Fréttablaðið - 10.12.2020, Síða 36
Hafnarfjörður er þekktur jólabær
en líka fyrir Hafnarfjarðarbrandara.
Í f lestum löndum tíðkast að henda gaman að íbúum ein-stakra héraða og bæja sem þykja
á einhvern hátt skera sig úr. Af
þessu spretta skondnar sögur um
fólk sem ekki þykir stíga í vitið eða
er á einhvern hátt sérkennilegt. Nú
er svo komið fyrir Hafnfirðingum
að athafnir þeirra og tilsvör virðast
ætla að verða óþrjótandi nægta-
brunnur gárunga og spéfugla um
land allt. Auðvitað taka Hafn-
firðingar þessu létt og hafa gaman
af. Margir kunna reiðinnar ósköp
af Hafnarfjarðarbröndurum og
ekki er verra að hafa þá á tak-
teinum þegar vinir Hafnarfjarðar
og aðrir góðir landsmenn hefja
skothríðina!
Allir sem koma til Hafnarfjarðar
eru hvattir til að læra nokkra
Hafnarfjarðarbrandara svo þeir
eigi auðveldara með að aðlagast
þessu litríka samfélagi. Hér er einn
í veganesti:
Hvers vegna setja Hafnfirðingar
stól út á svalir þegar degi tekur að
halla? Svar: Auðvitað til að sólin
geti sest!
Heimild: hafnarfjordur.is
Brandarabærinn
Hafnarfjörður Það eru mörg gömul og falleg hús í Hafnarfirði. FRÉTTBLAÐIÐ/STEFÁN
Hafnarfjörður státar af stærstu samfelldu byggð bárujárnsklæddra timbur-
húsa á landinu. Er talsvert eftir af
hinu upphaflega byggðamynstri
bæjarins þar sem hús voru byggð
á heppilegum stöðum í hrauninu
en götur lagðar síðar. Tilvalið er
að rölta um Vesturbæinn, heim-
sækja Austurgötuna og Hverfis-
götu. Einnig er nauðsynlegt að
kíkja á Byggðasafnið þar sem eru
skemmtilegar sýningar í gangi.
Í Pakkhúsinu eru að öllu jöfnu
þrjár sýningar í gangi í einu, fasta-
sýning um sögu bæjarins, leik-
fangasýning og þemasýning.
Í Sívertsen-húsi er sýnt hvernig
yfirstéttarfjölskylda í Hafnarfirði
bjó í byrjun 19. aldar, auk þess
sem varpað er ljósi á sögu Bjarna
Sívertsen og fjölskyldu hans.
Siggubær er varðveittur sem
sýnishorn af heimili verkamanns
og sjómanns í Hafnarfirði frá fyrri
hluta 20. aldar.
Í Beggubúð er verslunarminja-
safn Byggðasafns Hafnarfjarðar.
Húsið, sem byggt var árið 1906,
stóð áður við aðalverslunargötu
bæjarins en var flutt á lóð safnsins,
gert upp og opnað sem sýningahús
árið 2008.
Gömlu húsin í Hafnarfirði
Tilvalið í jólapakkann
Gjafabréf á RIF
578-0100
2.HÆÐ - FJÖRÐUR VERSLUNARMIÐSTÖÐ | RIF.IS
8 KYNNINGARBLAÐ 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RHAFNARFJÖRÐUR OG GARÐABÆR
Garðabær og Hafnarfjörður bjóða
upp á frábæra golfaðstöðu.
Golfvellir Golfklúbbs Kópa-vogs og Garðabæjar og Golf-klúbbsins Keilis í Hafnarfirði
eru meðal bestu golfvalla landsins.
GKG er með tvo golfvelli, Leir-
dalsvöll, sem er 18 holur, og Mýr-
ina, sem er níu holur. Leirdalsvöllur
liggur frá Vetrarmýrinni í Garðabæ
og upp í Leirdalinn í Kópavogi og
aftur til baka og er krefjandi fyrir
golfara á öllum stigum. Mýrin
liggur í Vetrarmýrinni í Garðabæ
og er á köflum krefjandi fyrir alla
golfara og hentar vel þegar ekki
gefst tími fyrir 18 holur. Hjá GKG
er líka að finna stærsta TrackMan
svæði innanhúss sem finnst í
heiminum og klúbburinn býður
upp á öflugt starf fyrir allar gerðir
golfara.
Golfklúbburinn Keilir í
Hafnarfirði býður líka upp á öflugt
íþróttastarf og er með Hvaleyrar-
völl, sem hefur lengi þótt einn
besti golfvöllur landsins og hefur
fengið alþjóðlegar viðurkenn-
ingar, eins og að vera valinn á
meðal fimmtán bestu golfvalla
Norðurlandanna af golftímaritinu
Golf Digest. Fyrri níu holurnar,
Hraunið, eru lagðar í hraunbreiðu
sem getur reynst kylfingum
afar erfið viðureignar missi þeir
boltann út af brautum. Seinni níu
holurnar, Hvaleyrin, eru af ætt
links-golfvalla, þar sem sjórinn og
djúpar sandglompur koma mikið
við sögu.
Frábær aðstaða
fyrir golfara