Fréttablaðið - 18.12.2020, Side 28
Starfsfólk fyrirtækisins vinnur náið með íþróttahreyfing-unni og fagaðilum í heil-
brigðisstétt. Einnig ferðast fagfólk
á vegum fyrirtækisins um landið
með göngu- og hlaupagreiningar,
kynningar og sölu á tengdum
vörum. Elva Björk Sveinsdóttir
og Lýður Skarphéðinsson starfa
bæði sem sérfræðingar í göngu-
greiningu hjá fyrirtækinu og hafa
sitt að segja um starfið. Einnig ber
Ingólfur Ingólfsson kírópraktor
fyrirtækinu vel söguna.
Bakverkir hverfa
eftir áratuga þrautagöngu
Elva segir að það ánægjulegasta
við starfið sé að hitta fólk sem
hefur losnað algjörlega við verki
og eignast nánast nýtt líf eftir að
hafa komið í göngugreiningu. „Allt
of margir sem koma til okkar hafa
ekki hugað að fótaheilsu í mörg
ár, til dæmis með því að nota rétta
skó eða innlegg. Fólk gerir sér
ekki grein fyrir hversu mikilvægt
þetta er og tengir ekki bakverk
eða mjaðmaverk við ólag á fótum.
Margir glíma við þessa verki árum
saman í vinnu og íþróttaiðkun
sem getur verið verulega heftandi.
Það er dásamlegt að sjá þegar til
dæmis bakverkir hverfa eftir ára-
tuga þrautagöngu.“
Í greiningunni er notuð full-
komnasta tækni sem völ er á til að
mæla álag á fótinn við niðurstig.
„Þetta er til dæmis þrýstiplata
með yfir tólf þúsund skynjurum
en reynslan okkar skiptir samt
mestu máli. Við erum með yfir 20
ára reynslu í göngugreiningum
og höfum tekið þátt í þróun á
greiningunum og innleggjunum
alveg frá því við unnum með stoð-
tækjadeild Össurar,“ segir Elva,
sérfræðingur í göngugreiningum.
Sætti mig ekki
við það næstbesta
Lýður er bæði sérfræðingur í
göngugreiningu og framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins Fætur toga.
„Fyrirtækið okkar hefur þróast
hratt á síðustu árum. Við opn-
uðum tvær stórar verslanir sem
eru stútfullar af hlaupavörum,
stoðvörum og vörum fyrir endur-
heimt,“ segir Lýður sem hefur
alla tíð lagt metnað í að bjóða
upp á bestu fáanlegu vörurnar á
markaðnum.
„Allar vörurnar sem við bjóðum
upp á hafa hlotið fjölda verðlauna
og viðurkenninga. Brooks-skórnir
henta frábærlega því þeir eru ekki
bara góðir í hlaupin heldur eru
þeir framleiddir á þann hátt að
almenn fótaheilsa er sett í fyrsta
sæti. Hlaupafötin okkar eru frá
Fusion, Compressport og Brooks
sem henta öllum sem stunda hlaup
og einnig keppnisfólki í fremstu
röð. Ég sætti mig ekki við það
næstbesta því ég vil alltaf geta
boðið bestu lausnirnar fyrir hvern
og einn,“ segir Lýður.
Ætluðu yfir
Fimmvörðuháls í sumar
Ingólfur Ingólfsson kírópraktor er
dæmi um hæstánægðan viðskipta-
vin Fætur toga, en hann fór með
dóttur sína í göngugreiningu til
fyrirtækisins í sumar eftir að hún
hafði glímt við verki í fótleggjum.
„Fjölskyldan byrjaði að æfa fyrir
göngu yfir Fimmvörðuháls í
sumar. Við töldum okkur vera vel
í stakk búin til þess að takast á við
verkefnið og hlökkuðum mikið
til. Þegar gönguferðirnar fóru að
lengjast þá fór dóttir mín að kvarta
yfir verkjum í fótleggjunum.
Verkirnir fóru versnandi eftir
því sem gönguferðunum fjölgaði
og við sáum fram á að hún gæti
ómögulega komist alla leið yfir
Fimmvörðuhálsinn næsta sumar.
Ég gerði hreyfifærnipróf á Helgu
og útilokaði möguleikann á því að
verkirnir kæmu frá hryggnum eða
mjaðmagrindinni. Við ákváðum
að leita ráða hjá Fætur toga og sjá
hvort þeir hefðu einhverja lausn
fyrir okkur. Fætur Helgu Rakelar
voru skoðaðir vandlega og göngu-
greining framkvæmd. Í ljós kom að
hana vantaði meiri stuðning undir
tábergið, en það orsakaði verk
sem leiddi í hælinn og framan á
leggina. Þegar hún byrjaði að nota
innleggin var árangurinn vonum
framar. Helga getur gengið mun
lengur og meira krefjandi leiðir án
þess að verkja nokkuð í fæturna.
Æfingarnar fram að þessu hafa
gengið mjög vel og gangan yfir
Fimmvörðuháls sumarið 2021
er aftur á dagskrá. Takk fyrir
hjálpina,“ segir Ingólfur.
Fætur toga er staðsett að Höfða-
bakka 3, 110 Reykjavík, og í Kringl-
unni, Heilsuhæð, 103 Reykjavík.
Sími 557 7100. Skoðaðu úrvalið og
pantaðu tíma í göngugreiningu á
gongugreining.is
Ég sætti mig ekki
við það næstbesta
því ég vil alltaf geta
boðið bestu lausnirnar
fyrir hvern og einn.
Lýður Skarphéðinsson
Þrautagangan verður að gleðigöngu
Hjá fyrirtækinu Fætur toga starfar gífurlega reynslumikið fagfólk sem hefur síðastliðin tíu ár
tekið yfir 60.000 Íslendinga í göngu- og hlaupagreiningu á höfuðborgarsvæðinu og um allt land.
Lýður Skarphéðinsson, sérfræðingur í göngugreiningu og framkvæmda-
stjóri Fætur toga, mælir með hlaupaskónum frá Brooks. MYNDIR/AÐSENDAR
Ingólfur Ingólfsson kírópraktor þakkar Fætur toga fyrir að fjölskyldan geti
farið Fimmvörðuhálsinn næsta sumar. „Takk fyrir hjálpina,“ segir hann.
Elva Björk Sveinsdóttir er sérfræðingur í göngugreiningu hjá Fætur toga. Hún segir það besta við starfið vera að verða vitni að því þegar fólk sem hefur lengi
glímt við verki, jafnvel árum saman, eignast nánast nýtt líf eftir að hafa komið í göngugreiningu. Margir tengi bakverki eða mjaðmaverk við ólag í fótum.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U R