Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2020, Qupperneq 56

Fréttablaðið - 10.12.2020, Qupperneq 56
ÞAÐ ER KOMINN ANSI LANGUR TÍMI SÍÐAN ÉG HÆTTI AÐ FARA Í LJÓS ENDA GÍFUR- LEGA MIKIÐ ÚRVAL TIL AF GÓÐUM BRÚNKU- VÖRUM SEM FARA MIKIÐ BETUR MEÐ HÚÐINA. Núna á meðan sviðs-l i s t a h e i m u r i n n lig gur að mestu leyti niðri hef ég verið að lesa mikið fyrir Storytel en er líka á fullu í að talsetja. Núna í byrjun desember er ég svo á leið- inni norður til Akureyrar að starfa með Leikfélagi Akureyrar í annað sinn, en þau eru að fara að setja upp söngleikinn Benedikt Búálf. Ég er hrikalega spennt að geta loksins farið að leika á sviði aftur.“ Þórdís segist alltaf hafa reynt að hugsa vel um húðina og að heims- faraldurinn hafi ekki haft mikil áhrif á rútínu hennar þegar þegar það kemur að notkun á snyrti- og húðvörum. „Ég hef alltaf lagt mjög mikið upp úr því að hugsa vel um húð- ina mína og hef bara gert meira af því núna ef eitthvað er. Það er kannski helst það að maður er að mála sig sjaldnar þar sem maður er með fá tilefni til, en mér finnst það bara mikill kostur þar sem mér líður best ómálaðri eða lítið málaðri. Mig þyrstir hins vegar orðið í samkvæmi eins og sennilega f lesta landsmenn en það er annað mál. Til að halda rútínu á þessum skrítnu tímum sem við lifum finnst mér mikilvægt að gera alltaf mína daglegu húðrútínu á morgnana og hreinsa húðina svo vel á kvöldin, hvort sem ég hef verið heima að vinna eða ekki. Þetta er líka kjörið tækifæri til að fara vel yfir skápana heima og henda út gömlum snyrti- vörum,“ segir hún. En hvað gerir hún til að gera vel við sig? „Þegar ég er að eiga rólegt kvöld heima, sem eru jú öll kvöld á þessu ári, f innst mér æðislegt að fara í bað eða góða sturtu, skrúbba húðina og setja góða djúpnær- ingu í hárið. Nota síðan einhverja góða olíu á líkamann og setja á mig maska, annaðhvort sýrumaska, er til dæmis mjög hrifin af Peeling Solution frá The Ordinary eða ein- hvern góðan rakamaska frá Dr. Hauschka,“ svarar Þórdís. Þórdís verður fyrir norðan að leika fram að 20. desember. „Þannig að jólaundirbúningur verður í sögulegu lágmarki þetta árið. Ég fæ hins vegar gott jólafrí og hlakka mikið til að verja tímanum með stráknum mínum.“ steingerdur@frettabladid.is Mikilvægt að nota alltaf sólarvörn Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir, er lítið fyrir meik en elskar góðar brúnkuvörur. Að hennar sögn er eitt best geymda leyndarmálið þegar kemur að umhirðu húðarinnar dag- leg notkun á sólarvörn, líka á veturna. Þórdís notar lítið af farða og hugsar vel um húðina. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Oi Oil Davines er mitt allra uppáhalds hárvörumerki. Flestar hárvörurnar mínar eru frá þeim og ég hef ekki enn þá prófað vöru frá Davines sem ég elska ekki. Ég nota þessa olíu á hverjum degi. Olían mýkir hárið og gefur því gljáa. Ég er með þykkt og mikið hár sem á það til að flækjast og verða úfið og þessi olía verður alltaf að vera til inní í skáp hjá mér. Svo er líka guðdóm- leg lykt af henni sem skemmir ekki fyrir. Mimitika sólarvörn Það eru nokkur ár síðan sólarvörn varð partur af daglegri húðum- hirðu minni og það er sennilega eitt best geymda leyndarmálið þegar kemur að öldrun húðar. Ég hef prufað margar sólarvarnir í gegnum árin en þessi verður alltaf í uppáhaldi. Ég nota sólarvörn alla daga, hvort sem það er sól eða ekki til að vernda húðina gegn UVA- og UVB-geislum. Það er ekki síður mikilvægt að nota sólarvörn á veturna. Dr. Hauschka Translucent Bronzing Tint Eftir að ég fór að hugsa betur um húðina mína hætti ég að nota meik, ég mála mig ekki dagsdag- lega en þegar ég vil setja eitthvað létt á mig nota ég hyljarann minn frá Dr. Hauschka og set svo þetta bronzing tint yfir. Það má líka blanda því við dagkrem og það gefur húðinni fallegan ljóma. Fyrir þær sem nota farða er líka upplagt að blanda þessu út í farðann og fá smá sólarkysst útlit. Ég er algjör- lega dolfallin yfir þessu merki og þeirra hugmyndafræði um hreinar lífrænar snyrtivörur, formúlurnar eru stútfullar af andoxunarríkum steinefnum og vítamínum. Dr. Hauschka Rose Day Cream Þetta er mitt uppáhaldsdagkrem á veturna. Á vorin og sumrin nota ég Melissa Day Cream frá sama merki sem er örlítið léttara. Þetta er mjög nærandi og róandi dag- krem sem verndar húðina og það er æðislegt að nota þegar það er farið að kólna mikið og húðin er extra viðkvæm. Ég veit ekki hvað ég hef farið í gegnum margar túpur af þessu. Marc Inbane Perle de soleil brúnkudropar Enn önnur snilldin frá Marc Inbane. Ég blanda 3-4 dropum af þessu í rakakremið mitt þegar mig vantar smá lit og ljóma. Sér- staklega nauðsynlegt yfir þessa dimmu mánuði hér á Íslandi. Marc Inbane brúnkufroða Ég hef notað Marc Inbane brúnku- vörurnar í mörg ár. Það er kominn ansi langur tími síðan ég hætti að fara í ljós enda gífurlega mikið úrval til af góðum brúnkuvörum sem fara mikið betur með húðina. Marc Inbane er besta brúnkan að mínu mati og gefur ofboðslega fallegan lit, ég á alltaf til bæði froðuna og spreyið. Froðan þornar hratt og það er auðvelt að bera hana á. Tan Organic sólarpúður Verandi manneskja sem forðast það að láta sólina skína mikið framan í mig finnst mér mjög mikilvægt að nota góðar vörur sem fríska upp á mann og gefa manni þetta sólakyssta „lúkk”. Ég er alltaf með sólar- púður í snyrtitöskunni minni og þetta er það allra besta sem ég hef prófað. Það er tvískipt, helmingur- inn er ljómapúður og liturinn er guðdómlegur. Skin Regimen 15.0 vitamin C booster Ég hefði aldrei trúað því hvað C-vítamín serum geta gert mikið fyrir húðina. C-vítamín er mjög öflugt andoxunarefni sem verndar húðfrumurnar og hægir á öldrunarmerkjum. C-víta mín er það inni halds efni í húðvör um sem hef ur hvað flest ar rann sókn ir á bak við sig sem sann a virkni þess svo þetta er eitt eft ir sótt asta inni- halds efnið í húðvör um í dag. Þetta dásamlega serum jafnar húðlit, áferð húðar og dregur úr fínum línum. 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R40 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.