Feykir


Feykir - 26.06.2019, Blaðsíða 7

Feykir - 26.06.2019, Blaðsíða 7
markaður fyrir okkar tónlist á Íslandi, við erum að spila tónlist sem kallast ambient post rock og er að verða meira poppaðra og rokkaðra með tímanum. Okkur hefur verið líkt við Sigurrós og Mogwai í erlendum fjölmiðlum. Hvernig er síðan planið, ætlið þið að reyna að komast lengra? - Ekkert endilega við höfum bara gaman af því að semja tónlist og gefa hana út, spila fyrir fólk sem nennir að hlusta. Í rauninni er enginn metnaður hjá okkur að reyna að vera heimsfrægir. Hver semur lögin ykkar? - Það hefur legið mest á Óla þar sem hann hefur haldið utan um þetta frá byrjun, ég hef verið að færa mig upp á skaftið á síðustu þrem plötum. En lögin og textarnir, eruð þið að syngja um eitthvað eða eru einhver skilaboð sem þið eruð að gefa frá ykkur? - Nei það eru engin skilaboð, yfirleitt þegar ég er að semja texta sem mér finnst mjög erfitt og leiðinlegt, þá syng ég bara bull fyrst og svo reyni ég að finna einhver orð út frá því og það gefur mér einhverja hugmynd að sögu, frá upphafi til enda. Hvaða lag er vinsælast hjá ykkur? - Sko, mest spilaða lagið á Spotify var lengi vel lag sem heitir Dufthani, við botnum stillir upp, soundtjékkar, borðar, spilar, fær sér tvo bjóra og svo að sofa. Svona er rútínan á tónleikaferðalagi, nema þú sefur aldrei á sama staðnum. Það er yfirleitt tónleikahaldarinn sem skaffar gistinguna og það fer bara eftir metnaðinum hjá tónleikahaldaranum hversu góð gistingin er. Á einum stað vorum við á fimm stjörnu hóteli en á öðrum stað áttum við að sofa á gólfinu. Við vorum snöggir að fara og finna okkur hótel. Hvað var leiðinlegast við þessa ferð? - Það er þetta hark og óvissan við hverja tónleika. Það var t.d. glatað á einum staðnum þar sem það var ekkert búið að auglýsa tónleikana, engin plaköt neins staðar. Vorum búnir að keyra í sex tíma og það mættu fimm. Tónleikahaldarinn reyndi að telja okkur trú um að Bayern Munich væru að spila í Meistaradeildinni á sama tíma. Maður verður samt bara að hlæja að þessu, við fórum allavega af sviði og tókum í hendurnar á tónleikagestunum fimm. Hverjir eru í hljómsveitinni Stafrænn Hákon? - Það er Ólafur Josephsson sem stofnaði bandið, hann er gítarleikari og semur flest lögin, Árni Þór Árnason bassaleikari, svo er Róbert Már Runólfsson trommari. Á þessu tónleikaferðalagi var með okkur Magnús nafni minn, bróðir Óla, af því að Lárus Sigurðsson sem er yfirleitt með okkur datt út, viku fyrir tónleikaferðina, vegna veikinda í fjölskyldunni. Hjörleifur Jónsson ljósmyndari fylgdi okkur einnig eftir með myndavél allan túrinn. Hvað voru fæstu og flestu tónleikagestirnir sem mættu? - Í þessum túr spiluðum við á litlum stöðum, fæstir gestir voru fimm, sem var mjög eftirminnilegt og 200 manns þegar flest var. Við erum líka ekki ef við slettum smá ensku í þetta „Stadium“ band þannig að tónleikarnir eru minni og nánari, en við höfum samt einnig spilað á stórum giggum. Eru þið líka að spila mikið á Íslandi? - Hér á Íslandi spilum við aðallega á hátíðum eins og Airwaves, höfum spilað fimm sinnum þar ef mig minnir rétt. Svo spiluðum við á ATP árið 2015, þá hituðum við upp fyrir IGGY POP og fleiri goðsagnir sem við deildum baksviðinu með, það var mjög forvitnilegt. En þið eruð kannski ekki að leita ykkur að giggum hér á Íslandi? - Nei ég held að það sé ekki Stafrænn Hákon fyrir utan Music Bunker Aachen í Þýskalandi. MYND: HJÖRLEIFUR JÓNSSON ekkert í því, það hefur verið sett á einhvern playlista á Starbucks eða einhvers staðar. Lagið hljómar eins og örbylgjuofn í gangi. Það er einnig eitt instrumental lag sem er mjög vinsælt og svo hef ég verið heppinn að það eru tvö sönglög með mér sem hafa verið ofarlega. Hvað hafið þið gefið út margar plötur? - Þær eru orðnar svolítið margar, minnir að plöturnar séu tólf eða þrettán, við gáfum út jólaplötu og á þeirri plötu coveruðum við meira að segja lag með goðsögninni Helgu Möller. Selduð þið margar plötur úti? - Já, við reynum að selja sem mest, en við látum samt ekki framleiða of mikið. Við framleiðum yfirleitt vínýlplötur þar sem þeir sem hlusta og kaupa tónlistana okkar eru algjörir tónlistarnördar og vilja eiga þetta á svona spes miðli. Fyrir átta árum gáfum við svo út eina plötu á kasettu og hún rokseldist. Fari þið á hverju ári út í svona tónleikaferðalag? - Nei, á svona tveggja til þriggja ára fresti og við reynum að fara alltaf í sömu löndin. Því þessir staðir sem við höfum verið að fara á, eru staðirnir sem er mest hlustað á tónlistina okkar. Hvaða lönd hlusta mest á ykkur? - Þýskaland, Frakkland og Ítalía. Svo kom okkur reyndar mjög á óvart að það er mikið hlustað á okkur í Póllandi. Talandi um hvað þessi gigg sveiflast mikið, við vorum að spila á Ítalíu eitt kvöldið, þar mættu svona tæplega 100 manns og stemningin var eins og salurinn hefði verið tvíbókaður. Fyrir tónleika og þrítugsafmæli, þar sem allt flæddi í snittum og rauðvíni og enginn að hlusta á okkur, þetta var ömurlegt kvöld. Daginn eftir keyrðum við til Póllands þar sem við vorum bókaðir í menningarhúsi, og þar var bara uppselt, 500 manns mættir, þá var búið að vera gefa miða á tónleikana í útvarpinu og auglýsa almennilega. Við spiluðum frábæra tónleika og vorum síðan í tvo tíma eftir tónleika að gefa eiginhandar- áritanir og taka myndir með fólki. Þannig að Pólland kom sannarlega á óvart og erum við farnir að miða meira þangað. Eitthvað að lokum? - Nei, bara kannski að maður er í hljómsveit af því manni finnst það gaman, það liggur eitthvað eftir mann og bónus að fá að ferðast. Það þarf ekki að maxa allt og hætta svo ef maður meikar það ekki, hver veit nema við verðum "hot stuff " þegar við erum hættir að spila. Stafrænn Hákonn spilar á tónleikum í Þýskalandi. MYND: HJÖRLEIFUR JÓNSSON Stafrænn Hákon í undirgöngum í Sviss. MYND: HJÖRLEIFUR JÓNSSON 25/2019 7

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.