Fréttablaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 50
ÉG HEF GREINILEGA EKKI KOMIST AÐ NEINNI NIÐURSTÖÐU ÞVÍ ÞÁ VÆRI ÉG HÆTTUR. Yfirlitssýning á verkum Sigurðar Árna Sigurðs-sonar, ÓraVídd, stend-ur yfir á Kjarvalsstöð-um. Sýningarstjóri er Markús Þór Andrés- son. Verkin á sýningunni spanna um þrjátíu ára feril listamannsins. „Elstu verkin eru frá 1990, gerð í París, og þau nýjustu eru frá þessu ári, gerð með sýninguna í huga,“ segir Sigurður Árni sem valdi verkin með sýningarstjóranum Markúsi Þór. „Þetta var mjög ánægjulegt og gott samstarf og alveg nauðsynlegt að hafa góðan sýningarstjóra þegar unnið er að sýningu á verkum sem spanna þrjátíu ára feril. Ég hef aldr- ei sett upp yfirlitssýningu á verkum mínum áður og það er auðvelt að týna sér í eigin heimi og smáatrið- um sem koma ekki heildinni við. Þá kemur sýningarstjórinn og réttir af kúrsinn. Á sýningunni má sjá ákveðin áhersluatriði sem ég hef unnið með á ólíkum tímum. Ég fór úr nokkuð bundinni landslagshefð yfir í hug- myndalegri nálgun og útfærslu á viðfangsefninu. Það opnaði auð- vitað bara f leiri dyr sem leiða yfir í sögu málverksins og abstraksjón á því. Þetta er yfirlit hugmynda minna síðustu þrjá áratugina.“ Ekki viss um niðurstöðu Spurður hvort honum finnist hann hafa lært mikið á þeim þremur ára- tugum sem hann hefur starfað sem listamaður segir Sigurður Árni: „Nei, ég hef ekki lært neitt! Mér miðar vonandi eitthvað áfram en veit ekki hvort ég hafi komist að einhverri niðurstöðu. Í byrjun var ég mikið að fást við landslagið og Jón Stefánsson var mér hugleikinn á þeim tíma. Ég hafði stúderað hann og formskoðun hans sem mér finnst ekki hafa fengið næga athygli. Jón er einn af þeim fyrstu sem abstraktera landslagið þó að hann sé um leið algjörlega bundinn því. Ég var hrif- inn og upptekinn af þessu í byrjun og elstu verkin á sýningunni sýna það mjög vel. Smám saman sneri ég mér að öðru eins og görðum og golfvöllum og vangaveltum um málverkið og flötinn.“ Nýjustu verkin á sýningunni eru plexígler og álverk. „Það má kalla þau veggverk, þau eru upphleypt en ég flokka þau sem teikningar eða bara málverk. Ég hef verið að vinna með þessi efni á síðustu árum en það er líka nýtt málverk á sýning- unni. Í raun eru þetta bara efni sem ég vel til að þjóna hugmyndum, hvort sem það er plexígler, ál eða olía á striga.“ Engin klukknahringing Vegna COVID var engin formleg opnun og Sigurður Árni segist hafa fundið fyrir því. „Ég vann að þessari sýningu allt síðasta ár og pressan var orðin mikil rétt fyrir opnun. Svo varð þetta dálítið eins og þegar maður var krakki að bíða eftir jólunum. Maður er búinn að fara í bað og kominn í sparifötin og bíður eftir að kirkjuklukkurnar hringi klukkan sex, en þær hringja ekki. Sýningin tilbúin og allt klárt en salirnir lokaðir. Ég hafði ekki áttað mig á því hvað opnunin og samskipti við áhorfandann skiptir mikil máli. Kannski er gott fyrir mann að upplifa þetta.“ Spurður hvað hafi komið honum mest á óvart í undirbúningi sýn- ingarinnar segir hann: „Það sem kom mér á óvart er að sjá hversu mikið ég er að vinna með sömu hug- myndirnar og um leið hversu langt mér tekst að teygja þær. Ég sé sömu vandamál í dag sem ég var að fást við fyrir tuttugu eða þrjátíu árum, í sambandi við myndflötinn og mál- verkið. Ég hef greinilega ekki komist að neinni niðurstöðu því þá væri ég hættur. Það opnast bara meiri víð- átta, hæð tekur við af hól og ég held bara áfram.“ Yfirlit hugmynda minna síðustu þrjá áratugina Sýning á verkum myndlistarmannsins Sigurðar Árna Sigurðssonar stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Fór úr bundinni lands- lagshefð yfir í hugmyndalegri nálgun. Ég hafði ekki áttað mig á því hvað opnunin skiptir miklu máli, segir Sigurður Árni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Valerie. Pólýhúðað ál. 126X288 cm. 2020. Vegleg sýningarskrá Í tengslum við sýninguna gefur Listasafn Reykjavíkur út veglega sýningarskrá með ljósmyndum af sýningunni, myndum af verkum og textum um Sigurð Árna og viðfangs- efni hans. Þar skrifar Michel Gauthier, sýningarstjóri við Samtímalistasafn Frakklands í Centre Pompidou í París, ítarlega fræðigrein um Sigurð Árna og list hans, Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur ræðir við listamanninn um ferilinn og Markús Þór Andrésson skrifar um þróun ferils Sigurðar Árna. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is 14 stöðvar, sjálfsmynd sem... er sýning Helga Þorgils Frið-jónssonar, sem verður opnuð laugardaginn 12. desember í Gall- eríi göngum, Háteigskirkju. Allar myndirnar eru olíumálverk unnin á striga og unnin frá fyrstu drögum 2014 – 2020. Um sýninguna segir Helgi Þor- gils: „Þegar kirkjur eru heimsóttar sér maður oft á látlausum hliðar- veggjum 14 málverk, eða lista- verk hvers konar, sem sýna Krist með krossinn á öxlinni, stíginn til Mount Calvary. Stundum sýna þær hann bera krossinn nokkuð létti- lega, en í önnur skipti örmagna og þjáðan. Fyrir mér er þetta eins- konar mantra, talnabönd og annað sem bera mann í ástand sem tengir við annað ástand. Við hverja mynd hugleiðir áhorfandinn, eða horfist í augu við sjálfan sig. Leiðin markast af því að Jesú fellur með krossinn, eða Jesú horfir í augu móður sinnar, o. s. frv. Frægar tilvitnanir í krossburð- inn í list nútímans er verk Barnett Newman, The Stations of the Cross, og svo kvikmynd Mel Gibson, The passion of the Christ. Ég kópíera 14 myndir úr listasögunni, eftir fræga og minna fræga listamenn, og set sjálfsmynd í kristsmyndina. Allar fjórtán stöðvarnar eru eitt verk. Hver og einn verður að gera það upp við sjálfan sig hvað það þýðir, og hvort það sé trúarlegt verk eða ekki. Það sýnir mannlega breytni, mannleg örlög og hugmyndir. Einn- ig sýnir það hugmyndir listamann- anna og tímann sem frumverkið er gert, og tímann sem mitt verk er gert. Jafnvel tæknilegar vangaveltur eða skóla.“ Mannleg breytni Helgi Þorgils sýnir verk í Háteigs- kirkju. MYND/AÐSEND Í Gallerí Fold stendur yfir sýning á verkum danska málarans Ole Ahlberg (f. 1949). Hann er íslenskum listunnendum að góðu kunnur enda hefur hann sýnt verk sín hér á landi nokkrum sinnum. Hann er einna þ e k k t a s t u r fyrir myndir s í n a r a f teiknimynda- hetjunni góð- kunnu Tinna og félög u m hans þar sem hann sý nir persónur úr Tinnabókun- um í ýmsum ó v e n j u l e g - um, óvæntum og jafnvel erfiðum aðstæðum. Stundum eru verk hans dökk eða erótísk en í öðrum ríkir gleði og leikur en þau bjóða áhorf- andanum alltaf upp á óvænta upp- lifun og vísa gjarna út fyrir sig. Á sýningunni eru prent í tak- mörkuðu upplagi, auk þriggja olíu- verka, en þetta er í fyrsta sinn sem olíuverk eftir Ole eru sýnd hér á landi en þau eru afar eftirsótt. Sýningin stendur til 19. desember. Ole Ahlberg sýnir verk í Galleríi Fold 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R34 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.