Fréttablaðið - 18.12.2020, Side 44
Börkur Gunnarsson er höfundur skáldsögunn-ar Frásaga Jóns Jóns-sonar af því hvernig á að ná árangri í starfi og einkalífi. Aðalpersónan
er blaðamaður sem kominn er í
vinnu hjá Morgunblaðinu, en þar
starfaði Börkur einmitt um tíma.
„Ég hef unnið með alls konar fjöl-
miðlafólki eins og Gunnari Smára
og Agli Helga þannig að ég á alls
konar sögur úr fjölmiðlaheiminum
sem ég vildi tengja inn í skáld-
sögu. Svo varð að vera söguþráður
og hann snýst um baráttu Jóns við
að vera einhvers metinn í lífinu og
vinnunni án þess að hafa nokkra
burði til þess því hann er auli. Sú
barátta tapast að sjálfsögðu. Sagan
varð þrisvar sinnum lengri en hún
er í lokagerð, þannig að ég skar hana
grimmt niður og þá fuku margar
sögurnar úr blaðamannaheim-
inum,“ segir Börkur.
Algjört léttmeti
Sagan er í gamansömum stíl. „Hún
er algjört léttmeti og ef lesendur
glotta og gleðjast á einhverjum
síðum þá er markmiðinu náð. Hún
er ekki á dýptina, ef það er eitthvað
djúpt í henni þá var það ekki ætl-
unin. Mér finnst allt í lagi að skrifa
þannig einstaka sinnum.“
Börkur hefur unnið jöfnum
höndum að því að skrifa bækur og
kvikmyndahandrit. Hann er með
kvikmyndahandrit í vinnslu. „Það
fjallar um tvö pör sem eru að stíga
fyrstu skrefin í listaheiminum.
Annað parið er alltaf að rífast, hitt
parið rífst ekki. Rifrildið verður
eins og smitsjúkdómur sem fer yfir
á rólega parið, það er ekki með neitt
mótefni og ástin deyr og samband
þeirra splundrast. Hitt parið nærist
á átökum og ástin blómstrar í gegn-
um of beldi og stanslaust rifrildi.“
Vandinn við bíómyndir
Börkur bíður nú eftir því hvort
hann fái framleiðslustyrk fyrir
myndina. „Ég er með margar hug-
myndir að bókum en þarf að setja
þær til hliðar meðan ég er að berjast
í þessu bíómyndadæmi. Þegar ég lít
yfir ferilinn þá er eitt verk eftir mig
sem hefur virkilega slegið í gegn,
það var bíómyndin Sterkt kaffi
sem ég gerði í Tékklandi. Sú mynd
fór á fjölda kvikmyndahátíða og
var sýnd á sjónvarpsstöðvum alls
staðar í Evrópu og fékk verðlaun
víða.
Vandinn við bíómyndir er að
þær eru svo dýrar í framleiðslu. Ég
hef fengið sjö kvikmyndastyrki frá
Kvikmyndasjóði en þær myndir
komust aldrei á hvíta tjaldið. Þegar
svo er þá er maður að skrifa fyrir
ruslafötuna. Þannig að ég skrifa líka
bækur og það er mikilvægt fyrir mig
sem rithöfund að vera í samræðum
við lesendur.“
Vonlaus barátta aula
Frásaga Jóns Jónssonar af því hvernig á að ná árangri í starfi og einkalífi er
skáldsaga eftir Börk Gunnarsson. Hann vinnur nú að kvikmyndahandriti.
TÓNLIST
Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti
verk eftir Vivaldi, Händel og
Mozart
Einsöngvari: Álfheiður Erla Guð
mundsdóttir.
Einleikarar: Páll Palomares og
Vera Panitch.
Stjórnandi: Daníel Bjarnason.
Eldborg í Hörpu, bein sjónvarps-
útsending RÚV
Fimmtudagur 10. desember
Sagt hefur verið að eina leiðin til að fá tvo fiðluleikara til að spila hreint sé að skjóta annan
þeirra. Þetta er auðvitað brandari,
en það er sannleikskorn í honum
eins og ótal dæmi sanna. Hann átti
hins vegar ekki við á tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Íslands á
fimmtudagskvöldið. Tónleikunum
var streymt úr Hörpu og sýndir
á RÚV. Á efnisskránni var fiðlu-
konsert í a-moll eftir Vivaldi. Ein-
leikarar voru Vera Panitch og Páll
Palomares. Samleikur þeirra var
hreinn, takturinn nákvæmur og
f lutningurinn í heild fumlaus og
öruggur.
Slæmu fréttirnar eru að hljómur-
inn í útsendingunni var ekki góður.
Í tónlist Vivaldis eru ótal fíngerð
blæbrigði. Nægir að benda á Árs-
tíðirnar sem flestir þekkja. Þar eru
ýmiss konar smáatriði, sem segja
svo ótalmargt. Sama er uppi á ten-
ingnum í fiðlukonsertinum hér. Í
útsendingunni var aftur á móti svo
mikill glymjandi að allt þetta nost-
ursamlega f lattist út og útkoman
var afar leiðinleg. Ég hlustaði á
útsendinguna í vönduðum stúdíó-
hátölurum, svo ekki er hægt að
kvarta undan græjunum. Nei, hér
var einfaldlega ekki vandað nægi-
lega til verka.
Afburða söngkona
Hljómurinn var líka skringilegur
þegar Álf heiður Erla Guðmunds-
dóttir sópran söng. Það var Let
the Bright Seraphim og Lascia
ch‘io pianga eftir Händel og Al
destin che la minaccia eftir Mozart.
Söngur Álfheiðar var vissulega stór-
fenglegur, einstaklega fágaður og
hljómmikill; túlkunin innileg og
grípandi. Sérstaklega var Mozart
glæsilegur, söngurinn var í senn
kröftugur og áreynslulaus. Aftur
á móti var styrkleikajafnvægið á
milli söngs og hljómsveitar ekki
alveg rétt. Hljómsveitin var full-
sterk í samhenginu við sönginn,
ekki alvarlega, en nægilega til að
það truflaði stundum upplifunina.
Lokaverkið á dagskránni var
sinfónía nr. 25 eftir Mozart. Hún
er í molltóntegund og því nokkuð
þungbúin. Lengi vel var hún ekki
meðal þekktust tónsmíða tón-
skáldsins, þótt sjálfur Beethoven
hafi haft mikið dálæti á henni. Með
kvikmynd Milosar Forman, Ama-
deus, á níunda áratug síðustu aldar,
breyttist það. Sinfónían leikur
stórt hlutverk í myndinni, skapar
dramatískt andrúmsloft þrungið
spennu.
Tærleikann vantaði
Daníel Bjarnason stjórnandi sýndi
þarna ágæta tilfinningu fyrir tón-
listinni, laglínurnar voru fagurlega
mótaðar og framvindan sann-
færandi. Það dugði þó skammt því
glymjandinn í útsendingunni, sér-
staklega í bassanum, var of mikill.
Þetta var óþægilega áberandi í hæga
kaflanum, þar sem allt f laut í berg-
máli, og svo sem víðar líka.
Annað klúður átti sér stað í lok
þáttarins, þegar kreditlistinn rúll-
aði yfir skjáinn. Einn af f lautuleik-
urunum á tónleikunum var sagður
vera Hallfríður Ólafsdóttir, sem
andaðist fyrir skemmstu. Og svo
hvarf seinni helmingurinn af kred-
itlistanum fyrirvaralaust. Hvort
tveggja var einstaklega klaufalegt.
Það verður að gera betur en þetta.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Fínn tónlistar
flutningur hjá Sinfóníunni,
magnaður söngur Álfheiðar Erlu
Guðmundsdóttur, en illa pródú
serað af RÚV.
Fínn tónlistarflutningur, slæm dagskrárgerð RÚV
BÆKUR
Höfuðbók
Ólafur Haukur Símonarson
Útgefandi: Sögur
Fjöldi síðna: 286
Í nýjustu bók sinni Höfuðbók, f léttar Ólafur Haukur Símon-arson saman ýmsa ólíka þræði
og býr til mósaíkverk úr ólíkum
áttum sem er ekki samfelld saga
heldur þættir, ý mist tengdir
saman eða ekki, úr textabrotum
úr ýmsum áttum. Grunnstefið er
samt heiftarlega sársaukafullur
taugasjúkdómur í höfði, þrenndar-
taugaverkur, sem rekur höfundinn
í hús á Hellnum á Snæfellsnes til
að skrifa og lifa, fjarri öðru áreiti
en því sem býr innra með honum
sjálfum.
Titillinn Höfuðbók vísar í höfuð-
kvalirnar en líka í reikningsskil,
enda höfuðbók hugtak úr banka-
kerfinu sem notað er til f lokkunar
og skilgreiningar á reikningum,
eða eins og segir í undirtitli
bókarinnar: þar sem safnað er
saman niðurstöðum af færslum i
frumbækur og settar hver á sinn
reikning. Þannig má lesa titilinn og
bókina sem uppgjör og og f lokkun
á því sem hugurinn færir höfund-
inum milli stríða höfuðverkjanna.
Skriftirnar verða margs konar
og úr ýmsum
á t t u m e n
eiga það þó
s a m m e r k t
að tengjast
o f t a r e n
ek k i Snæ-
fellsnesi á
e i n h v e r n
h át t þ a r
sem höf-
undurinn
á l a n g a
sögu þar.
Þ a n n i g
s k r i f a r
h a n n
sögu staða og örnefna, rif jar
upp Íslendingasögur sem gerast
þar, þjóðsögur og sagnir. Við sögu
koma Bárður Snæfellsás og dóttir
hans Helga, Axlar-Björn og voða-
verk hans, draugar, sýslumenn og
almúginn, stór örlög og miklar
sögur enda Snæfellsnes sá staður
á landinu þar sem orkugeislar
alheimsins þéttast hve mest, eins
og segir á bókarkápu. Hann skrifar
formála að hinum og þessum safn-
ritum, rif jar upp minningar úr
æsku, blandar öllu saman og veltir
vöngum.
Einnig koma við sögu persónur
sem eru alfarið hugarfóstur Ólafs
sjálfs, Njáll Traustason heimilis-
læknir úr bókinni Aukaverkanir
sem kom út árið 2016 gengur hér
í endurnýjun lífdaga og sjálfur
tekur Ólafur á sig hlutverk úr þeirri
bók, glaumgosans Jolla, og skrifar
sögu Njáls út frá sjónarhóli hans.
Ævintýri Njáls teygja sig einn-
ig víða, hann fer meðal annars á
kvikmyndahátíðina í Cannes og
þaðan spinnst furðuleg saga með
skemmtilegum persónum.
Hvert þessara söguefna um sig
hefði getað orðið að heilli bók og
þannig fær lesandinn líka innsýn
í vinnu rithöfundarins, hvernig
hugmyndir eru prófaðar og settar
niður sem svo verða kannski og
kannski ekki að stærri verkum.
Úr þessum f jölmörgu ólíku
f lísum verður til þessi mósaík eða
þáttatal, bók sem er mjög skemmti-
leg af lestrar og þarf ekki að lesa í
einum rykk heldur er gott að grípa
niður í og lesa kaf la og kaf la, sér til
fróðleiks og skemmtunar.
Brynhildur Björnsdóttir
NIÐURSTAÐA: Skemmtileg og
fróðleg bók sem ætti að gleðja
áhugafólk um býsna margt.
Höfuðbók um
höfuðverk
Söngur Álfheiðar var í senn kröftugur og áreynslulaus. MYND/AÐSEND
Ef lesendur
glotta og
gleðjast á ein-
hverjum síðum
þá er markmið-
inu náð, segir
Börkur.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
SAGAN VARÐ ÞRISVAR
SINNUM LENGRI EN
HÚN ER Í LOKAGERÐ, ÞANNIG AÐ
ÉG SKAR HANA GRIMMT NIÐUR
OG ÞÁ FUKU MARGAR SÖGURN-
AR ÚR BLAÐAMANNAHEIM-
INUM.
1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R32 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð