Fréttablaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 10.12.2020, Blaðsíða 60
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@ frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON 02.12.20 - 08.12.20 1 2 5 6 7 8 109 43 Bráðin Yrsa Sigurðardóttir Vetrarmein Ragnar Jónasson Þagnarmúr Arnaldur Indriðason Dýralíf Auður Ava Ólafsdóttir Fjarvera þín er myrkur Jón Kalman Stefánsson Spænska veikin Gunnar Þór Bjarnason Snerting Ólafur Jóhann Ólafsson Orri óstöðvandi - Bókin hennar Möggu Messi Bjarni Fritzson Gata mæðranna Kristín Marja Baldursdóttir Þín eigin undirdjúp Ævar Þór Benediktsson Í dag verður opnuð sýning á verkum úr nýrri bók lista-mannsins Antons Lyngdal í Núllinu galleríi við Banka-stræti. Bókin Mr. Awkward Show Presents: Mr. POSER verður til sölu á sýningunni, en Mr. Awkward show er hugarfóstur og listrænt hliðarsjálf Antons. Kar- akterinn varð til þegar hann var í listnámi við hinn virta skóla Gerrit Rietveld í Amsterdam í Hollandi. „Þetta er listanafnið mitt sem ég bjó til fyrir nokkrum árum. Mr. Poser er nokkurs konar undir- karakter sem kemur út frá Mr. Awkward show. Mr. Poser á sér þann draum að verða módelstjarna. Hann hefur gengið á einni tísku- sýningu úti í Amsterdam. Það er svo sem ekki mikið að gera hjá honum, þannig að hann gerði bók í staðinn,“ segir Anton um karakterana tvo sem birtast í gjörningalist hans. Stærstur í senunni Bókin skiptist í tvennt, annars vegar myndir þar sem Mr. Poser stillir sér upp og hins vegar þar sem hann stillir sér upp við verk eins fremsta vegglistamanns landsins, Opes_ vs_vato. Eðli listarinnar vegna og þar sem hún getur vissulega verið á gráu svæði, kemur hann aldrei fram undir eigin nafni. Það svífur því alltaf ákveðin dulúð yfir vegglista- senunni, bæði hér heima og erlendis. „Hann er einn sá allra stærsti í senunni. Mr. Poser fílar Opes_ vs_vato. Hann kemur aldrei fram undir nafni þar sem graffití er á gráu svæði. Þeir fara í samstarf, fá ljós- myndarann Þórstein Sigurðsson til að taka ljósmyndir af Mr. Poser fyrir framan verk Opes.“ Vinnan að baki bókinni hófst sumarið 2019. Upphaflega stóð til að hún kæmi út á Menningarnótt í sumar. Anton segir það hafa verið lán í óláni að útgáfunni hafi verið frestað. „Við urðum að fresta útgáfunni út af COVID. En í rauninni er bókin miklu betur gerð núna út af þess- ari seinkun. Við nýttum tímann og fórum aftur yfir hönnunina og útfærðum hana betur. Bókin er eiginlega miklu flottari en hún var upphaflega.“ Stofnuðu útgáfu Bókin er gefin út af Núllið Book club, og er hún þeirra fyrsta útgáfa. Að henni standa gallerístjóri Núlls- ins, ljósmyndarinn Þórsteinn Sig- urðsson, og grafíski hönnuðurinn Stefán Hjálmtýr Stefánsson. Þór- steinn og Anton hafa lengi verið vinir en Anton kynntist Stefáni þegar þeir voru báðir í námi við Gerrit Rietveld. „Þetta er sem sagt ný bókaútgáfa undir nafni Núllsins. Þórsteinn og Stefán stofnuðu hana saman. Hug- myndin að bókaútgáfunni kom bara í kringum gerð bókarinnar. Þeir ákváðu bara að gera þetta sjálfir,“ segir Anton, en Núllið Book club stefnir svo á frekari bókaútgáfu síðar. Heldur sig ekki við eitt listform Sjálfur var Anton í vegglist á sínum yngri árum. „Það var samt ekkert áhugi á „graffi“ sem kveikti áhuga minn á list. Ég hef verið að gera list frá því ég var lítill. Ég held mig ekkert við eitt listform. Sumir kjósa að mála bara, eða vera fyrst og fremst í gjörningum. Ég get alveg málað líka. Ég fæ einhverja hugmynd og vinn í kringum hana, útfæri eftir því hvað hentar. Mig langar að verða jafn- vígur í ólíkri framsetningu á list.“ Áhuginn á gjörningalist hófst í náminu úti í Amsterdam. „Ég var með fjölda gjörninga. Þar á meðal það sem ég kalla „stripp- rapp“. Það varð svo vinsælt að ég fékk alveg endalaust af bókunum. Ég ætlaði fyrst bara að gera þetta einu sinni. Þannig að ég er þekktur í Hollandi fyrir að gera stripp-rapp,“ segir Anton og hlær. Hugmyndin var fyrst sú að hann rappaði á sviði og fékk vinkonu sína til að rífa af honum fötin á meðan á innsetningunni stóð. „Ég þykist ekki búast við henni og ekki alveg vita hvað hún er að gera. Síðan vatt þetta upp á sig og fékk ég með mér spænska rapparann Mr. Portfolio. Hann að rappa á spænsku og ég á íslensku, í Hollandi. Þannig að þetta var orðið mjög litríkt.“ Sýningin verður opnuð í dag klukkan 17.00 í Núllinu galleríi við Bankastræti 0. Þar verður hægt að festa kaup á bókinni Mr. Awkward Show Presents: Mr. POSER. Fyllstu sóttvarna er gætt og samkomutak- markanir virtar. steingerdur@frettabladid.is Blanda af gjörningi og vegglist í nýrri bók Listamaðurinn Anton Lyngdal gefur í dag út bókina Mr. Awkward Show Presents: Mr. POSER. Til að halda upp á útgáfuna opnar hann sýningu á verkunum úr bókinni í Núllinu galleríi í dag. Vinir Antons, Þórsteinn og Stefán, ákváðu að stofna bókaforlag í kjölfar útgáfunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK ÉG HEF VERIÐ AÐ GERA LIST FRÁ ÞVÍ ÉG VAR LÍTILL. ÉG HELD MIG EKKERT VIÐ EITT LISTFORM. SUMIR KJÓSA AÐ MÁLA BARA, EÐA VERA FYRST OG FREMST Í GJÖRNINGUM. 1 0 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R44 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.