Fréttablaðið - 18.12.2020, Síða 1

Fréttablaðið - 18.12.2020, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 6 7 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Nú getur þú tímastillt afhendingu gjafa í YAY appinu 1 Veldu gjöf frá yfir 120 spennandi fyrirtækjum 2 Taktu upp persónulega kveðju 3 Veldu hvenær gjöfin birtist viðtakanda Ekki gefa glataðar gjafir um jólin. Gefðu YAY! Rétti tíminn rir gjafir! Allt frá jólasokkum til jakkafata ÖLL KVÖLD TIL JÓLA Rólegt veður var á Ægisíðu í gær og eru líkur á því sama næstu daga. Búast má við éljum á Þorláksmessu en það stefnir í að jólin verði rauð í ár á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur féllst í gær á kröfu hjóna um að ÍL-sjóður, sem áður hét Íbúða- lánasjóður, endurgreiði þeim rúm- lega 2,7 milljónir króna, auk drátt- arvaxta og málskostnaðar, vegna ólöglegs gjalds sem stofnunin inn- heimti þegar hjónin greiddu upp íbúðalán sitt í desember 2019. Um er að ræða sambærilegan dóm og féll í öðru máli í byrjun desember sem vakti mikla athygli. Hinn nýfallni dómur gengur þó enn lengra því auk þess að dæma ÍL-sjóð brotlegan við húsnæðis- lög er sjóðurinn einnig talinn hafa gerst brotlegur við neytendalög, meðal annars með lélegri upplýs- ingagjöf. „Þessi dómur í raun og veru kemur með þau viðbótarsjónar- mið að það hafi verið brotið gegn lögum um neytendamál með því að lánaskilmálar tiltóku ekki hvernig uppgreiðslugjald skyldi reiknað út,“ segir Jónas Fr. Jónsson hæsta- réttarlögmaður sem sótti málið fyrir hönd hjónanna. Héraðsdómur fer í raun hörðum orðum um starfsemi ÍL-sjóðs í dómnum á þeim grundvelli að um opinberan aðila væri að ræða sem ríkar kröfur yrði að gera til. Þannig hafi verið „nokkur losara- bragur“ á frágangi lánsskjala og til- viljun virðist hafa ráðið för hvaða texti stóð inni í stöðluðum skulda- bréfaskilmálum skjalanna. Þá hafi sjóðurinn ekki tryggt sér neina sönnun þess að viðskipta- vinirnir hafi fengið kynningarefni eða útreikning uppgreiðslugjalds. Nánast öruggt má telja að dómn- um verði áfrýjað til æðra dómstigs enda hefur áður komið fram að ÍL- sjóður gæti þurft að endurgreiða viðskiptavinum sínum ríf lega 8 milljarða króna vegna slíkra upp- greiðslugjalda. – bþ Brutu neytendalög Héraðsdómur dæmdi í gær ÍL-sjóð, áður Íbúðalánasjóð, til að endurgreiða hjónum rúmlega 2,7 milljónir króna vegna ólögmæts uppgreiðslugjalds. NÁTTÚRUVÁ Sveitarstjórn Fjalla- byggðar leggst hart gegn frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra um ofanflóða- varnir. Það feli í sér tilfærslu á eignarhaldi varnarvirkjanna og þrengingu á möguleika til bóta. Það er að rétturinn verði einskorðaður við íbúðarhúsnæði. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir að ef frumvarp- ið verði lögfest óbreytt muni ríkið ekki lengur hafa óskilyrta greiðslu- skyldu til að viðhalda almanna- varnamannvirkjum. Segir Elías að með frumvarpinu sé girt fyrir að ríkið taki þátt í kostnaði við að fjarlægja eða færa mannvirki af hættusvæðum, sem eru í dreifbýli og falli ekki undir skilgreiningu íbúðarhúsnæðis. „Þær eignir verða mögulega verðlausar þegar ný hættumöt líta dagsins ljós,“ segir hann. – khg / sjá síðu 6 Leggjast hart gegn frumvarpi Jónas Fr. Jóns- son, hæstaréttar- lögmaður SAMFÉL AG „Niðurstöður rann- sóknar sem unnin var fyrir vel- ferðarráðuneytið 2017 sýndi að 59 prósent fatlaðra kvenna höfðu orðið fyrir kynferðislegu, líkamlegu eða andlegu of beldi á lífsleiðinni og 48 prósent fatlaðra karla,“ segir Hrafnhildur S. Gunnarsdóttir, verk- efnisstjóri hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Hrafnhildur fjallaði um of beldi gegn fötluðum konum á fundi of beldisvarnanefndar og segir hún tölur um tíðni of beldis gegn þeim hópi sláandi. – bdj / sjá síðu 8 Yfir helmingur beittur ofbeldi Hrafnhildur S. Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.