Feykir


Feykir - 26.06.2019, Blaðsíða 10

Feykir - 26.06.2019, Blaðsíða 10
Sextándu Smábæjaleikarnir Leiknir 250 leikir í blíðskaparveðri Smábæjaleikarnir í knattspyrnu fóru fram á Blönduósi helgina 15.-16. júní, í 16. sinn. Í ár tóku 62 lið þátt, eða um 400 þáttakendur sem spiluðu um 250 leiki, ásamt þjálfurum, liðstjórum, foreldrum og öðrum gestum. Um 70-80 sjálfboðaliðar voru einnig að störfum á mótinu. Mótið var sett með látum að morgni laugardags í góðu veðri sem hélst nokkurn veginn alla helgina. Kvöldvaka fór fram á laugardagskvöldi þar sem JóiPé og Króli héldu upp miklu stuði við mikinn fögnuð viðstaddra. Í hádeginu á sunnudaginn var öllum mótsgestum boðið í grillaðar pylsur og verðlaunaafhend- ing fór fram. Háttvísiverðlaun Landsbankans og KSÍ voru veitt á Smábæjaleikunum en með verðlaununum vilja Lands- bankinn og KSÍ verðlauna háttvísi og heiðarlega fram- komu allra sem að mótum koma. Á þetta fyrst og fremst við leikmenn, en ekki síður þjálfara, foreldra, áhorfendur og aðra aðstandendur. Háttvísiverðlaunin á Smábæjaleikunum hlutu í ár: 8. fl. – HHF 7. fl. – Magni 6. fl – ÍA 5. flokkur kk – Samherji 5. fl. kvk – Neisti/Smári Stjórn Knattspyrnudeildar Hvatar vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu að mótinu. /LAM Ánægðir Samherjar með háttvísisverðlaunin. MYNDIR: LEE ANN MAGINNIS JóiPé og Króli á kvöldvökunni. Hvati fékk hópknús í lokin. Fjölmargir tóku þátt á Smábæjaleikunum í ár. MYND: RÓBERT DANÍEL JÓNSSON Snæfellsnes lyftir bikar á loft. Krakkarnir í 6. flokki Neista Hofsósi. Stelpnaliðið fékk háttvísiverðlaunin. MYND: GRÉTA DRÖFN JÓNSDÓTTIR Tindastólskrakkar í baráttunni við Tindastólskrakka. MYND: JÓHANN SIGMARSSON Strákarnir í Tindastóli ánægðir með bikarinn. Ánægðir Hvatarkrakkar í mótslok. 10 25/2019

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.