Fréttablaðið - 10.12.2020, Side 42
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar
ástkærs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
Ægis Ingvarssonar
bifvélavirkjameistara
og vélstjóra,
sem lést þann 13. október sl. á Dvalar- og
hjúkrunarheimilinu Jaðri í Ólafsvík.
Ásta Dóra Valgeirsdóttir
Ingvar Valgeir Ægisson Áslaug Olga Heiðarsdóttir
Trausti Ægisson Lilja Ólafardóttir
Valgerður Margret Ægisdóttir Hafrún Elvan Vigfúsdóttir
og barnabörn.
Jóhann Hjálmarsson
skáld.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju
þann 11. desember kl. 15.00.
Vegna fjöldatakmarkana er hægt að
horfa á athöfnina í streymi:
youtu.be/cCQ3yMeK-os
Þorri Jóhannsson
Dalla Jóhannsdóttir
Jóra Jóhannsdóttir
og barnabörn.
Elsku hjartans móðir okkar,
tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma,
Guðrún Helgadóttir
frá Kollsvík,
síðast Brúnavegi 9, Reykjavík,
lést að kvöldi 6. desember á Hrafnistu í Reykjavík.
Elín G. Guðmundsdóttir
Anna Helgadóttir Egon Marcher
Sigrún Sjöfn Helgadóttir Óli M. Lúðvíksson
Hafdís Helgadóttir Björgvin R. Andersen
Kjartan Hrafn Helgason Ástríður Ó. Gunnarsdóttir
Helgi Helgason María Baldursdóttir
barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn.
Ástkær eiginkona mín,
móðir, tengdamóðir, amma,
langamma og vinkona,
Þórgunnur Rögnvaldsdóttir
Ægisgötu 1,
Ólafsfirði,
lést hinn 6. desember á Heilbrigðisstofnun
Norðurlands, Siglufirði. Útför hennar fer fram frá
Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 12. desember klukkan
14.00. Vegna fjöldatakmarkana verður athöfninni einnig
streymt á facebook.com/groups/419746082730446
Ármann Þórðarson
Rögnvaldur Ingólfsson Jörgína Ólafsdóttir
Auður Guðrún Ármannsdóttir Sveinn Eyfjörð Jakobsson
Þórður Ármannsson Ester Jónasdóttir
Sigrún Eva Ármannsdóttir Andri Dan Róbertsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Skúli Rúnar Guðjónsson
Strikinu 2, Garðabæ,
lést á Hrafnistu,
Hafnarfirði, 4. desember.
Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju,
þriðjudaginn 15. desember kl. 13.00. Í ljósi aðstæðna er
athöfnin einungis fyrir fjölskyldu og boðsgesti.
Páll Skúlason Agnes Kragh Hansdóttir
Jónas Skúlason Elísabet M. Jóhannesdóttir
Skúli Rúnar Skúlason Sigríður Bergsdóttir
Auður Skúladóttir Magnús V. Magnússon
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Hrafnhildur Tryggvadóttir
Elísabetarhaga 2,
Akureyri,
lést 5. desember á öldrunarheimilinu
Hlíð. Útför hennar mun fara fram
mánudaginn 14. desember frá Höfðakapellu. Í ljósi
aðstæðna í samfélaginu verða einungis nánustu
aðstandendur viðstaddir. Sérstakar þakkir til
starfsfólksins á Birkihlíð og starfsfólks heimahlynningar á
Akureyri fyrir einstaka umönnun.
Þorgrímur Þorsteinsson
Elínborg Þorgrímsdóttir Hallsteinn Guðmundsson
Björn Þorgrímsson Drífa Kristjánsdóttir
Anna Guðrún Þorgrímsdóttir Eirik Blix Madsen
barnabörn og barnabarnabörn.
Bókin um landverðina er myndasögubók um íslensk-ar ofurhetjur sem láta gott af sér leiða. Atlas er venju-legur menntaskólaungl-ingur en ofurhetja í frítíma
sínum og getur gert alls konar hluti með
vatni, til dæmis skotið því út frá sér og
flogið með því. Avion er líka unglingur
og hann er nýbúinn að komast að því að
hann sé gæddur ofurkröftum, en ræður
ekki nógu vel við þá og leitar til Atlasar.
Saman mynda þeir gott teymi sem berst
gegn eldi illmennis.“
Þannig lýsir Úlfar Konráð Svansson
í stuttu máli söguhetjum bókarinnar
Landverðirnir: Atlas og Avion, sem hann
er höfundur að, ásamt Degi Lárussyni.
En hvernig kom verkefnið til? Dagur
verður fyrir svörum: „Við Úlfar erum
vinir og höfum gaman af því að skapa
eitthvað saman, okkur fannst liggja
beinast við að búa til eitthvað sem væri
nálægt okkar áhugasviði. Við erum
báðir miklir aðdáendur ævintýramynda
og sagna eins og Star Wars, Lord of the
Rings og ofurhetjubóka. Þess vegna
vildum við búa til eina séríslenska ofur-
hetjusögu,“ segir hann og tekur fram að
þeir hafi aldrei komið nálægt bókaút-
gáfu áður.
Fannar Georg Gilbertsson mynd-
skreytti bókina Landverðirnir: Atlas og
Avion. Rithöfundarnir, Úlfar og Dagur,
eru sammála um að Fannar eigi enda-
laust lof skilið fyrir sína ótrúlegu vinnu.
„Stefán Atli Rúnarsson hefur svo verið
hjálparhella okkar á síðari stigum verk-
efnisins, hann hefur verið duglegur að
koma því á framfæri og klæðist búning-
um við ákveðin tilefni,“ upplýsir Dagur.
Með útgáfunni vilja þeir Úlfar og
Dagur láta gott af sér leiða, því rennur
söluhagnaður þeirra af bókinni til
Barnaspítala Hringsins. Úlfar segir þá
hugmynd hafa kviknað þegar hann
rakst á frétt um leikarana Tom Holland
(Spiderman) og Jake Gyllenhaal (Mys-
terio) sem fóru á barnaspítala í Banda-
ríkjunum í fullum skrúða til að gleðja
litlu ofurhetjurnar þar. „Við vildum fara
að dæmi þeirra. Okkar karakterar, Atlas
og Avion, hvetja alla til að gera góðverk
og það er eitthvað sem allir geta gert.
Auðvitað viljum við þá skapa gott for-
dæmi.“
Dagur lýsir því að þeir félagar hafi
heimsótt barnadeild Landspítalans,
klæddir sem ofurhetjur bókarinnar. „En
vegna COVID höfum við bara fengið að
hitta krakkana í gegnum gluggana sem
eru á herbergjunum þeirra og vísa út í
garðinn hjá spítalanum og að gefa þeim
gjafir á borð við boli með mynd af per-
sónum úr bókinni.“
„Já, krakkarnir sem hafa dvalið á
spítalanum hafa átt sérlega erfitt ár,“
segir Úlfar. „Eins og allir í heiminum
hafa þeir þurft að sæta samkomubanni
og líka heimsóknabanni. Það eitt og sér
er næg ástæða til svona verkefnis.“
gun@frettabladid.is
Vilja láta gott af sér leiða
Góðhjartaðar ofurhetjur eru sögupersónur Úlfars Konráðs og Dags Lárussonar sem
munu gefa Barnaspítala Hringsins hagnað sinn af bókinni: Landverðirnir: Atlas og Avion.
Úlfar Konráð Svansson, Fannar Georg Gilbertsson, Stefán Atli Rúnarsson og Dagur Lárusson eru ofurhetjur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Okkar karakterar, Atlas og
Avion, hvetja alla til að gera
góðverk og það er eitthvað sem
allir geta gert. Auðvitað viljum
við þá skapa gott fordæmi.
1901 Nóbelsverðlaunin eru veitt í fyrsta sinn.
1924 Rauði kross Íslands er stofnaður í Reykjavík.
1955 Halldór Laxness veitir Nóbelsverðlaunum viðtöku í
Stokkhólmi.
2005 Unnur Birna Vilhjálmsdóttir sigrar í keppninni Ung-
frú heimur 2005 í Sanya í Kína.
Merkisatburðir
1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R26 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT