Fréttablaðið - 18.12.2020, Síða 6

Fréttablaðið - 18.12.2020, Síða 6
NÁTTÚRUVÁ Sveitarstjórn Fjalla- byggðar leggst hart gegn frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra um ofanflóða- varnir. Það feli í sér tilfærslu á eignarhaldi varnarvirkjanna og þrengingu á möguleika til bóta. Það er að rétturinn verði einskorðaður við íbúðarhúsnæði. „Ríkið hefur með almannavarnir í landinu að gera. Verði frumvarp umhverfisráðherra um ofanflóða- varnir lögfest óbreytt, meðal ann- ars um breytt eignarhald á mann- virkjum, mun ríkið ekki lengur hafa óskilyrta greiðsluskyldu til að viðhalda þessum almannavarna mannvirkjum,“ segir Elías Péturs- son bæjarstjóri. „Sveitarfélögin munu þá þurfa að koma á hnjánum til ríkisvaldsins hvert sinn sem eitthvað þarf að gera og óska sam- þykkis á styrkveitingum til þeirra þar sem þau hafa enga burði til þess að reisa snjóflóðavarnir og viðhalda slíkum mannvirkjum án fjárhags- legrar aðkomu ríkisins.“ Drög að nýju hættumati eru til- búin fyrir Siglufjörð og hafa verið kynnt sveitarstjórn. Ljóst er að bæta þurfi varnirnar, bæði garð- ana og girðingar. Reiknað er með að kostnaðurinn fyrir girðingarnar einar og sér sé yfir milljarð króna. Segir Elías einnig að með frum- varpinu sé girt fyrir að ríkið taki þátt í kostnaði við að fjarlægja eða færa mannvirki af hættusvæðum, sem eru í dreif býli og falli ekki undir skilgreiningu íbúðarhúsnæð- is. Þetta dragi úr möguleikum Ofan- flóðasjóðs til að styðja við uppkaup sveitarfélaganna á eignum. „Þær eignir verða mögulega verðlausar þegar ný hættumöt líta dagsins ljós,“ segir Elías. En eftir f lóðin á Flateyri í janúar hefur Veðurstofan ráðist í gerð nýs hættumats í nokkr- um byggðarlögum. Skíðasvæðið á Siglufirði, sem er í eigu sjálfseignarstofnunarinnar Leyningsáss, er innan hættusvæðis og mun þurfa að færa skíðalyftu og skíðaskála með tugmilljóna kostn- aði. En Leyningsás er samvinnu- verkefni Fjallabyggðar og Róberts Guðfinnssonar hóteleiganda. Skál- inn og lyfturnar fullnægðu öllum leyfum þegar þær voru reistar árið 1988 en síðan hafa verið settar á kvaðir. Þá hefur Leyningsás staðið í stappi við ríkið vegna snjóf lóða- vöktunar. Árið 2018 úrskurðaði Umboðsmaður alþingis að ákvörð- un ríkisins um að hafna því að greiða fyrir vöktun hefði ekki verið í samræmi við lög. Með nýju lög- gjöfinni verður snjóflóðaeftirlitið á skíðasvæðum á ábyrgð rekstrar- aðila. Samkvæmt fjárlögum verða 2,7 milljarðar settir í ofanflóðavarnir á næsta ári, 1,6 milljörðum meira en á þessu. Elías tekur hins vegar undir með Halldóri Halldórssyni, fyrr- verandi formanni Ofanflóðasjóðs, að varnirnar „eigi inni“ hjá ríkinu þar sem eyrnamerkt fjármagn hafi verið notað í annað á undanförnum árum. „Nú er verið að setja mikla pen- inga í ofanflóðavarnir af því að það varð flóð á Flateyri, rétt eins og gert var eftir f lóðin árið 1995,“ segir Elías. „Ég hef áhyggjur af því að eftir því sem líður lengra frá f lóði hall- ist ríkið til þess að nota peningana í annað, þó þeir séu eyrnamerktir ofanf lóðavörnum, og þá verður auðvelt að fella kostnað á sveitar- félögin, það er verði frumvarpið að lögum. Reynslan kennir okkur það.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Ég hef áhyggjur af því að eftir því sem líður lengra frá flóði hallist ríkið til þess að nota pening- ana í annað, þó þeir séu eyrnamerktir ofanflóða- vörnum, og þá verður auðvelt að fella kostnað á sveitarfélögin. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar Áhyggjur af verðhruni eigna með tilkomu nýs hættumats Bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur áhyggjur af frumvarpi umhverfisráðherra um ofanflóðavarnir. Það feli í sér eignatilfærslu til sveitarfélaganna en þrengingu á möguleikum til bóta. Rekstrarfélag skíðasvæðisins mun þurfa að færa skíðalyftu og skála með tilheyrandi kostnaði og greiða sjálft fyrir ofanflóðavöktun. Skíðasvæði Siglfirðinga uppfyllti allar reglur þegar það var byggt árið 1988 en er nú innan hættusvæðis. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Bæjarstjórinn óttast að peningar sem ætlaðir séu ofanflóðavörnum verði nýttir á annan máta. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Margir lögðu leið sína á safn í ár. SAMFÉLAG Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni jókst fjöldi Íslendinga sem skoðuðu söfnin um sex þúsund og komu 76 þúsund Íslendingar að skoða. Þar af voru greiðandi gestir um 10 þúsund talsins og fjölgaði þeim um fjögur þúsund milli ára. Erlendum gestum fækkaði þó um 30 þúsund. Þetta kemur fram í aðsóknar- tölum sem söfnin lögðu fram frá janúar til nóvember og lagðar voru fram á fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs í vikunni. Þegar Borgarsögusöfn Reykjavík- ur eru skoðuð, það er Árbæjarsafn, Landnámssýningin, Ljósmynda- og Sjóminjasafn borgarinnar, koma ekki jafn glæsilegar tölur í ljós. Þar eru allar tölur rauðar og heildar- fjöldi gesta minnkaði um tæp 129 þúsund. Aðsóknin fór niður um 57 prósent meðal Íslendinga, heildar- fjöldi erlendra gesta minnkaði um 88 þúsund og heildarfjöldi gesta með frían aðgang minnkaði um 50 þúsund. – bb Fleiri heimsóttu söfn á þessu ári REYKJAVÍK Orkuveita Reykjavíkur (OR) tæmdi Árbæjarlón varanlega án samráðs við skipulagsyfirvöld í Reykjavík. Þetta kemur fram í svari umhverfis- og skipulagssviðs (USK) við fyrirspurn Fréttablaðsins. Forstjóri OR, sagði í tilefni af ummælum skipulagsfulltrúa að tæmingin hefði ekki verið í sam- ræmi við deiliskipulag, að ákvörð- unin hefði verið tekin í samráði við fulltrúa USK. Lónið var tæmt varanlega í októ- ber síðastliðnum. Hefur stýrihópur borgarinnar um Elliðaárdal sent erindi á OR að vatnshæð lónsins sé á deiliskipulagi. Fram kemur í svari USK að OR hafi haft samband við Heilbrigðis- eftirlit Reykjavíkur og skrifstofu umhverf isgæða og leitað eftir umhverfissjónarmiðum. Fulltrúar þeirra voru viðstaddir tæminguna. Er það mat Heilbrigðiseftirlitsins að jákvætt sé að tæma lónið til að áin komist í upprunalegt horf. – ab Ekkert samráð um skipulag DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur féllst í gær á kröfu húsfélags um að íbúðareiganda verði gert að flytja út úr eign sinni og selja eignar- hluta sinn í húsinu. Í dóminum er löng röð atvika rakin þar sem íbúðareigandi virti ekki reglur um næturfrið, ítrekuð afskipti lögreglu í kjölfar kvartana annarra íbúa hússins um hávaða frá tónlist og veisluglaum. Stóðu veislur stundum fram á hádegi daginn eftir. Þá höfðu íbúar hússins oftsinnis kvartað undan hundahaldi íbúðar- eigandans og að þrífa hefði þurft upp hundaskít í sameign hússins. Krafan er byggð á ákvæði í lögum sem heimilar húsfélagi að leggja bann við búsetu hins brotlega. Hefur íbúinn mánuð til að flytja. – jþ Dæmdur til að selja eigin íbúð 1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.