Fréttablaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 38
Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Ég hef því alla tíð haldið upp á afmælið þegar mér sýnist, fertugsafmælið í júlí og fimm- tugsafmælið einu sinni í viku allt árið. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Dóru Maríu Ingólfsdóttur Miðleiti 7, áður Álfheimum 4. Lilja Sigurðardóttir Anna Sigurðardóttir Konráð Ingi Jónsson Erna Sigurðardóttir Tonny Espersen Gylfi Ingi Sigurðsson Berglind Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Kjartan Leifur Sigurðsson Starrahólum 8, Reykjavík, lést á heimili sínu, 13. desember. Útförin fer fram í kyrrþey. Friðrika Rósa Sigurbjörnsdóttir Jórunn Ingibjörg Kjartansdóttir Þorkell Gunnarsson Sigurbjörn Kjartansson Sigurður Ingi Kjartansson Sólveig Sigurðardóttir Jens Pétur Kjartansson Harpa Óskarsdóttir Íris Berglind Kjartansdóttir Júlíus Jónsson Kjartan Örn Kjartansson Guðbjörg Kristín Bárðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Jónsdóttir Kópavogstúni 4, áður að Bræðratungu 1, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn 13. desember. Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 29. desember kl. 15. Vegna sóttvarnareglna verður jarðarförin aðeins fyrir nánustu aðstandendur en streymi verður frá athöfninni á slóðinni utfor-kristinar-jonsdottur.is Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningargjafasjóð Sunnuhlíðar (sunnuhlid.is). Gunnar Smári Þorsteinsson Jón Bjarni Gunnarsson Elín Björt Grímsdóttir Hrefna Gunnarsdóttir Kristján Björgvinsson Ella Björg Rögnvaldsdóttir Arndís Pétursdóttir Björgvin Smári Kristjánsson Iðunn Elva Ingibergsdóttir Kristín Jónsdóttir Sverrir Már Bjarnason Hrefna Björk Jónsdóttir Barði Freyr Þorsteinsson Bryndís Helga Jónsdóttir Bjarki Steinn Aðalsteinsson Gunnhildur Kristjánsdóttir og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ingibjörg J. Jónasdóttir Bjarkarheiði 21, Hveragerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnudaginn 13. desember. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju mánudaginn 21. desember kl. 14. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar viðstaddir. Sturla S. Þórðarson Ingibjörg Jones Herdís Þórðardóttir Sigurður Egilsson Jónas Þór Þórðarson Ingibjörg Erna Þórðardóttir Sveinn Guðmundsson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Það er ómögulegt að verða sextug þegar ástandið í sam­félaginu er eins og það er. Ég ætla því að vera 59 ára um óákveðinn tíma. Sennilega verður sumarpartí,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir glaðlega og heldur áfram: „Mér finnst skammdegið ekki henta fyrir afmælisveislu, það má enginn vera að neinu rétt fyrir jólin. Ég hef því alla tíð haldið upp á afmælið þegar mér sýnist, fertugsafmælið í júlí og fimmtugsafmælið einu sinni í viku allt árið. Núna er manni sagt að hitta helst ekki neinn og þá bara hlíti ég því.“ Vonar að norsku genin nýtist Björg Eva er framkvæmdastjóri Vinstri grænna og er að byrja á fjarfundi þegar ég heyri í henni fyrst, svo ég prófa nokkrum tímum seinna. Þá er hún komin upp í Hreppa og bíður úti í bíl eftir einhverjum úr sóttkví á æsku­ stöðvum sínum að Hamarsheiði í gamla Gnúpverjahreppi. Þar er nú frístunda­ býli en hún segir föður sinn hafa verið bónda þar og skeifnasmið þegar hún var að alast upp – „og hann var Sjálf­ stæðismaður,“ bætir hún við. „Ég ólst upp bæði í hægri og vinstri pólitík, for­ eldrar mínir voru ekki sammála í þeim efnum. Mamma er norsk og vinstrisinn­ uð og náði að snúa pabba til betri vegar því hann endaði í Kvennalistanum! Stundum fæ ég að heyra að ég sé norski, níski framkvæmdastjórinn! En ég ber virðingu fyrir því hvernig Norðmenn umgangast peninga, þeir eru f linkari í því en Íslendingar og ég vona að mín norsku gen nýtist í að fara vel með fjár­ muni VG.“ Spurð hvort hún hafi aldrei hugleitt að setjast á þing fyrir f lokkinn, svarar Björg Eva: „Nei, en ég vann í sextán ár á Ríkisútvarpinu, meðal annars sem þingfréttamaður og hef alltaf haft áhuga á pólitík. Það skemmtilegasta við hana er að berjast fyrir eigin hugsjónum en þegar fólk er komið inn á þing, þarf það að gera gott betur.“ Hundrað manna fjarfundur Björg Eva segir starf sitt nú snúast minna um pólitík en ætla mætti en það sé áhugavert enda kynnist hún bæði fólki og málefnum. „Það hafa orðið miklar breytingar frá því ég byrjaði í upphafi árs 2016. Þá voru kosningar á hverju ári og f lokkurinn átti enga peninga. En nú hefur verið friðsamlegt undanfarið og fjármálin í betra horfi, enda fara þau mikið eftir árangri og lög hafa verið sett um meiri styrki til stjórnmálaflokka en áður. Það er hollara fyrir lýðræðið en ef stórfyrirtæki reka f lokka. Svo f leygir tækinni fram og á þessu ári hefur hún verið gjörnýtt. Við héldum nýlega flokksráðsfund á netinu með um hund­ rað manns, því fylgdi ákveðið f lækju­ stig, við undirbjuggum hann á skrif­ stofunni og þurftum að skrifa frekar nákvæmt handrit. Landsfundur er svo fyrirhugaður í mars og verður spenn­ andi að sjá hvort um fjarfund verður að ræða, hann verður þá enn stærri.“ Mikill ferðasirkus Eins og fram hefur komið var Björg Eva fréttamaður á Ríkisútvarpinu og kveðst hafa notið þess. „Mér fannst líka gaman að vera í Norðurlandaráði. Fékk það starf örugglega af því ég hafði verið fréttamaður í Noregi, bæði á NRK og nokkrum blöðum. Norðurlandaráð er mikill ferðasirkus og ég var að vinna fyrir alla vinstri f lokkana á Norður­ löndum með skemmtilegu fólki.“ gun@frettabladid.is Fimmtíu og níu ára áfram Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstri grænna, fæddist þennan dag fyrir 60 árum. Þetta átti að verða afmælisviðtal en snerist upp í „ekkiafmælis“ spjall. „Stundum fæ ég að heyra að ég sé norski, níski framkvæmdastjórinn,“ segir Björg Eva glaðlega. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R26 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.