Feykir - 26.06.2019, Blaðsíða 5
F ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.is
Inkasso deild kvenna
Góður útisigur hjá Tindastólsstúlkum
í Kópavogi
Hjólreiðar
Úrslit á Íslandsmeistara-
mótinu í götuhjólreiðum
Íslandsmeistaramótið í
götuhjólreiðum var haldið
sunnudaginn 23. júní, og
tók fríður flokkur keppenda
þátt í mótinu sem háð
var í Skagafirði. Fyrstu
keppendurnir voru ræstir frá
Sauðárkróki klukkan 7:30
um morguninn og lögðu þeir
þátttakendur sem lengst fóru
að baki 124 km áður en komið
var í mark.
Birkir Snær Ingvason fór
með sigur af hólmi í
götuhjólreiðum karla og náði
þar með Íslandsmeistara-
titlinum af Ingvari Ómarssyni
sem vann titilinn í fyrra. Birkir
kom í mark á tímanum
03:15:27, Ingvar varð í öðru
sæti, 52 sekúndum á eftir og
Hafsteinn Ægir Geirsson í því
þriðja, einni mínútu á eftir
Birki.
Í kvennaflokki varði Ágústa
Edda Björnsdóttir titil sinn sem
Íslandsmeistari og kom í mark
á tímanum 03:00:34, Bríet
Kristý Gunnarsdóttir var 2:31 á
eftir henni og Hafdís
Sigurðardóttir í þriðja sæti 3:49
á eftir. /FE
Mynd af hjólagörpum. MYND TEKIN AF HJOLAFRETTIR.IS
2. deild karla
Tap hjá Tindastóli á Selfossi
Selfoss og Tindastóll áttust
við í áttundu umferð 2.
deildar karla í knattspyrnu
fimmtudagskvöldið 20. júní.
Leikurinn fór fram á JÁVERK
vellinum á Selfossi. Fyrir
leikinn var Selfoss í þriðja sæti
með þrettán stig en Tindastóll
á botninum með eitt stig.
Leikurinn var mjög jafn í
byrjun en Selfoss var einu skrefi
á undan Stólunum en inn á
milli kom gott spil og góðar
sóknir hjá Tindastól. Á 10.
mínútu náði Tindastóll fínu
spili og átti Konni mjög fast og
gott skot meðfram jörðinni en
Stefán Þór, markvörður Selfoss,
náði að skutla sér í boltann og
verja skotið. Mínútu síðar fékk
Tindastóll hornspyrnu vinstra
megin við mark Selfoss,
boltanum var skallað í burtu en
ekki nógu langt því Benni fékk
boltann hægra megin rétt fyrir
utan vítateig og náði góðum
bolta inn í. Boltanum var
skallað í burtu en ekki nógu
langt því Alvaro Igualada náði
frákastinu og náði góðu skoti á
mark Selfoss en Stefán Þór var
mættur og varði skot hans. Á
17. mínútu leiksins fékk Selfoss
aukaspyrnu á hættulegum stað,
rétt fyrir utan vítateig
Tindastóls. Það var Þór Llorens
Þórðarson sem tók spyrnuna
sem uppskar mark hjá Selfossi.
Staðan 1-0 fyrir Selfoss eftir 18.
mínútur. Eftir mark Selfoss
voru Stólarnir líklegri að jafna
heldur en Selfoss að bæta öðru
markinu við en á 39. mínútu
náði Hrvoje Tokic góðum
skalla á mark Tindastóls sem
Faerber réði ekki við og inn fór
boltinn, staðan 2-0 í hálfleik.
Tindastóll byrjaði seinni
hálfleikinn vel, því þegar aðeins
tvær mínútur voru liðnar af
seinni hálfleiknum náði Alvaro
Igualada að minnka muninn
fyrir Tindastól eftir geggjaða
sendingu frá Konna og staðan
2-1 eftir 47 mínútur.
Heimamenn voru samt ekki
hættir því á 63. mínútu skoraði
Kenan Turudija mark fyrir
Selfoss og staðan orðinn 3-1.
Níu mínútum seinna náði
Selfoss einfaldlega að klára
leikinn þegar þeir bættu við
fjórða markinu og var það
Jökull Hermannsson sem
skoraði það. Tindastóll náði
hinsvegar að klóra í bakkann á
90. mínútu með marki frá
Benna eftir frábæra sendingu
frá Jóhanni Daða. Fleiri urðu
mörkin ekki og niðurstaðan
4-2 sigur Selfoss. /EÍG
Opna Fiskmarkaðsmótið,
sem jafnframt er
minningarmót um
Karl Berndsen, var
haldið á Háagerðisvelli
á Skagaströnd
laugardaginn 22. júní.
Alls voru þátttakendur
26 talsins sem spiluðu
18 holur í afbragðsveðri.
Jón Jóhannsson úr
Golfklúbbunum ÓS sigraði
í punktakeppni með og án
forgjafar. Úrslit urðu sem
hér segir:
Punktakeppni með forgjöf:
1. Jón Jóhannsson GÓS
2. Ingibergur Guðmundsson GSK
3. Ásmundur Baldvinsson GSS
Punktakeppni án forgjafar:
1. Jón Jóhannsson GÓS
2. Ólafur Árni Þorbergsson GSS
3. Árný Lilja Árnadóttir GSS
/FRÉTTATILKYNNING
Konni fyrirliði Tindastóls. MYND: ÓAB
4. deild karla
Öflugur sigur Kormáks/Hvatar á ÍH í 4. deild karla
Kormákur/Hvöt (K/H) gerðu
góða ferð suður í Hafnarfjörð
þegar þeir unnu 2-0 sigur á
ÍH í 4. deild karla síðastliðinn
föstudag.
Markalaust var í hálfleik en
mörkin létu sjá sig í seinni
hálfleiknum en það var ekki
fyrr en á 74. mínútu þegar
Sigurður Bjarni náði að koma
K/H yfir í leiknum. Fjórum
mínútum síðar fékk Eggert
Georg leikmaður ÍH að líta
sitt annað gula spjald og þar
með rautt í leiðinni. Á 83.
mínútu varð Kristinn Óli
Haraldsson, betur þekktur
sem tónlistarmaðurinn Króli,
fyrir því óláni að skora
sjálfsmark þannig að við
getum orðað það þannig að
þetta mark var alveg BOBA
Bomba. Þar með voru úrslitin
ráðin, 2-0 sigur K/H. /EÍG
Golf
Jón Jóhannsson GÓS
sigraði á Opna
Fiskmarkaðsmótinu á
Skagaströnd
Á föstudagskvöldið mætti Tindastóll liði
Augnabliks í Fífunni í 5. Umferð Inkasso
deildar kvenna í knattspyrnu. Fyrir leikinn
voru bæði lið með sex stig og áttu möguleika
að ná fjórða sætinu í deildinni.
Leikurinn bauð upp á mikla baráttu og ætluðu
bæði lið að hirða öll stigin þrjú. Tindastóll byrjaði að
stjórna leiknum vel en síðan náði Augnablik að snúa
blaðinu við og náði Tindastóll að verjast vel. Bæði lið
voru að skapa sér góð færi en náðu ekki að nýta sér
þau. En það var ekki fyrr en á 31. mínútu þegar
Tindastóll náði góðu spili upp völlinn og endaði
boltinn hjá Murielle Tiernan sem skoraði eftir frábæra
sendingu frá Laufeyju Hörpu og staðan 1-0 fyrir
Tindastól í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn var, ef við getum orðað það
þannig, bara alveg eins mikil barátta en ekki voru
gerð fleiri mörk í þessum leik og þar með 1-0 sigur
Tindastóls. /EÍG
Frá mótinu á Háagerðisvelli. MYND AÐSEND
Tindastólsstelpur eftir leikinn. MYND: ÓAB
25/2019 5