Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.12.2020, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 18.12.2020, Qupperneq 24
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Sportval er tveggja ára fyrir-tæki en við opnuðum 7. des-ember 2018 sem skíðagöngu- verslun og höfum dálítið þróast út frá því. Okkar helsta áhersla hefur verið þjónusta við skíðagönguiðk- endur en núna í dag erum við orðin meiri alhliða útivistarverslun,“ segir Óskar Jakobsson, annar eig- enda Sportvals. „Við erum með mikið úrval af útivistarfatnaði og öllu sem tengist göngu og gleði á fjöllum. Við höfum líka verið með hlaupatengdar vörur yfir sumartímann og núna í sumar bættum við við okkur hjólreiða- fatnaði.“ Vönduð vörumerki Um þessar mundir eru það skíðin sem ráða ríkjum. „Við bjóðum upp á mikið úrval af gönguskíðum og utanbrautarskíðum. Við erum með Åsnes sem er eitt vinsælasta merkið í utanbrautarskíðum á Íslandi í dag. Það er norskt merki sem hefur verið starfrækt í rúm 90 ár,“ segir Óskar. „Það er gaman að segja frá því að skíðin þeirra eru hönnuð í samráði við og heita eftir þekktum pólför- um. Það er hálft andlit á hvoru skíði og svo þegar þú setur þau saman ertu kominn með heilt andlit og sérð því andlitið á þeim sem hann- aði skíðin. Þar má til dæmis nefna Liv-fjallaskíðin, kvenskíði sem eru hönnuð af konum fyrir konur, og eru kennd við Liv Arnesen en hún var fyrsta konan til þess að ganga á skíðum yfir suðurpólinn. Karla- skíðin eru svo hönnuð af körlum og heita eftir þeim, eins og Amundsen og Gamme,“ útskýrir Óskar. „Við erum einnig með finnska vörumerkið Peltonen sem er búið að vera við lýði í 60-70 ár en Finnar eru náttúrulega frægir fyrir göngu- skíði og gríðarleg gæði. Svo erum við með fleiri merki eins og Craft Sportswear, Bliz gleraugu og auð- vitað Lillsport vettlingana sem eru sérhannaðir keppnisvettlingar,“ segir Óskar. „Þá erum við líka með eitt af flottustu merkjunum í gönguskóm, Garmont, en það er ítalskt vörumerki sem leiðsögu- menn í Ölpunum mæla með. Síðan erum við líka með Brooks hlaupa- skó og göngustafi frá Fizan svo eitthvað sé nefnt.“ Vakning meðal landsmanna Að sögn Óskars hafa gönguskíði aldrei verið eins vinsæl og nú. „Það er búin að vera gríðarleg aukning eftir að COVID skall á, fólk virðist vera að vakna til lífsins og átta sig á því að það er til eitthvað meira og annað skemmtilegt en að fara til útlanda, eins og að fara á hálendi Íslands. Þetta eru þannig skíði að þú getur bara sett skinn undir, labbað á fjöll og svo rennirðu þér niður.“ Óskar segir gaman að fylgjast með þróuninni en hann hefur stundað skíðagöngur frá því að hann var lítill drengur auk þess sem hann hefur þjálfað um árabil. „Sem skíðagöngumaður frá æsku á Ísafirði þá er búið að vera alveg hreint stórkostlegt að fylgjast með því hvað íþróttin hefur stækkað mikið á undanförnum árum. Í gamla daga voru þetta örfáir sem voru á Ísafirði, Siglufirði og Akureyri en í dag er þessi íþrótt stunduð úti um allt land. Þetta er orðin almenningsíþrótt, við sjáum þessa miklu fjölgun í utanbrautar- og brautarskíðum, það liggur við að þetta sé að tvöfalda sig á milli ára.“ Hann segir söluna hafa farið fram úr öllum vonum. „Þeir hjá Åsnes segjast hvergi hafa séð eins mikla sölu per capita og á Íslandi. Þeir eru alveg undrandi á þessari gríðarlegu sölu og reiknuðu engan veginn með að það væri hægt að selja svona mörg utanbrautarskíði. Við erum búin að selja eins mörg skíði núna og allan síðasta vetur. Fótanuddtækin voru vinsæl ein jólin, núna eru það utanbrautar- skíði,“ segir Óskar og brosir. Konur duglegri að hreyfa sig „Það er okkar von og trú að þetta muni aukast og heilsa landsmanna fari batnandi með tímanum. Það mætti segja að þótt að þetta sé íþróttaverslun þá séum við í raun lífsstílsverslun, það eru margir sem velja sér þennan lífsstíl,“ útskýrir Óskar. „Þessi vakning er líka tengd Landvættum en hingað koma margir hópar, sérstaklega kvenna- hópar, sem hafa verið að fara á staði eins og Ísafjörð og annað með því markmiði að taka þátt í Fossavatns- göngunni á vorin. Sem skíðaþjálfari í nokkur ár get ég sagt að konur eru yfirleitt í 75% á móti 25% karl- mönnum. Konur eru einfaldlega duglegri að hreyfa sig.“ Þá er algengt að viðskiptavinir séu í leit að einhverju sem fjöl- skyldan geti stundað saman og þannig átt fleiri gæðastundir. „Hingað koma hjón og jafnvel heilu fjölskyldurnar. Sumir eru kannski á leiðinni í sumarbústað, út á land eða bara í Heiðmörk og vilja geta haft þennan valkost. Krakkarnir vilja oft gera eitthvað annað en að ganga en þau hiklaust vilja fara á gönguskíði og þetta er tilvalið tækifæri til að byggja krakkana upp í að vera framtíðariðkendur. Það er frábært hvað þessi íþrótt hefur sameinað margar fjöl- skyldur.“ Breytilegt eftir árstíðum Sportval er einnig með mikið úrval af vörum fyrir hlaupa- og hjólareiðafólk. „Við erum líka með mikið af fatnaði fyrir hjólreiða- fólk, hvort sem þú ert í venjulegum eða fjallahjólreiðum. Svo bjóðum við upp á að sérmerkja fatnað fyrir hlaupa-, skíða- og hjólreiða- hópa. Skíðin eru dálítið ráðandi frá nóvember og fram í apríl en svo tekur annað við, þá koma göngu- hóparnir. Það mætti segja að með vorinu breytist okkar sérstaða yfir í að þjónusta þessa hópa,“ skýrir Óskar frá. „Almenningur flytur sig á milli íþróttagreina eftir árstíðum. Margir eru í golfi á sumrin og á skíðum á veturna. Menn eru á fjallaskíðum langt fram eftir sumri og eru til dæmis að fara á Snæfells- jökul eða Tröllaskaga í lok maí eða taka jafnvel ferðir frá Ísafjarðar- djúpi og yfir á Jökulfirði, labba þar upp á fjöll og renna sér svo niður hinum megin og þar er tekið á móti þeim. Þetta tímabil er að lengjast, frá fyrsta snjó sem fellur að hausti fram í lok maí, jafnvel fram í júní.“ Mikilvægt að gefa sér tíma Hjá Sportval er lögð áhersla á vandaða þjónustu og sanngjarnt verð. „Þegar þú kemur hingað til okkar geturðu verið öruggur um að fá þá þjónustu sem þú vilt og þarft. Eins og með gönguskíðin, þá erum með ákveðið ferli, þar sem við skoðum atriði á borð við hæð, þyngd og í hvað viðkomandi ætlar að nota skíðin, til þess að tryggja það að viðskiptavinir okkar fái nákvæmlega réttu skíðin. Vegna COVID geta viðskipta- vinir pantað sér tíma utan opn- unartíma þar sem hægt er að koma í mátun og mælingar. Þú þarft að hafa smá frið þegar þú ert að kaupa skíði, ef þú kaupir skíði á fimm mínútum þá ertu sennilega ekki að fara að fá réttu skíðin. Það þarf að fara í gegnum nokkur atriði og gefa sér tíma til að skoða skíði og annan búnað svo allir séu sáttir,“ segir hann. „Við leggjum líka áherslu á eigin innflutning, með enga milliliði eða heildverslanir en þannig teljum við að við getum náð sem bestu verði fyrir okkar viðskiptavini og verið samkeppnishæfir á markaðinum.“ Best geymda leyndarmálið Það er margt skemmtilegt fram undan. „Í byrjun næsta árs verðum við komin með fleiri flott umboð í útivistarfatnaði, utanvegahlaupa- skóm og öðru, þetta er allt í bígerð. Við höfum verið á Selásbraut 98 í Árbænum frá upphafi en núna erum við að sprengja utan af okkur húsnæðið, það er búið að vera alveg brjálað að gera,“ segir Óskar. „Það er líka gaman að segja frá því að við erum með Facebook- leik þar sem við drögum út tvö utan- brautarskíði. Það geta allir geta tekið þátt og sigurvegarar verða tilkynntir 23. desember þannig að um að gera að taka þátt.“ Óskar hvetur þau sem eru í leit að hinni fullkomnu jólagjöf að gera sér ferð í Sportval. „Við erum með skemmtilega dótið í jólapakkann, enda mætti segja að við séum dóta- búð útivistarmannsins, 365 daga á ári. Við höfum stundum verið kölluð eitt best geymda leyndar- málið því það eru ótrúlega margir sem koma inn og höfðu ekki hug- mynd um búðina. Við höfum ekki verið að markaðssetja okkur mikið en hægt og rólega spyrst þetta út og það eru alltaf fleiri sem eru að koma og allir sem koma hingað koma aftur. Þannig að við hljótum að vera að gera eitthvað rétt.“ Framhald af forsíðu ➛ Sportval hefur verið kallað eitt best geymda leyndarmálið en þar er að finna einstakt úrval af vönduðum útivistarvörum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hér má sjá skíðin frá Ås- nes en þau eru skreytt and- litum þekktra pól fara sem komu að hönnun. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Sportval býður upp á mikið úrval af skóm frá ítalska merkinu Garmont. Fólk virðist vera að vakna til lífsins og átta sig á því að það er til eitthvað meira og annað skemmtilegt en að fara bara til útlanda, eins og að fara á hálendi Íslands. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.