Fréttablaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 58
Leikurinn Whamaged-don, með augljósri vísun í dómsdag, gengur ein-faldlega út á það að kom-ast hjá því að heyra Last Christmas til miðnættis 24. desember en þeir kalla sig „evr- ópska heiðingja“ jólavillikettirnir sem standa fyrir þessum háskaleik á heimasíðunni Whamageddon.com. „Leikurinn er einfaldur. Ef þú heyrir Last Christmas með Wham! ertu dottinn út. Mæli með þessu,“ segir Sveinn Waage, bjórkennari með meiru, en hann tók ásamt nokkrum vinum áskorun um að taka þátt í Whamageddon. „Ég er enn á lífi,“ segir Sveinn um leið og hann viðurkennir að vera orðinn ansi taugatrekktur. „Ég var hjá tannlækni í morgun og hlustaði eins og asni fyrir utan hurðina. Til hvers? Til að heyra það ekki?“ Undir jólalagasnjóhengju Þá segist Sveinn vera hættur að hlusta á útvarpsfréttir og að hann sé farinn að ímynda sér að jafnvel X-ið sé ekki öruggt þar sem lagið gæti komið þar í auglýsingu. „Ég er líklega sá eini sem varð svekktur yfir að meira fólk kemst í búðir. Ég var með 100% afsökun,“ heldur Sveinn áfram en hann telur einmitt verslanir hættulegastar. „Ég fór í Bauhaus að kaupa lím og Léttbylgjujólastöðin glumdi í hús- kerfinu. Þetta var eins og að versla undir hættulegri snjóhengju sem marraði fyrir ofan mig. Mér leið eins og ég væri í rússneskri rúllettu í hvert sinn sem nýtt lag byrjaði,“ segir Sveinn sem er byrjaður að undirbúa sig undir að verða undir Wham!-snjóhengjunni í Krónunni á næstunni. Sumarfrí frá Wham! „Ég er bara sprelllifandi, merkilegt nokk, en hef ekkert þurft að hlusta á útvarpið í viku þannig að ég er alveg Wham-frír,“ segir útvarps- maðurinn Þórður Helgi Þórðarson, Doddi litli, sem nýtur þess að vera í tveggja vikna fríi frá störfum sínum hjá RÚV. „Þannig að ég er mögulega góður allavegana út þessa viku en svo fer ég að lenda í veseni á mánudaginn. Þá neyðist ég til að fara að spila þetta. Maður spilar þetta sjálfur til að eyðileggja fyrir öðrum,“ segir hann og hlær. Geggjað lag Þórður hefur bent Sveini á við hvað Last Christmas upp á líf og dauða Þeir sem elska að hata Last Christmas með Wham! geta keyrt upp jólastressið í leiknum Whamageddon og reynt að komast í gegnum aðventuna án þess að heyra lagið. Vitaskuld hægara sagt en gert í ljósi vinsældanna. Felldur í fólskulegri árás „Jú, ég er dauður. Ég varð samt reyndar fyrir fólsku- legri árás sem varð til þess að ég féll út,“ segir kennarinn og tónlistarmaðurinn Hallur Guð- mundsson. „Þannig er að ég, 80’s-barnið, er og verð alltaf Duran-megin í tilverunni og reyni því að forð- ast Last Christmas í lengstu lög fyrir jólin af prinsippástæðum,“ segir Hallur, sem má því teljast nokkuð þjálfaður í leiknum. „Ég er í kennaranámi við HÍ og við erum fjögur sem höfum verið að vinna hópverkefni alla önnina. Samskiptin hafa farið fram mest á Messenger og kvöldið fyrir próf sit ég uppi í rúmi og er að glápa á sjónvarpið þegar ég heyri „díng“ í símanum en nenni ekki athuga hvað það er. Þá heyri ég aftur „díng“ og svo aftur og hugsa þá að nú sé eitthvað að gerast.“ Hallur skoðaði því skilaboðin sem hann sá að snerust um áhyggjur hinna af prófinu. „Þá sé ég að einn hefur sent raddupptöku þar sem hann byrjar að tala eitthvað um hvernig við ætlum að tækla prófið. Svo heyrist tónlist í bakgrunni eins og sími sé að hringja og hann biður okkur að bíða. Eins og hann ætli að svara. Svo bara leggur hann tónlistina að hljóðnemanum og þar með var ég „dauður“ í Whamma- geddon,“ segir Hallur sem gekk beint í gildruna. „Við erum öll húmoristar og hinir vissu hvað klukkan sló, spiluðu með í gríninu og lögðu inn í umræðuna á Messenger áður en ég gat svo mikið sem gripið símann til að athuga hvað væri á seyði og það gerði það að verkum að ég hlustaði sérlega vel á skilaboðin. Það besta við þetta er svo að hann náði tveimur fyrir einn þar sem frúin var stödd inni í her- berginu þegar ég var að hlusta á þetta og hún hlaut sömu örlög. En þessir samnemendur mínir eru hið ágætasta fólk og erfi ég þetta ekki.“ Whamageddon – Reglurnar Fyrsta regla Takmarkið er að halda út eins lengi og mögu- legt er án þess að heyra jólalagið sígilda Last Christmas með WHAM! Önnur regla Leikurinn hefst þann 1. des- ember og lýkur á miðnætti 24. desember. Frjálst er að styðjast við staðartíma. (Já, við erum evrópskir heiðingjar.) Þriðja regla Leikurinn snýst aðeins um upp- runalegu útgáfuna af laginu. Ykkur er velkomið að njóta eins og ykkur lystir alls þess djöful- dóms sem til er af síðari útgáfum með öðrum flytjendum. Fjórða regla Þú ert úr leik um leið og þú berð kennsl á lagið. Bónus regla Tilkynntu á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #whamaged- don þegar þú fellur. Heiðursákvæði Ekki er hægt að banna þér að senda aðra spilara til Whamhallar með því að leiða þá í gildru en tilgangurinn er að lifa leikinn af. Þetta eru ekki Hungurleikarnir þannig að ekki vera skepna, ókei? George Michael í jólakósí þegar lagið kom út fyrir 34 árum. Nú leikur fólk sér víða að því að heyra lagið ekki. er að etja með þeirri einföldu töl- fræði að Last Christmas er í 3. sæti yfir mest spiluðu lög Rásar 2 í des- ember árin 2009-2013. „Ég gæti alveg trúað því að þetta sé á topp þremur yfir vinsælustu lögin jafnvel bara í dag. Þetta er það gott lag að ný kynslóð tekur þessu bara sem nýju lagi og er bara að digga það beint. Þetta er geggjað lag og ég meina, Sveinn er örugglega alveg til búinn til að viðurkenna það.“ „Aldrei,“ er einfalt svar Sveins. „Ég Minjagripir eru seldir fyrir bæði þá sem komast af og falla í whamlinn. myndi gera það hvaða dag sem er. Núna, einhverjum 40 árum síðar, er þetta lag ennþá eitt vinsælasta jóla- lag í heimi. Geri aðrir betur,“ segir 80’s-sérfræðingurinn af nokkurri sannfæringu. Skollaeyrum skellt „Ef þú ætlar að spila leikinn þá bara vinnurðu hann sko,“ svarar Þórður þegar hann er spurður hvort það sé ekki nánast vonlaust að komast hjá því að heyra lagið í kringum jólin. „Ég hef verið heppinn með það og ég held að það sé alveg hægt að ná þessu alla leið,“ segir Þórður sem er sammála Sveini um að matvöru- verslanirnar séu sérlega hættulegar. toti@frettabladid.is Þórður Helgi Þórðarson Sveinn Waage Meira á frettabladid.is 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R42 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.