Feykir


Feykir - 26.06.2019, Blaðsíða 4

Feykir - 26.06.2019, Blaðsíða 4
Við óskum Verzlun Haraldar Júlíussonar til hamingju með 100 árin og Skagfirðingum góðrar skemmtunar á Hofsós heim og Lummudögum AÐSENT : Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 1238 – baráttan um Ísland Opnun sýningarinnar 1238 – baráttan um Ísland heppnaðist vel. Ástandið á þinginu kom í veg fyrir að ég gæti mætt eins og ég hafði ætlað mér að gera. Ég óska aðstandendum sýningarinnar og okkur öllum innilega til hamingju með þessa frábæru viðbót í flóru menningartengdrar afþreyingar á Norðvesturlandi. Mikilvægi menningar fyrir ferðaþjónustu er óumdeilt. Hér á Íslandi spila náttúruperlur okkar stærsta hlutverkið sem aðdráttarafl. En kannanir sýna að saga og menning fara vaxandi sem ástæða komu ferðamanna. Ég er þeirrar skoðunar að tækifærin á sviði menningarferða- þjónustu hafi verið vannýtt í gegnum tíðina. Menningararfur okkar er svo ríkulegur og við getum gert svo mikið betur í því að nýta hann til að efla ferðaþjónustu og um leið byggðir landsins alls. Fjölgun ferðamanna undanfarin ár hefur skapað sterkari grundvöll fyrir fjölbreyttara framboð afþreyingar. Það er því einstaklega ánægjulegt að sjá metnaðarfulla aðila stökkva á tækifærin og gera sýningu sem þessa að veruleika. Að búa að ríkum menningararfi er eitt. En það er ekki sama hvernig miðlunin á honum er. Við Íslendingar eigum ekki margra alda gömul hús, stóra kastala, skrautlegar hallir eða marga stóra sögulega gripi sem við getum haft til sýnis. Þá reynir á að búa til upplifunina og segja söguna með öðrum hætti, þó þannig að við séum alltaf trú sjálfum okkur og sögunni. Það þarf að vera í takti við tímann, nýta tæknina, höfða til allra skilningarvita og þróa nýjar leiðir til miðlunar. Við vitum að ferðamenn sækjast í síauknum mæli eftir hinu staðbundna og því sem er einstakt og ekta. Þeir gera æ meiri kröfur og verða sífellt tæknilæsari. Miðlunin verður að vera þannig í dag að hún fangi hug og hjörtu gesta með lifandi hætti. Mér sýnist það svo sannarlega hafa tekist hér, með nýtingu gagnvirkrar tækni eins og sýndarveruleika. Ég gæti trúað því að með þessari sýningu sé hreinlega hafinn nýr kafli í upplifunarferðamennsku á Íslandi - og jafnvel þó víðar væri leitað. Þetta er nýsköpun í verki! Samhliða hröðum vexti ferðaþjónustu síðustu ára hafa stjórnvöld, í samráði við greinina, lagt mikla áherslu á náttúru- og minjavernd, dreifingu ferðamanna og jákvæða upplifun ferðamanna. Það hafa verið stóru línurnar, en það er gleðilegt að sjá þegar einstök nýsköpunarverkefni eins og þetta tikka einmitt í sömu box. Um þessar mundir horfum við til framtíðar, en í síðustu viku kynnti ég bæði fyrstu drög að leiðarljósi ferðaþjónustunnar til 2030 og niður- stöður jafnvægisáss ferðaþjónustunnar, sem leggur mat á álag vegna fjölda ferðamanna á Íslandi m.t.t. ástands og getu innviða, umhverfis og samfélags. Þessi tvö verkefni, sem birtast í samráðsgátt stjórnvalda á allra næstu dögum, munu leggja grunninn að vinnu við nýja aðgerða- bundna ferðamálastefnu sem hefst í sumar og verður lokið vorið 2020. Í leiðarljósinu nýja er sett fram sú framtíðar- sýn að íslensk ferðaþjónusta sé þekkt fyrir sjálfbæra þróun, gæði og einstaka upplifun. Þar undir er menningin nefnd sérstaklega. Þannig að skilaboðin eru skýr, tækifærin liggja m.a. í því að gera menningu okkar hærra undir höfði. Ef við lítum til nærsvæðisins hér, og til Norðurlands alls, þá er svo margt gott að gerast sem styður við frekari þróun ferðaþjónustu sem heilsárs atvinnugreinar. Beint flug til Akureyrar frá Bretlandi og Hollandi, stutt af Flugþróunar- sjóði, er að eflast. Þá var Norðurstrandarleiðin opnuð nýlega. Markmið þessa nýja ferðamannavegar, sem er samstarfsverkefni, er að styrkja innviði og efla byggð á svæðinu. Leiðin dregur fram sérkenni svæðisins og kynnir sem eina spennandi heild. Hún hefur þegar vakið athygli erlendra fjölmiða eins og Lonely Planet sem valdi hana einn af topp tíu áfangastöðum í Evrópu 2019. Það er engin smá alþjóðleg viðurkenning og kynning. Það er því mikill meðbyr með Norðurlandi núna, en betur má ef duga skal og nauðsynlegt að vera samstíga. Eitt af mikilvægari verkefnum síðustu ára hefur verið gerð áfangastaðaáætlana, en þær voru gefnar út í fyrsta sinn í fyrra eftir víðtækt samráð hagsmunaaðila í landshlutunum. Í áfangastaðaáætlun Norðurlands hafa aðilar komið sér saman um að til framtíðar muni svæðið standa fyrir einstaka og fjölbreytta náttúru, vetrarupplifun, dýralíf, sögu, menningu og listir og einstaka viðburði. Uppbygging á sögutengdri ferðaþjónustu á Norðurlandi er þannig skilgreind sem sérstakt verkefni. Ég er bjartsýn á að hér muni takast vel til en minni á sama tíma á að við getum lært mikið af öðrum þjóðum sem byggja á ríkum menningararfi og langri sögu í ferða- þjónustu. Hér verður mér sérstaklega hugsað til ógleymanlegrar ferðar til Nýja-Sjálands sl. haust, en þar í landi er menning Maori-fólksins samofin öllu daglegu lífi og þar með talinni upplifun ferðamanna. Ég minnist t.d. Rotorua hvera- svæðisins þar sem náttúruupplifun og innsýn í handverk og menningu frumbyggjanna fara hönd í hönd og skapa einstök hughrif. Þessi sýning setur Skagafjörð heldur betur á kortið sem eftirsóttan áfangastað ferðamanna og fyrirséð að hún stuðli að fjölgun ferðamanna á svæðinu um tugi þúsunda á komandi árum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Höfundur er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. VERKFRÆÐISTOFA Aðalgötu 21 550 Sauðárkróki Sími 453 5050 Sími 455 4000 www.hsn.is Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga | Sími 455 9200 Borgarteig 15 550 Sauðárkrókur Sími 455 6200 Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut Sími 455 6000 www.skagafjordur.is Kaupfélag Skagfirðinga Hofsósi Sími 455 4692 HOFSÓSI Bitruhálsi 1 110 Reykjavík Efstubraut 2 540 Blönduósi www.vis.is 4 25/2019 Smellt'á okkur einum... Feykir.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.