Fréttablaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 6 7 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Nú getur þú tímastillt afhendingu gjafa í YAY appinu 1 Veldu gjöf frá yfir 120 spennandi fyrirtækjum 2 Taktu upp persónulega kveðju 3 Veldu hvenær gjöfin birtist viðtakanda Ekki gefa glataðar gjafir um jólin. Gefðu YAY! Rétti tíminn rir gjafir! Allt frá jólasokkum til jakkafata ÖLL KVÖLD TIL JÓLA Rólegt veður var á Ægisíðu í gær og eru líkur á því sama næstu daga. Búast má við éljum á Þorláksmessu en það stefnir í að jólin verði rauð í ár á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur féllst í gær á kröfu hjóna um að ÍL-sjóður, sem áður hét Íbúða- lánasjóður, endurgreiði þeim rúm- lega 2,7 milljónir króna, auk drátt- arvaxta og málskostnaðar, vegna ólöglegs gjalds sem stofnunin inn- heimti þegar hjónin greiddu upp íbúðalán sitt í desember 2019. Um er að ræða sambærilegan dóm og féll í öðru máli í byrjun desember sem vakti mikla athygli. Hinn nýfallni dómur gengur þó enn lengra því auk þess að dæma ÍL-sjóð brotlegan við húsnæðis- lög er sjóðurinn einnig talinn hafa gerst brotlegur við neytendalög, meðal annars með lélegri upplýs- ingagjöf. „Þessi dómur í raun og veru kemur með þau viðbótarsjónar- mið að það hafi verið brotið gegn lögum um neytendamál með því að lánaskilmálar tiltóku ekki hvernig uppgreiðslugjald skyldi reiknað út,“ segir Jónas Fr. Jónsson hæsta- réttarlögmaður sem sótti málið fyrir hönd hjónanna. Héraðsdómur fer í raun hörðum orðum um starfsemi ÍL-sjóðs í dómnum á þeim grundvelli að um opinberan aðila væri að ræða sem ríkar kröfur yrði að gera til. Þannig hafi verið „nokkur losara- bragur“ á frágangi lánsskjala og til- viljun virðist hafa ráðið för hvaða texti stóð inni í stöðluðum skulda- bréfaskilmálum skjalanna. Þá hafi sjóðurinn ekki tryggt sér neina sönnun þess að viðskipta- vinirnir hafi fengið kynningarefni eða útreikning uppgreiðslugjalds. Nánast öruggt má telja að dómn- um verði áfrýjað til æðra dómstigs enda hefur áður komið fram að ÍL- sjóður gæti þurft að endurgreiða viðskiptavinum sínum ríf lega 8 milljarða króna vegna slíkra upp- greiðslugjalda. – bþ Brutu neytendalög Héraðsdómur dæmdi í gær ÍL-sjóð, áður Íbúðalánasjóð, til að endurgreiða hjónum rúmlega 2,7 milljónir króna vegna ólögmæts uppgreiðslugjalds. NÁTTÚRUVÁ Sveitarstjórn Fjalla- byggðar leggst hart gegn frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra um ofanflóða- varnir. Það feli í sér tilfærslu á eignarhaldi varnarvirkjanna og þrengingu á möguleika til bóta. Það er að rétturinn verði einskorðaður við íbúðarhúsnæði. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir að ef frumvarp- ið verði lögfest óbreytt muni ríkið ekki lengur hafa óskilyrta greiðslu- skyldu til að viðhalda almanna- varnamannvirkjum. Segir Elías að með frumvarpinu sé girt fyrir að ríkið taki þátt í kostnaði við að fjarlægja eða færa mannvirki af hættusvæðum, sem eru í dreifbýli og falli ekki undir skilgreiningu íbúðarhúsnæðis. „Þær eignir verða mögulega verðlausar þegar ný hættumöt líta dagsins ljós,“ segir hann. – khg / sjá síðu 6 Leggjast hart gegn frumvarpi Jónas Fr. Jóns- son, hæstaréttar- lögmaður SAMFÉL AG „Niðurstöður rann- sóknar sem unnin var fyrir vel- ferðarráðuneytið 2017 sýndi að 59 prósent fatlaðra kvenna höfðu orðið fyrir kynferðislegu, líkamlegu eða andlegu of beldi á lífsleiðinni og 48 prósent fatlaðra karla,“ segir Hrafnhildur S. Gunnarsdóttir, verk- efnisstjóri hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Hrafnhildur fjallaði um of beldi gegn fötluðum konum á fundi of beldisvarnanefndar og segir hún tölur um tíðni of beldis gegn þeim hópi sláandi. – bdj / sjá síðu 8 Yfir helmingur beittur ofbeldi Hrafnhildur S. Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.