabæ með fallegum jólaljósum og skreytingum sem skapa sannan jólaanda. Í Hellisgerði hefur risið jólaævintýraland á aðventunni. Þarna er hægt að eiga góðar stundir með álfum og huldufólki í jólalegu umhverfi. MYNDIR/AÐSENDAR Hafnarfjörður er heillandi bær með litríkum og fallegum húsum. Álfabúðin í Hellisgerði er opin um helgar líkt og Jólaþorpið í Hafnarfirði. Smábátahöfn og skapandi samfélag á heillandi hafnarsvæði. Þarna er gaman að ganga og skoða. Uppland Hafnarfjarðar býður upp á endalaus ævintýri. Hér má sjá Helgafellið í fjarska. Árdís hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til að fara úr náttfötunum og í útivistargallann. KYNNINGARBLAÐ 3 F I M MT U DAG U R 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 HAFNARFJÖRÐUR OG GARÐABÆR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.