Fréttablaðið - 18.12.2020, Page 16
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Með trú-
verðugri
áætlun
ættum við
að sjá
ríkissjóð
geta fjár-
magnað sig
á betri
kjörum
innanlands.
Sem betur fer
hefur stór
hluti eldri
borgara á
Íslandi það
gott –en allt
of stór hópur
hefur það alls
ekki.
Hörður
Ægisson
hordur@frettabladid.is
Sem betur fer hafa lífsgæði okkar batnað og lífslíkur fólks hækka með hverju ári. Aldrað fólk heldur heilsunni sífellt betur langt fram
eftir aldri og hefur góða möguleika á að lifa inni-
halds- og viðburðarríkt ævikvöld.
Eitt meginverkefni stjórnvalda er að sjá til þess
að hér sé gott að eldast – að allt eldra fólk á Íslandi
búi við sómasamleg lífskjör, hafi val um atvinnu-
þátttöku, fái notið hágæða heilbrigðisþjónustu,
geti sótt sér fræðslu, notið innihaldsríkra tóm-
stunda ásamt samvista með vinum og fjölskyldu.
Stærsta og umtalaðasta hagsmunamál eldri
borgara er þar af leiðandi sómasamlegar ellilíf-
eyrisgreiðslur.
Sem betur fer hefur stór hluti eldri borgara á
Íslandi það gott – en allt of stór hópur hefur það
alls ekki. Um 9.000 eldri borgarar búa við fátækt
en stór hluti þeirra var áður á örorku, er á leigu-
markaði eða einstaklingar sem eiga ekki sterkt
bakland.
Stjórnvöld síðustu ára hafa látið undir höfuð
leggjast að styrkja stöðu þessa hópa. Ellilífeyris-
greiðslur hafa ekki fylgt launaþróun og eldri
borgarar hafa horft á tekjur sínar dragast aftur úr
launafólki ár frá ári. Stefna sem leyfir kjörum eldri
borgara að dragast aftur úr launaþróun lægstu
launa jaðarsetur þá. Þeir hafa hvorki samningsrétt
né verkfallsrétt og þurfa því að treysta á að Alþingi
tryggi þeim mannsæmandi kjör. En samkvæmt
fjárlögum og fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar
breikkar bilið áfram og það er óboðlegt.
Landsamband Eldri borgara hefur sett fram þá
skýlausu kröfu að elllilífeyrir hækki um 15.750
krónur vegna ársins 2021, rétt eins og samið var
um í Lífskjarasamningunum. Þingmenn Sam-
fylkingarinnar munu sýna þeirri hófsömu kröfu
stuðning í verki á Alþingi með breytingartillögu
við fjárlög síðar í dag.
Þingmenn úr öllum f lokkum fá þannig tækifæri
til að standa með eldri borgarum landsins og bæta
stöðu þeirra frá og með 1. janúar.
15.750
Logi Einarsson
formaður Sam-
fylkingarinnar
Skák og mát
Nú er komin niðurstaða í stóra
fæðingarorlofsfrumvarpsmálið á
Alþingi. Reyndar var ágreining-
urinn um aukaatriði máls, það er
hvernig foreldrar áttu að skipta
á milli sín litlum hluta orlofsins.
Einhverjir vildu að skiptingin
væri óhagganleg, aðrir vildu
lausari taum. Niðurstaðan
varð að hægt er að skipta þessu
niður á klukkustundir og fá allir
verðandi foreldrar skákklukku
að gjöf frá fæðingarorlofssjóði
þar sem hvort um sig hefur til-
tekinn tíma á klukkunni. Þá þarf
bara að muna að ýta á takkann
þegar foreldri skákar sér út af
heimilinu og fer til vinnu.
Norður-Norður-Kórea
Reykjavíkurborg leitar að
nýjum yfirmanni fyrir alla upp-
lýsingafulltrúana sem starfa
hjá borginni. Þeir sem þekkja
til kalla skrifstofuna iðulega
fréttastofu norður-Norður-
Kóreu enda er alltaf allt frábært,
aldrei neitt fer úrskeiðis og ef
eitthvað fer úrskeiðis þá er það
einhverjum náttúruvættum eða
huldufólki að kenna. Þeir sem
sækja um þurfa að leggja sig alla
fram við að finna það, enda búið
að djassa upp starfstitilinn í
„teymisstjóra samskiptateymis“
en undirmennirnir „stafrænir
leiðtogar“. Er það ný regla að
aldrei má segja starfstitilinn án
þess að fá til baka: „Já ókei. Og
hvað í ósköpunum felur það í
sér?“
FYIT
WWW.JÓLAGESTIR.IS
Í BEINNI FRÁ BORGARLEIKHÚSINU LAUGARDAGINN 19. DESEMBER
HEIMA Í STOFU HJÁ ÞÉR!
ÖLL MIÐASALA Á EINUM STAÐ Á TIX.IS
HORFÐU Á TÓNLEIKANA ÞAR SEM ÞÉR HENTAR
PPV PPV STREYMI
Þeir fjármunir sem hið opinbera hefur til ráðstöfunar hverju sinni ráðast í grunninn af verðmætasköpun í atvinnulífinu. Skuldsetn-ing ríkissjóðs og sveitarfélaga, sem verður vel á annað þúsund milljarða á næstu árum, kemur til af nauðsyn á meðan við þurfum
að styðja við hagkerfið í gegnum kórónakreppuna. Sem
betur fer stóðum við Íslendingar vel að vígi við upphaf
faraldursins. Skuldahlutfall ríkisins var minna en flestra
annarra þróaðra hagkerfa og þá nýtur ríkissjóður góðs
af sterkri lausafjárstöðu sem dregur úr þörf á að sækja
lánsfé á mörkuðum. Það þýðir samt ekki að við getum
leyft okkur ábyrgðarleysi. Ef það á að takast að halda
uppi öflugum hagvexti og greiða skuldirnar til baka
þarf að verja lánsfénu skynsamlega með áherslu á aukna
verðmætasköpun og þá um leið fjölgun starfa.
Skuldirnar eru eitt, vextirnir annað. Langtíma vextir
á markaði hafa lækkað mikið undanfarin ár samhliða
því að stýrivextir Seðlabankans hafa farið lækkandi –
þó það nú væri. Vaxtabyrði ríkissjóðs, sem hlutfall af
landsframleiðslu, verður því viðráðanlegri en áður. Það
segir samt ekki alla söguna. Þótt Ísland fari inn í þessa
kreppu með lágt skuldahlutfall þá stefnir í að það muni
vaxa afar hratt, mun meira en í samanburði við önnur
OECD-ríki, og verði orðið um 65 prósent 2025. Það er
lítil ástæða til að stæra sig sérstaklega af því enda verður
það hærra en hjá hinum Norðurlöndunum. Þá er það
umhugsunarefni að vaxtabyrði ríkissjóðs verði margfalt
meiri en annarra vestrænna ríkja – jafnvel Grikklands
– þrátt fyrir að skuldastabbinn sé minni. Það veit ekki á
gott ef hagvöxtur reynist lakari en spár gera ráð fyrir.
Eigum við að sætta okkur við þessa stöðu? Með trú-
verðugri áætlun, bæði hvað varðar erlenda lántöku og
virkari stuðnings Seðlabankans, ættum við að sjá ríkið
geta fjármagnað sig á betri kjörum innanlands. Þegar
faraldurinn hófst boðaði bankinn kaup á ríkisbréfum
til að tryggja miðlun peningastefnunnar og létta á fjár-
mögnun ríkissjóðs. Það hefur ekki gengið eftir og ávöxt-
unarkrafa ríkisbréfa er hærri en þegar vaxtalækkunar-
ferlið hófst í ársbyrjun. Margt spilar þar inn í, meðal
annars óvissa og áhugaleysi lífeyrissjóða. Enginn er að
tala fyrir því að beita lífeyrissjóðina óeðlilegum þrýst-
ingi. Hins vegar er það áhyggjuefni ef sjóðirnir, einkum
vegna einokunar á skyldusparnaði landsmanna, ætla
að draga verulega úr kaupum á ríkisbréfum á þessum
tímum. Um þetta eru Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sammála en í
viðtali við Markaðinn í vikunni benti Bjarni réttilega á
að vegna „hagsmuna umbjóðenda lífeyrissjóðanna væru
skuldir ríkissjóðs álitlegur kostur fyrir þá“.
Við erum lánsöm að hafa fjármálaráðherra sem
skilur mikilvægi þessi að skuldasöfnunin sé sjálfbær.
Þrýstingurinn á að gera allt fyrir alla er mikill. Það er
rétt, eins og ráðherra hefur sagt, að við höfum alla burði
til að vaxa úr þeim vanda sem faraldurinn hefur valdið.
Ísland er hins vegar nánast eina ríkið sem hefur horft
upp á vexti á markaði fara hækkandi síðustu mánuði
samtímis versnandi efnahagshorfum. Það er alvarlegt
að fylgni okkar við vaxtaþróunina erlendis hafi brostið
eins mikið og raun ber vitni. Stjórnvöld geta gert betur.
Gerum betur
1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN