Fréttablaðið - 18.12.2020, Side 49

Fréttablaðið - 18.12.2020, Side 49
Lægra verð – léttari innkaup JÓLAINNKAUPIN hafa aldrei verið eins leikandi létt. Þú færð jólabækurnar á netto.is Með því að nýta þér netverslun Nettó sparar þú þér tíma í jóla amstrinu. Nýttu tímann frekar í að lesa góða bók. 4.399 kr. Útkall á ögurstundu Útkallsbækur Óttars Sveinssonar hafa á hverju ári frá 1994 verið eitthvert vinsælasta lesefni Íslendinga og þær hafa verið gefnar út víða um heim. Í þessum hörkuspennandi bókum gleyma lesendur sér í frásögnum þar sem höfundurinn og söguhetjurnar sjálfar lýsa sönnum atburðum úr íslenskum raunveruleika. 3.999 kr. Samskipti Góð samskipti eru lykillinn að velgengni og þau opna fjölmargar dyr. Þau eru það mikilvægasta sem við getum tileinkað okkur og hafa áhrif á alla þætti lífs okkar. Með færni í samskiptum gerum við lífið einfaldara og skemmtilegra, fækkum árekstrum og auðveldum okkur að kynnast fólki og ná markmiðum okkar. 4.899 kr. Siddi gull Í þessari bók segir Þistilfirðingurinn Sigmar Ó. Maríusson – Siddi gull – frá viðburðarríkri ævi sinni. Ríflega tvítugur að aldri missti hann báða fæturna í bílslysi á Heiðarfjalli á Langanesi og hafði þá ýmislegt dunið á honum áður og átti enn eftir að gera. 8.499 kr. Íslensku fuglarnir og þjóðtrúin Í þessari bók eru teknir fyrir allir íslenskir, reglubundnir varpfuglar í hérlendri og erlendri þjóðtrú og sagt hverju þeir tengdust. Jafnframt er hér að finna vel á þriðja hundrað mynda, sem margar hverjar eru algjört listaverk, auk útbreiðslukorts hverrar tegundar fyrir sig. 2.499 kr. Spegill fyrir skuggabaldur Í þessari bók skyggnist Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir undir blæjuna sem umlykur spillingu og fyrirgreiðslupólitík á Íslandi. Hún greinir frá reynslu fólks sem orðið hefur fyrir atvinnubanni og misbeitingu ráðningarvalds. 4.599 kr. Kórdrengur í Kaupmannahöfn Við kynnumst hörðum heimi sönglistarinnar, áskorunum, hamingju og sorg. Bókin leiftrar af frásagnargleði og dregur upp ljóslifandi mynd af gömlu höfuðborginni við Eyrarsund, stórfelldum breytingum í þjóðfélaginu og lífi Íslendinga þar. 4.449 kr. Ellert Ellert rekur hér lífshlaup sitt í hispurslausri og líflegri frásögn, allt frá uppvaxtarárum á stóru heimili í Vesturbænum fram til dagsins í dag. Bókina prýðir fjöldi mynda. 4.999 kr. ISORTOQ – Stefán hreindýrabóndi Ævi Stefáns Hrafns Magnússonar er ævintýri líkust. Hann var alltaf í sveitinni fyrir vestan á sumrin. Hann vildi verða bóndi og á unglingsárunum hafði hann meiri áhuga á pólförum og landkönnuðum heldur en popptónlist. 2.399 kr. Kindasögur II Í öðru bindi Kindasagna eru meðal annars rifjuð upp tildrög þessara tilkynninga, sagt frá afdrifum kinda í eldgosum og sauðfjárhaldi í höfuðborginni, vikið að framliðnum kindum, forystukindum, stökkrollum og karakúlfé, auk kinda í kvæðum íslenskra skálda. 6.499 kr. Sá stóri, sá missti og sá landaði Bók fyrir allt áhugafólk um laxveiði, bæði byrjendur og lengra komna. Sigurður Héðinn, hinn landsþekkti veiðimaður, fer nákvæmlega yfir hvernig stórlaxinn tekur fluguna og skoðar líka veiðitækni og veiðigræjur. GLEÐILEG BÓKAJÓL! Gildistími: 18.– 20. desember

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.