Fréttablaðið - 18.12.2020, Side 42

Fréttablaðið - 18.12.2020, Side 42
Góðar sögur sitja í manni lengi. Skemmtilegar, frjóar og vel skrifaðar íslenskar skáldsögur sem ég las sem krakki eins og Lúsastríðið, Ferðin til Sam- iraka og Biobörn koma vandræða- lega oft upp í kollinn þrátt fyrir að vel sé farið að síga á síðari hluta þrítugsaldursins hjá undirritaðri. Þannig geta bæði góðar og sniðugar barna- og unglingabækur setið með manni alla ævi. Nýjasta skáld- saga Snæbjörns Arngrímssonar, Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf, er ein af þeim skáld- sögum sem höfða til yngri lesenda í jólabókaf lóðinu í ár. Skáldsagan er sjálfstætt framhald fyrstu skáld- sögu Snæbjörns, Rannsóknin á leyndardómum Eyðihússins sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaun- in 2019. Hún er jafnframt önnur sagan um ævintýragjörnu og hug- rökku krakkana Millu og Guðjón G. Georgs- son í Álftabæ. Þ eg a r du l a r f u l l og moldr ík f urst- ynja f lytur óvænt í Álftabæ vekur það skiljanlega nokkra u n d r u n m e ð a l heimamanna. Sér- stak lega þegar í ljós kemur að hún hefur lítinn sem enga n á huga á samskiptum við annað fólk. Fyrir tilviljun leggur furstynjan traust sitt á Millu og býðu r hen n i , fyrstum bæjar- búa, heim í te. Þegar Milla finnur inni á íburðarmiklu heimili furstynjunnar furðulega styttu sem virðist búa yfir töfrakröftum f lækjast málin enn frekar. Á sama tíma hverfur bekkjarbróðir Millu sporlaust. Doddi er bæði fantur og fúlmenni en auðvitað leggjast allir íbúar bæjarins á eitt til þess að finna hann. Milla og Guðjón G. Georgsson taka að sjálfsögðu þátt í leitinni að Dodda á sama tíma og þau reyna að svara öllum þeim ósvöruðu spurningum sem f ljóta í kringum furstynjuna og dular- fullu styttuna hennar sem rataði svona næstum því eiginlega óvart í hendur Millu. Dularfulla styttan og drengur- inn sem hvarf er spennandi skáld- saga og sögumaðurinn Milla heldur lesanda vel við efnið þó hún eigi það til að vera örlítið háf leyg miðað við aldur. Persónur verksins eru litríkar og skemmti- legar en skilja líka sitt eftir fyrir ímyndunaraf lið. Það sem að mínu mati stendur þó helst stendur upp úr í verkinu er lifandi tungumálið og textinn, fullur af skemmtilegum orðum og lýsing- um um daginn og veginn í Álfabæ. Snæbjörn er held- ur ekkert feiminn við að hafa smá spennu og myrkur í sögunni og það eru svo sannarlega ekki einungis englar í Álftabæ. Textinn höfðar þannig að vissu leyti bæði til yngri og eldri lestrar- hesta. Hins vegar má gott alltaf bæta og í lok dagsins hefði kannski ve r ið skem mt i le g t a ð s j á f léttuna í lok verksins vera betur úthugsaða eða f lóknari. Þannig virtist endinum hafa örlítið verið slumpað af eins og á það til að gerast í skáldsögum þar sem spennan er í fyrirrúmi. Það þýðir hins vegar ekki annað en að bíða eftir f leiri ævintýrum Millu og Guðjóns í Álftabæ. Bryndís Silja Pálmadóttir NIÐURSTAÐA: Spennandi skáld- saga sem ungir lestrarhestar ættu að gleypa í sig með litríkum per- sónum og lifandi texta. Furstynjan og froskurinn Peysur og parruk er fyrsta plata Gadus Morhua Ensemble, en þar leiða saman hesta sína Eyjólfur Eyjólfsson, söngvari, f lautu- og langspilsleikari, Stein- unn Arnbjörg Stefánsdóttir bar- okksellóleikari og söngkonan Björk Níelsdóttir. „Við komum fyrst saman árið 2016 fyrir þjóðbúningahátíðina Skotthúf- una í Stykkishólmi og höfum komið furðu oft saman eftir það, miðað við að Björk býr í Amsterdam, Stein- unn á Akureyri og ég á Suðurlandi,“ segir Eyjólfur. „Áherslan í efnisskrá okkar eru íslensk og erlend þjóðlög, klassísk einsöngslög í eigin útsetn- ingum og frumsamið efni.“ „Við höfum verið að leika okkur með nýja tónlistarstefnu sem við köllum baðstofubarokk en þar blöndum við okkar íslenska lang- spili saman við barokksellóleik. Þannig verður til sambland af íslenskri baðstofumenningu og evr- ópskri hámenningu,“ segir Steinunn. Um helmingur verkanna á plöt- unni er eftir þau, en þar er einn- ig að finna gömul íslensk lög, eins og Ísland farsældar frón og Ó, mín flaskan fríða. Frönsk lög eru einn- ig áberandi á disknum. „Þarna fer Steinunn, við undirleiks langspils, með textann í þjóðsöng Frakka og við flytjum lagið fræga úr frönsku myndinni Allir heimsins morgnar um nunnu sem átti ekkert gott eftir í lífinu,“ segir Björk. „Við erum á ferðalagi milli Íslands og Frakklands og leikum okkur með hugmyndina um hvað hefði gerst ef franskur aðalsmaður hefði komið til Íslands með barokkselló og tekið hús á tónelskum bónda.“ Þau segjast vera með fjölmargar hugmyndir að plötum. „Hug- myndin er að vera með alls konar þemu. Við byrjuðum í Frakklandi, kannski förum við til Englands næst og svo Norðurlandanna. Við erum að vinna í því að blanda saman alls kyns hefðum og leggjum áherslu á að menningararfur er eitthvað sem á að leika sér með, hann er ekki meitl- aður í stein,“ segir Eyjólfur. – kb Á ferðalagi milli Íslands og Frakklands Þríeykið Björk, Steinunn og Eyjólfur senda frá sér fyrstu plötu sína, sem ber titilinn Peysur og parruk. Fleiri plötur eru á dagskrá. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Rithöfundurinn Úlfar Þormóðsson hélt dag-bók á árunum 2018-2019, sem nú birtist í bókinni Dagatal.Spurður hvort hann hafi strax í upphafi haft í hyggju að skrifa dagbók til að birta á prenti svarar hann: „Nei! Þetta hófst með því að einn fimmtudag í desember- drunganum 2017 fékk ég á tilfinn- inguna að allir dagar ævi minnar væru að verða svo líkir hver öðrum að ég greindi ekki á milli þeirra. Eigi að síður var ég viss um að þetta væri ekki svona þótt ég gæti ómögulega krafsað það upp úr huganum hvað aðgreindi þá og hvað ég hafði verið að gera öðruvísi í gær en í dag. Upp úr þessum þanka ákvað ég að halda dagbók. Fyrir sjálfan mig. Einan. Svo að ég gæti fylgst með mér. Og hófst handa við áramót.“ Af hverju sá hann ástæðu til að gefa dagbókina út? „Ég sá að hún átti erindi til annarra,“ segir hann. „Það var komið fram yfir mitt ár 2018 þegar ég fyrst las yfir það sem ég hafði skráð og sá þá að það var langur vegur frá því að allir mínir dagar væru eins. Mér varð líka ljóst að þetta var ekki einvörðungu dagatal. Þarna var fullt af alls konar; hugljómanir, bókadómar, pólitískir pistlar, fimmeyringar, ævintýri, angur og elskusemi. Og þér að segja sérstaklega, er þarna sagt frá við- brögðum þjóðþekktrar konu, sem ég flutti slúðursögu um ástarlíf sem hún var pannan í og viðbrögðum hennar við slaðrinu, glotti sem small í. Þarna staddur í vangavelt- um fannst mér að það ættu fleiri að fá að lesa um þetta en ég einn. Allt þetta og annað öðruvísi.“ Spurður hvort hann hafi tekið eitthvað út úr dagbókinni fyrir útgáfu segir hann: „Það var ekki ætlunin. Enda hafði ég ekki skrifað niður neitt af því sem flokkast undir „okkar á milli sagt“. Hins vegar beit hún mig samviskan og fullvissaði mig um að ég þyrfti að fá leyfi til að birta tölvupósta annarra. Ég hafði samband við nokkra sem gáfu mér leyfi til að nota efni frá þeim eins og mér þóknaðist best. Svo neitaði einn sómamaður eins og frá er skýrt í dagatalinu. Þá kom upp í mér þvergirðingur. Hann svæfði samviskubitið og ég hætti að spyrja aðra hvað ég mætti skrifa. Af þessu tilefni finnst mér rétt að vitna í formálsorð bókarinnar þótt tilvitnunin eigi þar við um annað mál. Þar segir: Meðfram þessu var ég að lesa bók. Þar er fólk að tala saman um álita- mál og spurt er: Heldurðu að þetta skipti máli? Og svarið kom í næstu línu: Mögulega, eða kannski ekki, ég veit það ekki.“ Á þeim tíma sem Úlfar hélt dag- bók var hann að skrifa skáldsögu. „Ég kallaði hana Planið en við útgáfu 2019 hlaut hún nafnið Hug- villingur. Hún er, svo að ég noti orð útgefandans af algjöru blygðunar- leysi, „bók sem er í senn lýsing á ver- öld sem var og manngerðum ógnum í nútímanum sem eru að fléttast inn í veruleika okkar“. Úlfar segist ekki hafa tíðkað að haldið dagbók um ævina. „Ég hef fundið glefsur sem benda til þess að ég hafi verið með einhverja til- burði til þess arna. Ef ég man rétt var lengsta úthaldið tvær vikur. Það kom mér því á óvart að geta haldið út í 730 daga samfellt og aðeins einu sinni eða tvisvar misst úr dag, sem ég svo gróf upp úr minninu.“ Fullt af alls konar Dagbókarskrif Úlfars Þormóðssonar birtast í bókinni Dagatal. Hann var hættur að greina á milli daganna og fór að skrifa. Ég sá að hún átti erindi til annarra, segir Úlfar Þormóðsson um dagbókina sína. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is BÆKUR Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf Snæbjörn Arngrímsson Útgefandi: Vaka-Helgafell Blaðsíður: 282 ÁHERSLAN Í EFNIS- SKRÁ OKKAR ERU ÍSLENSK OG ERLEND ÞJÓÐLÖG, KLASSÍSK EINSÖNGSLÖG Í EIGIN ÚTSETNINGUM OG FRUMSAMIÐ EFNI. ÞARNA VAR FULLT AF ALLS KONAR; HUG- LJÓMANIR, BÓKADÓMAR, PÓLITÍSKIR PISTLAR, FIMM- EYRINGAR, ÆVINTÝRI, ANGUR OG ELSKUSEMI. Snæbjörn Arngrímsson rithöfundur. 1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R30 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.