Fréttablaðið - 18.12.2020, Side 18
Dreifing Bókatíðinda 2020
er mislukkuð.
Nú skora ég á tónlistarmenn
að berjast fyrir varðveislu
hússins og heiti jafnframt
á borgaryfirvöld að fella úr
gildi ákvörðun um niðurrif
Steindórsskálans. Í mínum uppvexti var ég oft spurð að því hvort ég hefði fæðst „fyrir eða eftir gos“. Eldgosið á Heimaey
í Vestmannaeyjum hinn 23. janúar
1973 markaði svo djúpstæð spor í
hugum fólks að það réttlætti nýtt
tímatal; „fyrir og eftir gos“. Þeir sem
upplifðu þessar hamfarir urðu sann-
arlega annarrar tegundar en við hin
sem fæddumst þar á eftir. Og skyldi
engan undra. Gosið í Eyjum er eini
atburðurinn á Íslandi í mannaminn-
um sem kemst næst því ástandi sem
einkennir stríðsátök: Heilt bæjar-
félag er vakið upp af værum svefni
um miðja nótt, fólk beðið um að taka
með sér sínar allra heilögustu eigur,
henda sér með börn og gamalmenni
út í kuldann og myrkrið til að flýja
undan blússandi eldglæringum og
sprengingum, fara niður á höfn, raða
sér þar í stóra og smáa báta og koma
sér upp á land. 400 heimili urðu eldi
að bráð eða grófust undir gjósku í
gosinu. Fjöldi fólks missti lífsviður-
væri sitt og góð laun á meðan gosinu
stóð og enn aðrir snéru aldrei aftur
til Eyja, nema sem gestir. Útgerðin
varð fyrir tímabundnum aflabresti
en var komin í full afköst einungis
einu ári eftir að gosið hófst (Nakam-
ura, Sigurdsson og Steinsson, 2017),
en gífurlegur eignabruni varð og
erfitt er að sjá að fullur skaði hafi
nokkurn tíma verið Eyjamönnum
bættur.
Nú þegar þjóðin tekst á við nátt-
úruhamfarir, þó af öðrum toga séu
með tilkomu veirufaraldursins, er
okkur nauðsynlegt að draga lær-
dóm af sambærilegum verkefnum
sem við höfum tekist á við, eins
og Vestmannaeyjagosið. Aftur er
komin upp sú staða að afmark-
aður hópur vinnandi fólks missir
lífsviðurværi sitt á svipstundu
vegna ytri aðstæðna sem ekkert
þeirra olli með aðgerðum sínum
eða aðgerðaleysi. Það fólk á yfir
höfði sér að missa heimili sín, þar
sem það mun ekki geta staðið við
fjárhagslegar skuldbindingar sem
það tók á sig þegar allt lék í lyndi.
Aðrir hafa þurft að flytja sig fyrir-
varalaust frá vinnustað og heim til
að vinna, undir ólíkum kringum-
stæðum. Sum börn þurfa að horfa
á eftir mæðrum sínum og feðrum
ganga til björgunar- og umönn-
unarstarfa á morgni hverjum, sem
stefna lífi sínu og langtímaheilsu
í hættu. Önnur börn eiga foreldra
sem geta ekki gefið af listsköpun
sinni eða þurfa að loka dyrunum
að velheppnuðum atvinnurekstri;
veitingastöðum, skemmtistöðum,
upplifunarþjónustu og ferðamanna-
stöðum, með tilheyrandi tekjufalli
og hættu á greiðslufalli lána þar
sem heimilin eru oft lögð að veði.
Enginn veit hvenær hættir að gjósa
svo menn geti snúið aftur til starfa
með eðlilegum hætti.
Eins og tjóninu af eldgosinu í
Eyjum var ójafnt skipt milli lands-
manna er því ójafnt skipt í veiru-
gosinu. Flestir Íslendingar finna lítið
sem ekkert fyrir hamförunum, fyrir
suma er þetta jafnvel búbót, á meðan
aðrir eiga á hættu að missa allt sem
þeir hafa byggt upp sem og lífsviður-
væri sitt. Afar skiptar skoðanir eru
um það hvort úrræðin hafi verið
nægjanleg í Eyjagosinu, en óumdeilt
er að þau voru sértæk og að þeim var
beint í réttan farveg; til að aðstoða
þær fjölskyldur sem misstu allt sitt
í náttúruhamförunum – enda ein-
skorðaðist áfallið við eina byggð og
fyrir fram skilgreindan hóp. Engum
datt í hug að senda peningaseðla inn
á heimili allra landsmanna vegna
gossins eða greiða útgerðarmönnum
í Eyjum styrk til að segja fólkinu upp.
Viðbrögð stjórnvalda við þeim efna-
hagslegu hamförum sem á okkur
hafa nú dunið hafa ekki verið nógu
sértæk og markviss til að geta mætt
þörfum heimilanna, sum hafa bein-
línis verið röng. Og, eins og VR hefur
bent á, hafa heimilin að stórum
hluta greitt fyrir þá beinu aðstoð
sem þau hafa fengið hingað til, með
úttekt eigin séreignarsparnaðar, sem
er staðgreiðsluskattskyldur.
VR hefur lagt til sértæka aðgerð til
að aðstoða einstaklinga og heimili
sem misst hafa lifibrauð sitt í þess-
um faraldri eða orðið fyrir miklum
tekjumissi, sjá umfjöllun á vefsíðu
VR um Stuðningslán til heimilanna.
Úrræðið er tímabundið og byggir á
þeirri hugsun að samfélagið allt beri
byrðarnar af efnahagslegum afleið-
ingum náttúrhamfara. Þó svo að
Covid kunni að hafa margar jákvæð-
ar og óvæntar afleiðingar í för með
sér þurfum við að gæta þess að gera
ekki sömu mistök og í Eyjagosinu:
Að samfélagið láti það viðgangast
að sá hópur sem er svo óheppinn að
vinna og búa nálægt gosstöðvunum
beri einn stóran hluta af kostnað-
inum við náttúruhamfarir sem eiga
sér stað á okkar landi.
Gleymum því ekki að ferðaþjón-
ustan hefur skapað þjóðarbúinu
meiri gjaldeyristekjur en sjávarút-
vegurinn undanfarin ár. Þeir sem
í ferðaþjónustu hafa starfað eiga
betra skilið frá okkur hinum en
að við sitjum að ávinningnum og
látum þau svo um að „redda sér“ og
passa að bjargráðin komi ekki í veg
fyrir að þau „taki á sínum málum“,
eins og ónefndur áhrifamaður
orðaði það þegar ræddar voru til-
lögur um björgunaraðgerðir í þessu
gosi. Sagan kennir okkur margt og
það getur verið dýrkeypt að hunsa
hennar lærdóm – líf svo margra er nú
í uppnámi.
Eldgos í Eyjum og viðbrögð
við heimsfaraldri
Guðrún
Johnsen
efnahags
ráðgjafi VR
Í þrjátíu ár eða meira hefur Félag íslenskra bókaútgefenda gefið út Bókatíðindi, þar sem bækur
útgefnar á árinu eru kynntar, með
mynd af kápum og stuttri lýsingu á
efni þeirra. Útgefendur líta á þetta
sem auglýsingu, og kosta birtingu
í þessu riti fyrir bækur sínar. Ritið
mun vera einstakt á heimsmæli-
kvarða, og sýnir að Íslendingar eru
bókaþjóð.
Bókatíðindin hafa komið út í
nóvember og verið borin inn á
hvert heimili landsins af Póstinum
sem nú heitir Íslandspóstur. Menn
hafa beðið þess með eftirvæntingu
og tilhlökkun, að sjá hvaða bækur
eru í boði fyrir jólin, enda hyggja
þá flestir á bókakaup til eignar eða
gjafa. Jólin eru stærsti „bókamark-
aður“ þjóðarinnar, sem kunnugt er.
Fyrir mig hafa Bókatíðindin verið
gleðigjafi á dimmasta tíma ársins,
sem mætti vel kalla „litlu jólin“.
Varla get ég hugsað mér betri jóla-
gjöf. Snemma í nóvember frétti ég
að þau væru komin í hús á höfuð-
borgarsvæðinu, og stuttu síðar á
Akureyri. Auk þess voru þau á net-
inu. Þá getur ekki liðið á löngu áður
en þau koma í Egilsstaði, hugsaði ég,
og spennan magnaðist dag frá degi.
Svo liðu vikur án þess að þau kæmu
í póstkassann. Þetta gat ekki verið
einleikið.
Loks kom að því að ég leitaði
skýringa í pósthúsinu, og frétti þá
að Íslandspóstur sæi nú ekki um
dreifingu Bókatíðinda, en okkur
dreif býlisfólki væri gefinn kostur á
að sækja þau á bensínstöð N1, þar
væru þau stundum til en stundum
ekki. Þótt kominn sé á níræðisaldur
var ég tindilfættur þangað, og hafði
heppnina með mér. Þá rámaði mig í
að hafa heyrt það auglýst í útvarpi
að N1 afgreiddi þau, en ég hélt að
það væri bara aukalega.
Nú blasti skýringin við, á bls. 2 í
Bókatíðindum stendur: Dreifing:
Póstdreifing og N1. Við eftirgrennsl-
an á Netinu kom í ljós að „Póst-
dreifing“ er fyrirtæki, sem ber út
Fréttablaðið, Moggann og sitthvað
fleira á Reykjavíkursvæði og Akur-
eyri, en ekki annars staðar. Það
sama hlaut þá að gilda um Bóka-
tíðindin. Ég varð að bíta í það súra
epli, að vera annars f lokks borgari
þessa lands, að áliti stjórnar Félags
íslenskra bókaútgefenda, ekki þess
verður að fá bókaskrána. Þann-
ig var landsbyggðarfólki hróplega
mismunað af bókaútgefendum, því
að N1 „dreifir“ engu, og hefur aldr-
ei gert. Það er bensínstöð, víðast
með sjálfsala, aðeins með þjónustu
á fáeinum stöðum utan höfuð-
borgarsvæðis. Þó að margir eigi
leið þangað eru það fyrst og fremst
bíleigendur. Gamalt fólk kemur þar
sjaldan, allra síst nú í „Kóvítinu“,
einmitt það fólk sem mest kaupir
af bókum, og margir vita ekki að
Bókatíðindin fáist þar. Bókabúðir
eru orðnar mjög fáar í dreif býlinu,
til dæmis er engin hér austanlands,
því erum við háðari Bókatíðindum
en þéttbýlingar með bókakaup.
Ég sendi Félagi íslenskra bókaút-
gefenda tölvupóst og bað um skýr-
ingar á þessari mismunun. Svarið
var eintak af Bókatíðindum sent
með Íslandspósti!
Ég hef reynt að vekja athygli
blaða- og fréttamanna í mínu
umhverfi á þessu makalausa mis-
rétti, sem fjórðungur þjóðarinnar
verður að búa við, en hlotið mis-
jafnar undirtektir. Það er eins og
margir sætti sig við að dreif býlið
sitji ekki við sama borð og stærsta
þéttbýli landsins, enda svo sem
ekki óvanalegt. Sjálfum finnst mér
þetta eitt mesta kjaftshögg sem ég
hef orðið fyrir á ævinni.
Furðulegt er að útgáfufyrirtæki
á „landsbyggðinni“ sem eiga bækur
í Bókatíðindum, skuli sætta sig við
þetta, því þeirra markaðssvæði
eru að miklu leyti utan þéttbýlis.
Í þeirra sporum myndi ég neita að
borga uppsett birtingargjald. Dreif-
ing Bókatíðinda 2020 er mislukkuð.
Ég hef kynnst mörgum bókaút-
gefendum, reynt þá að góðu einu, og
átt við suma þeirra farsælt samstarf.
Í síðustu lög mun ég trúa því að þeir
séu allir sáttir við þá „dreifingarað-
ferð“ Félags íslenskra bókaútgef-
enda, sem hér var lýst.
Það er einlæg von mín að þeir
grípi í taumana og fái stjórn félags-
ins til að snúa af villu síns vegar, og
taka aftur upp almenna dreifingu
á þessari jólagjöf, jafnvel þó að það
kosti eitthvað meira. Í þeirri von
hlakka ég til jólanna 2021.
Glappaskot Félags íslenskra bókaútgefenda
Helgi
Hallgrímsson
náttúru
fræðingur
Flestir Íslendingar finna
lítið sem ekkert fyrir ham-
förunum, fyrir suma er
þetta jafnvel búbót á meðan
aðrir eiga á hættu að missa
allt sem þeir hafa byggt upp
sem og lífsviðurværi sitt.
12. desember 1939 mátti sjá í Morgunblaðinu fyrirsögnina „Merkasti tónlistarviðburður
á Íslandi: „Sköpunin“ eftir Haydn í
Bifreiðaskála Steindórs.“
Hvað var að gerast? Hver var
þessi merk a st i tón l ist a r v ið -
burður á Íslandi? Það var verið að
f lytja óratóríu í fyrsta skipti hér á
landi. Páll Ísólfsson tónskáld hafði
komið heim af norrænu tónlistar-
móti fullur af eldmóði. Það voru
svo mörg snilldarverk tónlistar-
sögunnar sem Íslendingar þekktu
ekki, hér var engin sinfóníuhljóm-
sveit, enginn tónleikasalur og Tón-
listarskólinn í Reykjavík aðeins
9 ára gamall. Páll vildi kynna
löndum sínum einhverjar af þeim
tónlistarperlum sem hann hafði
hlýtt á erlendis og hann ákvað að
láta f lytja hér á vegum Tónlistarfé-
lagsins óratóríuna „Sköpunin“ eftir
Joseph Haydn.
Óratóríur eru stór verk, til f lutn-
ings á þeim þarf fjölmennan kór,
hljómsveit og einsöngvara. Hvar
átti að f lytja slíkt verk í landi sem
átti engan tónleikasal? Því svarar
Páll í viðtali í Morgunblaðinu 12.
desember 1939:
„— Hafið þjer heyrt um nýja
konsertsalinn okkar, bifreiða-
skála Steindórs við Seljaveg, í
okkar hópi kallað ,,Forum Stein-
dórs" . Við höfum nokkurn tíma
vitað um þetta ágæta hús, en satt
að segja ekki haft kjark til þess að
fara fram á það við Steindór Ein-
arsson að hann f lytji um hávetur
40—50 bíla, til þess að við getum
haldið þar einn hljómleik. En nú
kvíðum við engu lengur, Steindór
tók okkur opnum örmum og býður
okkur húsið endurgjaldslaust fyrir
hljómleikana, f lytur sjálfur burtu
alla bílana í 2—3 daga og skilar
öllu pússuðu og fínu og upphituðu.
Húsið rúmar að minnsta kosti 2000
manns, og eru meðlimir Tónlist-
arfjelagsins og aðrir vinir okkar á
ferð um allan bæ, alla þessa viku að
safna bekkjum og stólum.“
Þannig varð þetta ævintýri að
veruleika: fyrsta óratóría á Íslandi
f lutt í stórum bílaskála. Mörgum
áratugum síðar stóðu nokkrir
þeirra sem tóku þátt í f lutningnum
að því að settur var minningar-
skjöldur á húsið með upplýsingum
um þennan merka tónlistarf lutn-
ing.
Ástæðan fyrir því að þetta er
rifjað upp hér er sú að nú stendur
til að rífa þetta hús. Samkvæmt
frétt í Morgunblaðinu 16.11. sl.
hefur byggingafulltrúi Reykja-
víkurborgar samþykkt niðurrif
húsa á reitnum þar sem til stendur
að byggja þar há fjölbýlishús.
Ég er forviða að virðing borgar-
yfirvalda fyrir tónlistarminjum
skuli ekki vera meiri en þetta.
Steindórsskálinn er eitt af táknum
íslenskrar tónlistarsögu, tákn um
stórhug tónlistarunnenda sem
létu ekki bugast þrátt fyrir erfiðar
aðstæður. Og hvað á nú að gera við
minningarskjöldinn? Verður hann
kannski einn og sér á tónlistarsafni
eftir nokkra áratugi ásamt þeim
upplýsingum að því miður sé búið
að rífa húsið vegna skammsýni
yfirvalda ársins 2020?
Við höfum misst mörg hús úr
íslenskri menningarsögu og er þess
skemmst að minnast þegar Fjala-
kötturinn var rifinn árið 1985, en
þar hvarf af sjónarsviðinu dýr-
gripur úr íslenskri kvikmynda- og
leikhússögu. Ég hélt hins vegar að
menn væru nú orðnir víðsýnni og
gerðu sér betur grein fyrir gildi
menningarminja. Nú skora ég á
tónlistarmenn að berjast fyrir
varðveislu hússins og heiti jafn-
framt á borgaryfirvöld að fella úr
gildi ákvörðun um niðurrif Stein-
dórsskálans.
Björgum
tónlistarminjum
Una Margrét
Jónsdóttir
dagskrár
gerðarmaður
1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð