Fréttablaðið - 10.12.2020, Page 33
Ólöf Breiðfjörð,
menningarfull
trúi í Garðabæ,
og Sigurbjörn
Helgason fugla
smiður í vinnu
stofu Hönn
unarsafnsins.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTON BRINK
Ólöf Breiðfjörð, menningar-fulltrúi Garðabæjar, hóf störf í júní á þessu ári svo
hún hefur frá upphafi þurft að laga
starfið að COVID-takmörkunum.
Í samstarfi við Menningar- og
safnanefnd Garðabæjar ákvað hún
í upphafi þriðju bylgju farald-
ursins að senda út rafræna þætti
með ýmsu listafólki sem tengist
Garðabæ á einn eða annan hátt.
Þættirnir eru birtir á Vimeo-rás
og Facebook-síðu Garðabæjar og
kallast Menning í Garðabæ. Síðasti
þátturinn fer í loftið í dag rétt fyrir
hádegi.
„Þættirnir hafa margir tengst
bæjarlistamönnum Garðabæjar
sem eru til dæmis rithöfundar og
óperusöngvarar. Við ljúkum þátt-
unum í dag með mjög hátíðlegum
jólaþætti þar sem Guðfinna Dóra
Ólafsdóttir, fyrrverandi kórstjóri,
tónmenntakennari og söngkona,
syngur með manninum sínum,
Rúnari Einarssyni, börnum þeirra
og barnabörnum í Vídalínskirkju,“
útskýrir Ólöf.
„Guðfinna fékk eitt sinn heiðurs-
viðurkenningu Garðabæjar fyrir
sín störf og mér fannst því tilvalið
að fá hana í þáttinn. Hún ól fjögur
börn upp hér í bænum, sem öll
voru í Skólakór Garðabæjar hjá
mömmu sinni, en þau starfa öll
við tónlist í dag. Hallveig Rúnars-
dóttir er ein af okkar þekktustu og
bestu óperusöngkonum og systir
hennar Hildigunnur Rúnarsdóttir
er tónskáld. Bræðurnir, Þorbjörn
og Ólafur, eru svo báðir mjög
flottir söngvarar. Guðfinna Dóra
og Rúnar, börnin þeirra fjögur og
barnabörn syngja saman mjög
hátíðlega dagskrá sem er alveg
í anda Guðfinnu Dóru en mér
fannst mjög mikilvægt að hún og
hennar fólk fengju sjálf að ráða
efnisskránni. Ég vissi að ég gæti
treyst því að við fengjum dásam-
lega jólatónlist og draumurinn var
að fá eitt lag eftir Hildigunni og
það gekk allt eftir.“
Ólöf segir að þar sem fjöl-
skyldan telur 13 manns hafi þau
sótt um undanþágu til að taka
upp í kirkjunni en fengið neitun.
Þau gerðu það besta úr því og tóku
þáttinn upp í nokkrum bútum og á
ólíkum stöðum í kirkjunni þannig
að sóttvarnir væru tryggðar.
„Við tókum barnabörnin upp
alveg sér, þau syngja eitt lag alveg
ein og voru allan tímann í sínu
horni í kirkjunni. Þau tóku svo upp
kórbútana sína sér og foreldrar
þeirra, börn Guðfinnu Dóru, voru
í sínu sóttvarnahólfi. Þessu var svo
öllu skeytt saman,“ útskýrir Ólöf.
Aðventudagskráin á netinu
Þátturinn er annar jólaþátturinn
í þessari rafrænu þáttaröð en í
byrjun aðventu var sendur út
þáttur sem kom í staðinn fyrir fjöl-
skylduskemmtun sem venjulega
er haldin þegar kveikt er á jólatré
bæjarins.
„Við bjuggum til rafrænan þátt
þar sem bæjarstjórinn flytur
stutta kveðju og svo fóru jóla-
sveinar á milli menningarstofnana
bæjarins og kynntu þær. Þeir fóru
á bókasafnið þar sem skemmtileg
pakkainnpökkun var kennd og
kíktu á Hönnunarsafnið þar sem
var föndursmiðja. Grýla og Leppa-
lúði sungu í þættinum í sal Tónlist-
arskólans og jólasveinarnir kíktu
inn í burstabæinn Krók sem er rétt
hjá Garðakirkju. Það er yndislegur
staður, en jólasveinarnir rötuðu
þangað í leit að bróður sínum
Ketkróki. Í þættinum eru sýndir
þeir staðir þar sem venjulega hefðu
verið viðburðir fyrir fjölskyldur á
aðventunni,“ segir Ólöf. Hún segir
Hátíðlegt og hannað í Garðabænum
Þrátt fyrir heimsfaraldur blómstrar menningin í Garðabæ. Hún hefur að hluta til færst inn á heim-
ili fólks í formi rafrænna þátta en jóladagatalið er á sínum stað í glugga Hönnunarsafnsins.
Fjölskylda Guðfinnu Dóru við upptökur í Vídalínskirkju.
að COVID hafi kennt fólki að finna
lausnir til að geta boðið upp á
vandaða viðburði, þrátt fyrir sam-
komutakmarkanir.
„Ég held að þetta sé að vissu leyti
komið til að vera. Það er auðvitað
fólk þarna úti sem ekki hefur tök
á að mæta á hefðbundnar uppá-
komur og ég held að okkur beri
skylda til að bjóða áfram upp á raf-
ræna viðburði sem fólk getur notið
heiman frá sér og horft á aftur og
aftur.“
Aðventudagatal Hönnunar
safnsins er á sínum stað
Árið 2014 var fyrsta aðventu-
dagatal Hönnunarsafns Íslands
í Garðabæ sett upp. Ólöf segir
að hugsunin með því hafi verið
að færa safneignina nær fólki og
tengja saman safnið og búðina.
„Aðventudagatalið er staðsett
í glugganum á safnbúð Hönn-
unarsafnsins. Það þarf því ekki
að mæta á opnunartíma til að
skoða dagatalið, en gripur dagsins
er í glugganum frá hádegi og til
hádegis næsta dag þannig að hægt
er að skoða gluggann líka eftir að
safninu lokar,“ segir Ólöf.
„Söfn geta aldrei sýnt allt sem
þau varðveita í geymslunum og
þess vegna fannst sérfræðing-
unum á Hönnunarsafninu
mikilvægt að hafa einn mánuð
til að sýna fólki alls kyns gripi úr
safneigninni sem eru yfirleitt ekki
til sýnis.“
Oftast hefur verið eitthvert
þema í jóladagatalinu en í ár eru
til sýnis verk sem Textílfélag
Íslands færði safninu að gjöf.
„Þetta eru alls konar verk eftir
textíl-listafólk á Íslandi. En núna
vegna COVID var safnið lokað í
nokkrar vikur og því gafst sér-
fræðingum safnsins tækifæri til að
sökkva sér ofan í meiri rannsókn-
arvinnu en ella og setja saman
mjög skemmtilegt dagatal. Frá 1.
desember hefur nýtt verk birst í
glugganum í hádeginu á hverjum
degi. Þeir sem svo ekki komast
að glugganum geta bara kíkt á
Facebook-síðu safnsins og notið
þess að kíkja í gluggann rafrænt.“
Ólöf segir að mörgum þyki texti
á sýningum á söfnum frekar alvar-
legur og þurr en í dagatalinu hafi
textasmiðirnir Þóra Sigurbjörns-
dóttir og Ingiríður Óðinsdóttir
leikið sér með textann og hann sé
því léttur og skemmtilegur.
„Það er gaman að brjóta þannig
niður múra og sýna að söfn eru
ekkert alltaf háalvarleg og allir
ættu að geta notið þeirra.“
Hönnunarsafnið hefur nú verið
opnað aftur og er opið alla daga
nema mánudaga frá klukkan
12-17.
„Það er tilvalið að gera sér ferð í
Garðabæinn í desember og skoða
jóladagatalið og njóta þess að
skoða sýninguna 100% Ull. Það
er ókeypis aðgangur út árið en
á sýningunni eru verk eftir sex
íslenska hönnuði sýnd en þeir
nota ull á ólíkan máta. Svo er
fuglasmiður á safninu að smíða
fugla allan daginn og fólk getur
fylgst með, keypt fugla og f lotta
hönnunarvöru í búðinni.“
Ingiríður Óðinsdóttir og Þóra Sigurbjörnsdóttir hafa veg og vanda af aðventudagatali Hönnunarsafnsins.
KYNNINGARBLAÐ 5 F I M MT U DAG U R 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 HAFNARFJÖRÐUR OG GARÐABÆR