Fréttablaðið - 18.12.2020, Page 52
ÞAÐ VORU Í RAUN SEX
VIKUR FRÁ ÞVÍ
ÁKVÖRÐUNIN VAR TEKIN ÞAR
TIL BÚÐIN VAR OPNUÐ.
Áhugasamir auglýsendur hafi samband við:
Sími 550 5078 / serblod@frettabladid.is
Miðvikudaginn 30. desember mun sérblaðið Heilsa fylgja Fréttablaðinu.
Fjallað er um allt sem viðkemur bættri heilsu. Í blaðinu verða áhugaverð viðtöl og
fróðleiksmolar sem unnið er af blaðamönnum Fréttablaðsins.
Boðið er upp á auglýsingapláss í blaðinu af öllum stærðum og gerðum.
Einnig er hægt að fá kynningarumfjöllun sem unnin er af blaðamanni
Fréttablaðsins.
Pantanir og skil á auglýsingum er til og með 29. desember.
Kynningarumfjallanir þarf að panta í síðasta lagi þriðjudaginn 22. desember.
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest les a d gblaði l ndsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
HEILSA
Jólin byrjuðu snemma í ár hjá fagurkerunum Aroni Frey Heimissyni og Einari Guð-mundssyni sem létu lang-þráðan draum rætast og opnuðu hönnunarverslunina
Mikado á Hverfisgötu 50 í
síðustu viku.
„Við vorum búnir að ganga með
þessa hugmynd í maganum lengi en
ferlið fór mun hraðar af stað en við
sáum fyrir,“ segir Aron. „Það voru í
raun sex vikur frá því ákvörðunin
var tekin þar til búðin var opnuð.“
Það er þó ekki að sjá þegar komið
er inn í verslunina þar sem nostrað
hefur verið við hvern krók og kima.
Aron og Einar eru báðir grafískir
hönnuðir og eiga mörg sameiginleg
áhugasvið. „Við höfðum lengi velt
fyrir okkur hinum ýmsu atriðum
eins og nafninu og vöruúrvalinu
og skrifað niður merki þegar við
rákumst á eitthvað fallegt, svo þetta
var ekki alveg úr lausu lofti gripið,“
útskýrir Aron.
Foreldrarnir hoppuðu á bátinn
Á meðan parið bjó í Portúgal hafi
draumurinn um verslun og sköp-
unarhús iðulega skotið upp koll-
inum og hugmyndin verið rædd
fram og aftur. „Við vorum komnir
með skýra sýn á hvert við vildum
stefna á meðan við vorum úti.“
Þegar hönnuðirnir sneru aftur til
heimahaganna og heimsóttu for-
eldra Arons fyrir norðan komst
hugmyndin á næsta stig. „Ég held að
það hafi komið foreldrum mínum
dálítið á óvart hversu úthugsað
þetta var hjá okkur og þau sáu tæki-
færi í því og slógu til.“
Þegar verslunarrýmið var komið
í hús kom öll stórfjölskyldan að því
að koma búðinni í lag. „Við hönn-
uðum rýmið sjálfir og fjölskyldur
okkar hjálpuðu með fjármagn og
uppsetningu.“ Útkoman olli engum
vonbrigðum og kveðst Aron vera
hæstánægður með hana.
Selja sögu
„Okkur langaði til að skapa rými
þar sem fólk geti komið, tekið sinn
tíma og notið þess að upplifa vör-
urnar sem við bjóðum upp á.“ Við-
brögðin hafi ekki látið á sér standa.
„Fólk finnur alveg að þetta er svolít-
ið ferskur blær í hönnunarflórunni
hér á landi og ég held að flestir taki
því fagnandi.“
Vöruúrvalið er undir áhrifum frá
japanskri og skandinavískri hönn-
un að sögn Arons. „Okkur langaði
til að vera með hluti sem hafa ekki
sést hérlendis áður.“ Stefna hönnuð-
anna sé að fagna einfaldleikanum
og handbragði hvers og eins hlutar.
„Flest sem við bjóðum upp á hefur
líka langa og fallega sögu að baki sér
svo fólk tekur ekki bara hluti héðan
með sér heim.“
Þá er einnig er að finna íslenska
hönnun og handbragð í bland við
asíska og skandinavíska strauma.
„Við stefnum á það að hafa f leiri
íslenska hönnuði í búðinni þegar
fram líða stundir.“
Styrkir sambandið
Aðspurður hvort það hafi verið
erfitt fyrir tvo hönnuði að koma sér
Draumur
að veruleika
á mettíma
Aron Freyr Heimisson og Einar Guð-
mundsson opnuðu nýlega draumaverslun
fagurkerans á Hverfisgötu. Asískir straumar
í bland við skandinavískan mínímalisma
koma saman í versluninni Mikado.
Einar og Aron
bjuggu um tíma
í Lissabon en
fluttu til Íslands
og stofnuðu
Mikado. FRÉTTA-
BLAÐIÐ/VALLI
Blómabúðin Pastel er rekin af þeim Elínu og Sigrúnu í sama rými.
saman um ákvarðanir segir Aron
það vera af og frá. „Blessunarlega
erum við nokkuð sammála þegar
kemur að smekk í hönnun, hvort
sem það sé á vöru- eða innanhúss-
hönnun.“
Það hafi því aðeins styrkt sam-
bandið að starfa við sama fag.
„Áhugamál okkar eru svipuð og
alltaf gott að fá lánuð augu þegar
maður hefur verið í stóru og löngu
verkefni.“ Þá sé heppilegt að deila
skrif borði með aðila sem hefur
einnig menntun í faginu.
Sambandið hafi einnig orðið til
þess að allt ferlið við opnun búðar-
innar var spennandi og ánægjulegt.
„Við vonum bara að allir verði jafn
ánægðir með þetta og við.“
kristlin@frettabladid.is
1 8 . D E S E M B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R40 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð