Víkurfréttir


Víkurfréttir - 26.08.2020, Side 81

Víkurfréttir - 26.08.2020, Side 81
Ánægjulegt samstarf við skóla „Við leggjum einnig áherslu á að vera virkur þátttakandi í samfélaginu og bjóðum í vetur upp á valáfanga í efstu bekkjum grunnskóla annað árið í röð, sem ber heitið „Orka og tækni“. Skólarnir sem við erum í samstarfi við í vetur eru Heiðarskóli og Njarðvíkurskóli. Þetta samstarf verður vonandi liður í því að auka áhugann á þeim iðngreinum sem í boði eru í F.S. þannig að nemendum gefist áfram kostur á að ljúka grunn- námi í þeim í heimabyggð. Innan þessara greina leynist einmitt okkar mannauður til framtíðar og því ekki úr vegi að leggja okkar af mörkum þar. Innanhúss er af nógu að taka líka og má nefna að við vinnum nú að því að hljóta jafnlaunavottun sem verður vonandi í húsi fyrir árslok eða í byrjun næsta árs. Eins eru ör- yggismálin okkur hugleikin og hafa viðbragðáætlanir verið gerðar og eru í stöðugri endurskoðun.“ - Nú réðist fyrirtækið í miklar breytingar á hemlakerfi á heimilum á Suðurnesjum fyrir nokkrum árum. Hvernig miðar því verkefni áfram? Hvernig hefur notkun á heitu vatni breyst í kjölfarið? „Verkefnið var viðamikið en gekk vel. Gamla hemlakerfið var þannig að viðskiptavinir keyptu ákveðið magn af vatni, óháð því hversu mikil þörfin var í raun á hverjum tíma. Viðskiptavinurinn fékk þannig alltaf það magn sem hann keypti, óháð því hvernig hann nýtti það t.d. til húshitunar í hlýju veðri, botnlaus leki í heita pottinn og svo má áfram telja. Við höfum nú skipt út þeim hemlum sem við ætluðum okkur hjá viðskiptavinum okkar og þannig bætt umgengni um auðlindina sem heita vatnið okkar er, til muna. Sóun á heitu vatni er nú mun minni en áður og hugsunarháttur fólks hefur gjörbreyst í kjölfarið. Vatnsnotkun í dag er töluvert minni per einingu, en topparnir verða hærri en áður t.d. þegar snöggkólnar í veðri og allir hækka í ofnunum. Langflestir við- skiptavinir okkar eru nú að greiða minna fyrir heitt vatn en þeir gerðu áður. Þessi aðferð fer einnig mun betur með lagnir og lengir líftíma þeirra sem skilar sér svo aftur til viðskiptavina.“ – Hvernig hefur starfsemin gengið á tímum Covid-19 hjá HS Veitum? Hefur faraldurinn haft einhver áhrif á hana? „Okkar starfsemi breyttist ekki mikið í grunninn í Covid. Áherslur okkar síðastliðið vor miðuðu allar að því að verja starfsfólkið okkar og tryggja þeim eins öruggt starfsumhverfi og hægt var, ásamt því að sinna áfram okkar þjónustu. Sú áhersla er enn í fullu gildi og við fylgjumst náið með þróun mála og áherslum al- mannavarna og sóttvarnarlæknis. Við hægðum aðeins á mælaskipta- verkefninu í upphafi þar sem það krefst þess að okkar fólk fari inn á heimili fólks í flestum tilvikum. Eins lokuðum við skrifstofunum um tíma og skiptum fólki í tvo hópa þar sem annar hópurinn vann á staðnum og hinn heima aðra hvora viku. Starfsfólkið okkar var upp til hópa ótrúlega jákvætt og tilbúið að aðlagast breyttum aðstæðum. Við settum upp heimatengingar þar sem verkefni mátti leysa að heiman og skiptum útimönnunum okkar vel upp þannig að þeir mættust ekki og fóru ekki á sömu staðina.“ – Hvað geturðu sagt lesendum Víkurfrétta um þig? „Ég er fædd og uppalin í Keflavík, gift Einari Jónssyni og eigum við samtals fimm syni, forgjafirnar mínar, Hauk, Ástþór og Breka, sem allir eru orðnir ráðsettir fjölskyldumenn, og tví- burana mína Odd Fannar og Tómas Inga, sextán ára. Svo var ég ekki búin að vera nema níu ár í móður- hlutverkinu þegar fyrsti lottóvinn- ingurinn kom í heiminn og ég fékk ömmutitilinn. Síðan þá eru vinn- ingarnir orðnir fimm og sá sjötti á leiðinni. Við Einar munum því geta haldið okkar eigin körfuboltamót innan fárra ára og smalað í þrjú lið án vandræða. Ég var snemma farin að taka til hendinni enda áhersla á það í upp- eldinu að maður ætti að axla ábyrgð og standa sig hvort sem var í námi eða vinnu og leggja sitt af mörkum. Ég veit að sumum finnst nóg um þegar ég fer á flug og ég hef lagt mikla áherslu á að beisla orkuna þegar svo ber við. Ætli ég hafi það ekki frá pabba að geta orðið óþol- andi kröfuhörð. Foreldrum mínum, Oddi Sæmundssyni, skipstjór,a og Jónínu Guðmundsdóttur, kennara og síðar skólastjóra í Holtaskóla, var alltaf umhugað um okkar góða sam- félag og höfðu hvort um sig áhrif á fjölda ungs fólks, pabbi á sjónum sem kröfuharði „karlinn í brúnni“ og mamma sem strangur en sanngjarn kennari. Mér þykir alltaf jafn vænt um það þegar fólk rifjar upp kynni sín af þeim og hvaða góðu áhrif þau höfðu. Eftir grunnskólagönguna í Myllu- bakkaskóla og Holtaskóla fór ég í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan stúdentsprófi 1993. Eftir stúdentspróf var ég frekar áttavillt og vissi lítið hvert ég vildi stefna. Ég hóf þó nám í hjúkrunarfræði um haustið. Ég fann að það átti ekki við mig svo ég tók mér frí frá námi og dvaldi í Þýskalandi í rúmt ár sem Au-Pair auk þess að stunda nám í þýsku við háskólann í Bochum. Eftir að heim kom tók ég áhugasviðspróf og úr því kom að viðskiptafræði með áherslu á stjórnun og stefnumótun væri mitt fag. Ég ákvað að láta slag standa þrátt fyrir efasemdir, og hef ekki séð eftir því að hafa valið þá leið enda hagnýtt og skemmtilegt nám sem opnar á fjölmarga möguleika. Ég lauk svo meistaragráðu í viðskipta- fræðinni árið 2005 frá H.Í. og hef síðan þá bætt við mig gráðu í mark- þjálfun, tekið kúrsa mér til yndisauka í meistaranámi í lögfræði við H.R., lokið diplomanámi í tilfinningalegri heilun (emotional healing) og margt fleira. Það er endalaust hægt að bæta við sig þekkingu þannig að maður veit aldrei hvaða stefnu maður tekur næst.“ Hvernig hefur sumarið farið með þig og fjölskylduna? „Sumarið hefur verið mjög annasamt og óvenjulegt að mörgu leyti. Pabbi kvaddi eftir erfið veikindi í lok apríl þannig að sumarbyrjunin var ljúfsár og tregablandin. Hann spilaði svo stórt hlutverk í lífi okkar allra í fjöl- skyldunni og vináttan og samveru- stundirnar það sem við mátum mest og söknum mikið. Vegna Covid riðluðust ferða- plönin einnig nokkuð en við hjónin höfum verið meðlimir í góðgerðar- verkefninu Team Rynkeby á Íslandi sl. tvö ár og ætluðum að hjóla með liðinu frá Danmörku til Parísar í júlíbyrjun. Af því varð ekki en liðið hjólaði innanlands í staðinn. Að auki ætluðum við að keppa í hálfum járn- karli á Mallorca í maí en sem betur fer formsins vegna frestaðist það um ár. Við fjölskyldan tókum okkur upp og fluttum aftur heim í byrjun ágúst, eftir að hafa búið síðastliðin sjö ár í Garðabæ. Flutningar eru alltaf heil- mikið verkefni og ágætis hreinsun um leið. Við verðum vonandi lent mjúklega á nýja heimilinu í byrjun október og hlökkum mikið til að sjá meira af vinum og fjölskyldu en undanfarin ár. Við vorum því að mestu heimavið í sumar en náðum þó að skjótast aðeins í sveitina okkar inn á milli anna og eiga samverustundir með bræðrum mínum og fjölskyldum þeirra. Ungu mennirnir okkar hófu nám í Fjölbrautaskóla Suðurnesja nú í vikunni og taka spenntir á móti vetri. Annar spilar körfu af kappi og skipti úr Stjörnunni yfir í Njarðvík (pabb- anum og elsta bróðurnum til mikillar gleði) og hinn er að hefja fótbolta- æfingar með Keflavík að nýju eftir að hafa valið körfuboltann framyfir í nokkur ár. Það er ótrúlega notalegt að finna hlýjuna og vináttuna sem þeim mætir eftir langa fjarveru. Við erum sem sagt búin að vera í hálf- gerðri þeytivindu frá því Covid skall á í vetur og ég held ég geti því sagt að við tökum fagnandi á móti rútínunni og því sem henni fylgir eftir óvenju- lega og á stundum mjög erfiða vor- og sumarmánuði.“ Nú eru blikur á lofti í sam- félaginu vegna heimsfaraldurs þegar haustið og vetur nálgast. Hvernig leggst það í þig? „Næstu mánuðir verða án efa erfiðir fyrir fjölmörg fyrirtæki og heimili á Suðurnesjum. Mér finnst erfitt að horfa til þess að við hér á þessu svæði, séum enn og aftur svona háð einni atvinnugrein eins og raun ber vitni. Ég veit að bæjaryfirvöld á svæðinu hafa lengi lagt sig fram við að bæta úr og beint sjónum sínum að öflugri atvinnuþróun. Við megum bara ekki sofna á verðinum þegar vel gengur í einni grein og halda áfram að vinna að því að skapa fjölbreytt atvinnutækifæri. Við verðum nú að vona að flugið og þar með atvinnu- lífið á svæðinu taki við sér að nýju sem allra fyrst og að þessu tímabili fylgi dýrmætur lærdómur sem byggja má á til framtíðar. Það mun reyna á stjórnendur fyrirtækja og stofnana að lifa með veirunni næstu misseri og gera áætlanir sem miða að því að aðlaga starfsemina að því sem upp kemur. Í raun má segja að við séum ekki lengur í fordæmalausu ástandi, það var í vor, og mikilvægt að byggja á þeim lærdómi sem þá fékkst. Ég hef einnig ákveðnar áhyggjur af því hvaða áhrif mikið atvinnuleysi hefur á líðan barnanna okkar og tel að við þurfum að vera mjög vakandi fyrir því og reiðubúin að styðja vel við barnafjölskyldur. Vonandi náum við að halda skólunum opnum og starf- seminni þar í sem eðlilegustu horfi þannig að börnin fái sem mesta rútínu. Þrátt fyrir dökkt útlit er ég að eðlisfari bjartsýn og trúi að með því að hlúa vel að hvert öðru, náum við að lágmarka áhrif þessa áskorana á líðan barna og ungmenna á þessum erfiðu tímum. Það eru langtímaáhrif sem ekki má vanmeta,“ segir Helga Jóhanna að lokum. „Næstu mánuðir verða án efa erfiðir fyrir fjölmörg fyrirtæki og heimili á Suðurnesjum. Mér finnst erfitt að horfa til þess að við hér á þessu svæði, séum enn og aftur svona háð einni atvinnugrein eins og raun ber vitni. Páll Ketilsson pket@vf.is Helga með Jónínu móður sinni í sumar. Helga og Einar á hjólunum. Vatnsnotkun í dag er töluvert minni per einingu, en topparnir verða hærri en áður t.d. þegar snöggkólnar í veðri og allir hækka í ofnunum. Langflestir viðskiptavinir okkar eru nú að greiða minna fyrir heitt vatn en þeir gerðu áður. Þessi aðferð fer einnig mun betur með lagnir og lengir líftíma þeirra sem skilar sér svo aftur til viðskiptavina.“ vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM Í 40 ár // 17

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.