Fréttablaðið - 18.12.2020, Síða 36
Mér hefur fundist
vera stígandi í
mínum leik og nú er kom-
inn tími til að breyta til og
fara inn í umhverfi þar sem
ég hef möguleika að bæta
mig enn frekar.
Berglind Rós Ágústsdóttir
Ég er ekki mesta
sleggjan í boltanum
þannig að ég treysti meira á
leikskilninginn og að vinna
með samherjum mínum.
Ómar Ingi Magnússon
FÓTBOLTI Berglind Rós Ágústsdóttir
varð fyrr í þessari viku nýjasti
atvinnumaður okkar Íslendinga í
knattspyrnu kvenna en hún samdi
þá við sænska úrvalsdeildarliðið
Örebro.
Berglind Rós varð þannig þriðji
leikmaðurinn sem skrifar undir
hjá liði í sænsku úrvalsdeildinni á
skömmum tíma en áður hafði Hall-
bera Guðný Gísladóttir gert samn-
ing við AIK Solna og Hlín Eiríks-
dóttir gengið til liðs við Piteå en þær
voru báðar Valskonur.
„Ég var með nokkur tilboð í hönd-
unum en það sem heillaði mig við
Örebro var hversu metnaðarfullur
þjálfarinn og þeir sem starfa hjá
félaginu eru. Bæði fyrir mína hönd,
það er að bæta mig sem leikmann,
og svo fyrir hönd liðsins,“ segir
Berglind Rós í samtali við Frétta-
blaðið.
Hjá Örebro mun Berglind vinna
með þjálfara sem er nýtekinn við
liðinu en vill nota Íslendinginn í
þeim stöðum sem Berglind kann
best við sig í.
„Þjálfarinn sem er nýtekinn við
liðinu sér fyrir sér að ég muni spila
bæði sem miðvörður og djúp á miðj-
unni. Það eru þær stöður sem ég
kann best við að spila og mér finnst
heillandi að þeir vilji nota mig á
þeim stöðum á vellinum.“
Berglind sem er 25 ára á að baki
87 leiki í efstu deild, flesta með Fylki
eftir að hafa stigið fyrstu skrefin í
meistaraflokki með Val. Þá lék hún
með Aftureldingu eitt sumar.
„Eftir síðasta sumar fannst mér
vera kominn tími á nýja áskorun og
mér fannst ég vera búin að ná mínu
besta formi eftir að hafa jafnað mig
almennilega á krossbandsslitunum
sem ég lenti í fyrir fjórum árum.
Mér hefur fundist verið stígandi
í mínum leik og að nú sé kominn
tími til að breyta til og fara inn í
umhverfi þar sem ég hef möguleika
á að bæta mig enn frekar. Þegar
tækifærið gafst fannst mér rétt að
stíga skrefið og einbeita mér að
fullu að fótboltanum sem atvinnu-
maður,“ segir Berglind sem hefur
slitið krossband tvisvar sinnum á
ferlinum.
Á nýloknu keppnistímabili hafn-
aði Örebro í sjöunda sæti sænsku
úrvalsdeildarinnar en Berglind Rós
segir að metnaður félagsins sé að
enda ofar á næstu leiktíð og verið sé
að fá góða leikmenn til liðsins þessa
dagana. Það sýni þann metnað í
verki.
„Örebro er að mörgu leyti svipað
félag og Fylkir þar sem mér hefur
liðið mjög vel síðustu árin. Þetta
er fjölskylduklúbbur með góða
aðstöðu þar sem vilji er til þess
að gera betur en gert var á síðasta
tímabili. Félagið vill hjálpa mér að
ná markmiðum mínum sem eru
að þróa áfram minn leik og tryggja
mér sæti í landsliðinu,“ segir þessi
öflugi leikmaður sem lék sinn fyrsta
A-landsleik í vináttulandsleik gegn
Skotlandi fyrr á þessu ári.
Íþróttastjóri Örebro, Jonas Karl-
berg, hafði orð á því þegar vista-
skipti Berglindar voru staðfest að
hún gæti tekið skref í átt að föstu
sæti í íslenska landsliðinu með
Örebro.
„Fyrst og fremst er ég hins vegar
með stefnuna á að gera vel fyrir
Örebro og svo sjáum við bara hverju
það skilar fyrir liðið mitt og varð-
andi landsliðssæti.“
hjorvaro@frettabladid.is
Hluti af markmiðinu að festa
mig í sessi í landsliðshópnum
Berglind Rós Ágústsdóttir sem verið hefur fyrirliði kvennaliðs Fylkis í knattspyrnu undanfarin ár skrif-
aði nýverið undir samning við sænska úrvalsdeildarliðið Örebro. Berglind Rós segir að vilji félagsins til
þess að bæta hana sem leikmann og gera vel á komandi keppnistímabili hafi hljómað afar spennandi.
Berglind er spennt fyrir áskoruninni að spreyta sig sem atvinnumaður eftir góð ár í Fylki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HANDBOLTI Magdeburg með Ómar
Inga Magnússon og Gísla Þorgeir
Kristjánsson innanborðs er að rétta
úr kútnum í þýsku efstudeildinni í
handbolta karla eftir kaf laskipta
byrjun á yfirstandandi leiktíð.
Ómar Ingi átti stórleik þegar liðið
lagði Erlangen að velli í síðasta
deildarleik liðsins í vikunni en
hann skoraði ellefu mörk í leiknum.
Ómar Ingi sem er að spila sinn
fyrsta vetur hjá Magdeburg og í
efstu deild í Þýskalandi er þar af
leiðandi orðinn sjötti markahæsti
leikmaður deildarinnar með 66
mörk. Magdeburg er eins og sakir
standa í áttunda sæti deildarinnar
með fjórtán stig, fimm stigum á
eftir Alexander Petterson, Ými Erni
Gíslasyni og samherjum þeirra hjá
Rhein-Neckar Löwen og Flensburg
sem eru á toppnum.
„Við fórum illa af stað og náðum
ekki að sýna gæðin sem búa í liðinu
í fyrstu leikjunum. Eftir átta leiki
vorum við með fjóra sigra og fjögur
töp. Það voru allir sammála um það
að við þyrftum að bæta leik okkar
og þar var ég engin undantekning.
Það tekur alltaf tíma að aðlagast
nýju liði, þeim leikkerfum sem liðið
spilar og staðsetningum í vörn og
sókn. Það tók smá tíma að kynn-
ast því hvernig leikmenn liðsins
vilja spila en ég og liðið allt erum að
finna taktinn.
Það var alltaf stefnan að spila í
efstu deild í Þýskalandi og standa
mig vel þar og ég er mjög ánægður
með að það sé að takast,“ segir
Ómar Ingi í samtali við Frétta-
blaðið um fyrstu mánuði sína í
Þýskalandi.
„Ég er ekki mesta sleggjan í bolt-
anum þannig að ég treysti meira
á leikskilninginn og að vinna
með samherjum mínum. Af þeim
sökum er það mikilvægt fyrir mig
að ná góðum tengslum við þá leik-
menn sem ég er að spila með.
Það er allt að koma og mér finnst
frábært að vera kominn í jafn sterkt
lið og ég er í og leika með jafn
góðum einstaklingum og ég er að
gera þessa stundina. Þetta er erfið
deild þar sem allir geta unnið alla
en við stefnum á að blanda okkur
í toppbaráttuna,“ segir þessi klóki
leikmaður sem hefur auk þess að
skora 66 mörk gefið 29 stoðsend-
ingar. – hó
Var alltaf stefnan að standa mig í efstu deild í Þýskalandi
Ómar er að finna sig betur og betur í þýska boltanum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FÓTBOLTI Íslendingafélagið Al Arabi
leikur í dag úrslitaleik í katörsku
bikarkeppninni í knattspyrnu
karla, Emir Cup, en þetta er í fyrsta
skipti síðan árið 1994 sem Al Arabi
kemst í úrslit þessarar keppni.
Aron Einar Gunnarsson, fyrir-
liði íslenska landsliðsins, skoraði
annað marka Al Arabi þegar liðið
tryggði sér sæti í úrslitaleiknum.
Al Arabi hefur unnið þessa keppni
átta sinnum, síðast árið 1993. Síðasti
titill félagsins kom í hús árið 1997.
Heimir Hallgrímsson hefur stýrt
Al Arabi síðan árið 2018 en undir
lok síðasta árs framlengdi hann
samning sinn við félagið til loka
keppnistímabilsins á næsta ári.
Freyr Alexandersson var nýverið
ráðinn aðstoðarmaður Heimis en
Bjarki Már Ólafsson hefur verið í
þjálfarateymi liðsins í tvö ár.
Heimir á nú möguleika á að landa
sínum fyrsta titli í stjórnartíð sinni
þegar Al Arabi mætir Al Sadd í
úrslitum. Leikurinn hefst klukkan
15.00 að íslenskum tíma í dag. – hó
Íslendingaliðið
leikur til úrslita
Heimir á hliðarlínunni.
HANDBOLTI Nor ska kvennalands-
liðið í handbolta, sem leikur undir
stjórn Þóris Hergeirssonar, mun í
kvöld spila við Danmörku í und-
anúrslitum á Evrópumótinu í hand-
bolta.
Noregur fór nokkuð þægilega í
gengum riðlakeppnina og milli-
riðlana og er liðið það sigurstrang-
legasta á mótinu. Þórir hafði það
raunar á orði fyrr á mótinu að það
gæti komið í bakið á liðinu þegar út
í undanúrslitin væri komið að hafa
ekki mætt sterkari andstæðingum.
Norska liðið stefnir á sinn fjórða
Evrópumeistaratitil undir stjórn
Þóris en þetta verður í 12. skipti sem
liðið leikur til verðlauna á stórmóti
undir stjórn Selfyssingsins. – hó
Fjórði EM-titill
Þóris í sjónmáli
1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R24 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT